Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 53

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 53
Príma Donna Absolúta ítalir kölluðu Maríu Callas óperusöngkonu þessu nafni. Hún hafði skólað einstæða rödd sína með fádæma viljastyrk, þrotlaus- um æfingum og meðfæddum hæfileikum á hljómblæ, radd^ styrk og skýrum textaframburði. Hún lagði líka hinn vestræna hljómlistarheim að fótum sér. En hæsta listin er þó sú að kom- ast lífsgötuna alla, án þess að bug- ast eða brotna, hvað sem fyrir kemur á þeirri leið. A slíkri braut þarf bæði sálarstyrk og líkams- burði samfara dæmalausri geðró, sem er einkenni hinna fáu út- völdu. Ráðhildur Jónsdóttir húsfreyja og stórútvegskona á Kalmanns- tjörn í Höfnum 1820-1897 var í sannleika Príma Donna Absolute á Suðurensjum á sinni tíð. Hún leysti af höndum æðstu listina í lífinu að bugast hvorki né brotna, þá brotsjóir féllu á lífsbraut hennar og hún hélt bógnum á mót hverri báru með fádæma hug- rekki og sálarstyrk til hinstu stundar. Og í hafróti lífs hennar, var hún Prímadonna Absolute,, ,sú fyrsta og fullkomna" á þessu helj- arsviði lífsins. Lfklega finnst eng- in hennar líki, þótt litið sé yfir liðnar aldir, hvorki á Suðurnesj- um né annars staðar. Það mátti segja, að hún minnti á fagran bláan fjallstind, sem alltaf gnæfir fagur og hreinn upp úr hverju bálviðri og bylgjum, já hvernig sem viðrar og blæs. Hvernig var hún þessi kona? Svo vel vill til, að ég á lýsingu af henni. Sú lýsing er eftir Ólaf Ketilsson bróður fóstra míns, sem sá hana, þegar hann var ungur. Hann sagði: ,,Ég sá Ráðhildi, þegar ég var innan við tvítugt. Það var um það leyti sem hún missti þriðja og síðasta manninn. Hún var meðal- kona, frekar grönn en ákaflega vel vaxin og fríð að sama skapi.“ Og Ólafur bætti við og sagði orðrétt: „Ráðhildur var fegursta kona, serri ég hefi augum litið fyrr og síðar.“ Andlitsfallið var til hins ýtrasta sveipað einhverri dæmalausri formfegurð og vöxturinn, þegar ég sá hana, og til hinstu stundar minnti á einhverja fegurðardís, hafna yfir breytingar tímans. Ekkert grátt hár sást á höfði henn- ar og engin breyting varð á útliti hennar til dauðadags. Hún gekk alltaf í rauðum sokk- um á búskaparárum sínum. Bú- hyggja og framúrskarandi fjár- málavit voru einkenni hennar. Hún gekk alltaf með eirfesti um sig, þar við héngu búrlyklar hennar og skemmulyklar. Hún var vinnuhörð á vetrarvertíðum, svaf þá lítið og aldrei þreytt. Ann- an tíma ársins virtist frekar lítið á henni bera. Hún sagði, að þá þyrfti aðeins hægt andóf til þess að halda heimilisbrag og hjúa- haldi í réttri stefnu og skorðum. Heimili hennar var gríðarstórt og mannmargt allan ársins hring, en þó langflest á vertíðum. Vertíð- araflinn, verkun hans í verðmæti og svo heimilisúttekt hennar að haustinu voru þau verkefhi, sem höfuðstarf hennar snerist um. Út- tekt hennar sum hjá kaupmönn- um var stærst um alla sveit henn- ar, og voru þó miklir stórbændur samtíðarmenn hennar í Kirkju- vogi og Kotvogi og í Merkinesi. Hún birgði sig líka vel upp af því, sem hún bjóst við að þryti, þegar leið á veturinn. Þá fékkst það hjá henni, og hún tók venjulega þorsk upp úr sjó, í skiptum. Um úttekt hennar get ég ekki sagt, en Oddur Oddsson, fræðimaður á Eyrar- bakka, sem var sjómaður í Höfn- um þá, sagði mér sem eitt dæmi um úttekt á árunum 1870-80, hafi potturinn af brennivíni farið jafnvel niður í 10 aura, ef gerð voru stórinnkaup eins og t.d. á heimilum, sem hann minntist á. Ráðhildur var alla ævi mikill vinnuforkur, stjómsöm og gædd framúrskarandi fjármálahyggju. Hvemig var lífsbraut hennar? Ráðhildur Jónsdóttir var fædd 4. sept. 1820 í Austurey í Laugar- dal í Miðdalasókn. Foreldrar hennar voru Jón Diðriksson og Þorbjörg Ólafsdóttir búandi þar. Nú fýlgi ég frásögn Ólafs Ketils- sonar áfram: Ráðhildur kom fá- tæk og allslaus suður í Hafnir og falaðist eftir að verða hlutakona á Kalmannstjörn. Þar réðist hún. Þá var Einar Sæmundsson, eig- andi Kalmannstjarnar orðinn roskinn maður og efnaður en ókvæntur alla tíð. Sagt er, að hann hafi hrifist strax af glæsileika hennar og gengið eftir henn til eig- inorða, sem loks endaði með því, að hún tók honum. Þaugiftust30. sept. 1841. Þávar Einar 50 ára en Ráðhildur 20 ára bústýra hans. Börn þeirra voru Vernharður Einarsson f. 28. nóv. 1843, d. 22. mars 1844 og Sæ- mundur Einarsson f. 14. jan. 1846, d. 21. sama mánaðar. Hjónaband Ráðhildar og Einar varaði aðeins í tæp 5 ár. Einar dó 17. júní 1846 úr mislingum. For- eldrar hans vom Sæmundur Eyj- ólfsson og Marín Jónsdóttir. Nú víkur sagan að Stefáni Sveinssyni, sem ættaður var úr Silfrastaðasókn í Skagafirði. Hann kom ungur drengur suður í Hafnir með móður sinni, Elínu Þórarinsdóttur, sem fór að Merki- nesi og giftist þar Guðna Ólafs- syni, hreppsstjóra. Þar var Stefán hjá þeim og síðustu tæp 10 árin vinnumaður þar. Nokkru eftir lát Einars á Kal- mannstjöm, fór Stefán til Ráð- hildar sem ráðsmaður. En svo fór, að þau giftust 31. okt. 1853. Þau hjón vom á svipuðum aldri, rösk- lega þrítug, þegar þau giftust. Sagt var, að Stefán þessi hafi verið fullhugi mikill og sjósóknari og formaður, því mjög að skapi Ráð- hildar, sem hún elskaði mest manna sinna, að sagt var. Nú varð Kalmannstjörn stórútvegsstaður og mannmargt heimili og þriðja stórheimili sveitarinnar, og reisn þessa staðar varð æ mikil, meðan Ráðhildar paut við. Þaðan gekk alltaf teinæringur, að minnsta kosti, í búskap Ráðhildar, á vetr- arvertíðum og sexmannafar á öðr- um tíma ársins. FRÁ ALMANNATRYGGINGUM í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu Vegna tölvuvinnslu skal bótaþegum bent á að tilkynna umboðinu strax um breytingu á heimilis- fangi. Til að komast hjá erfiðleikum í útsendingu bótamiða. Símar okkar eru 3290 og 4411. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu FAXI 329
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.