Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 49

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 49
Hvaða gildi hefur FS? Margir nemendur Fjölbrautaskóla Suðumesja hafa náð góðurn árangri í námi og starfi í tilefni af 10 ára afmæli Fjölbrautaskóla Suðurnesja og í framhaldi af ágætri afmælis- grein og söguágripi skólans í 6. tölublaði Faxa þessa árs, eftir Helga Eiríksson, óskaði ritstjórinn eftir að skólameistari sendi fáeinum fyrrverandi nemendum nokkrar spuming- ar um álit þeirra á skólanum, hæfni hans á að skila nemendum með góða undirbúnings- menntun til áframhaldandi náms, eða þátttöku í atvinnulífinu og gildi skólans fyrir Suð- umesin. Eftirfarandi spumingar voru sendar út. Hvenœr laukstu námi frá FS? Af hvaða braut? Hvað hefur á daga þína drifið effir að þú laukst námi í FS? Hvernig fannst þér þú koma undirbúinn? Hvaða gildi telur þú FS hafa fyrir Suðurnes? Hvaða óskir áft þú til handa skólanum á tíu ára afmœli hans? Bjöm Herbertsson Ég lauk námi frá F.S. vorið 1980 af vélstjórabraut, annars stigs. Ég var starfandi vélstjóri í eitt ár eftir það og fór síðan í Vélskóla ís- lands, þaðan lauk ég þriðja og fjórða stigi. Síðan starfaði ég sem vélstjóri í tvö ár til sjós. Núna er ég að ljúka samningi í vélvirkjun og fer í sveinspróf í vor. Er það einn liður í því að fá full réttindi. Ég hefði mátt vera betur undirbúinn þegar ég fór til Reykjavíkur í Vél- Sendum öllum Suður- nesjabúum góðar jóla- og nýársóskir og þakk- ir jyrir stuðning á liðnum árum. skóla íslands, var það líklega vegna þess að þetta var í fyrsta og eina skiptið sem annað stig var kennt við_ F.S. og kennslan því ómótuð. Ég tel það hafa mikið gildi fyrir Suðurnes að hafa F.S. hér. Fólk getur stundað sitt nám í heimabyggð og búið heima, sem er mikill kostur. Eflaust færu færri í nám ef F.S. nyti ekki við og flutningur ungs fólks héðan yrði eflaust meiri. Ég vona að F.S. haldi áfram að vaxa og dafna, og verði fastur punktur í tilverunni um ókomna framtíð. Hjörtur Magni Jóhannsson Agæti viðtakandi. Bæði vegna þess hversu seint mér bárust spurningarnar og vegna minna eigin anna, hefur mér ekki tekist fyrr en nú, að svara spumingun- um. Auk þess veit ég ekki hversu ýt- arleg svörin við þrem síðustu spumingunum eiga að vera, svo að ég hef þau sem allra styst. Svar 1 og 2. Ég útskrifaðist sem stúdent af Félagsfræðibraut F.S. um áramótin ’79-80. (Var við nám í Englandi árið 76-77). Svar 3. Ég lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands nú í vor en var einnig við nám í Jerú- salem í tvö ár. Dvaldist á sænsku guðfræðistofnuninni í Jerúsalem sumarið 1980 á hálfum náms- styrk frá sænsku þjóðkirkjunni og sótti námskeið í Hebreska Há- skólanum. Hlaut aftur styrk frá sænsku þjóðkirkjunni vorönn ’82 til náms í gyðinglegum og kristn- um fræðum auk hebresku. Hlaut styrk frá ísraelska ríkinu í eitt ár ’83-’84, til náms í hebresku og BJÖRGUNARSVEITIN ÆGIR. GARÐI Óskum nemendum okkar og foreldrum þeirra gíebiíegra jóía og farsœldar á komandi ári. Þökkum ánœgjulegt samstarf. Kennarar og starfslið Holtaskóla Keflavík. gyðinglegum fræðum við Hebr- eska Háskólann í Jerúsalem. Flest þau sumur sem ég hef ver- ið hér heima, hef ég unnið við toll- gæslu á Keflavíkurflugvelli. 21.09.86 var ég kosinn sóknar- prestur í Útskálaprestakalli og hlaut kirkjulega vígslu til þess embættis 05.10.86. Gegni ég nú því starfi. Svar 4. Mér finnst ég hafa verið nokkuð vel undirbúinn af F.S. fyrir háskólanám. Ef haft er í huga það aðstöðuleysi sem skól- inn þurfti að starfa við og sá fjár- magnsskortur sem háði skólan- um þá tókst mjög vel. Svar 5. F.S. hefur tvímælalaust mikið gildi fyrir Suðumesin. Með tilkomu skólans hafa möguleikar okkar Suðumesjamanna til náms stóraukist. Áður fyrr þurfti fólk að sækja allt nám á menntaskóla- stigi til Reykjavíkur. Því fylgdi ærinn tilkostnaður og fyrirhöfn, sem ekki allir réðu við. F.S. er því mikilvægt spor í þá átt að auka jafnrétti fólks til náms. Auk aukinna möguleika til náms fyrir fólk á öllum aldri, sbr. öldungadeildin og aukins spamaðar, hlýtur F.S. að stuðla að því að ungt og efnilegt fólk haldist frekar í sinni heimabyggð og eflir ► FAXI 325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.