Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 58

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 58
Flutningaskipið Magnhild á strandstað við Keflavtkurhöfn áríð 1954. 16 skip og bátar upp í Reykjavíkur- höfn, en tjón varð ekkert í Keflavík. (Mbl. 5.1. 1954: „Fiskibátur sökk nýlega á Keflavíkurhöfn". Veðráttan. Janúar 1954. Bls. 1. íslenskt sjómannaalmanak 1954). Óttast um tvo menn á trillu Að morgni laugardagsins 14. ágúst 1954, lögðu tveir menn á trillu út frá Keflavík. Hugðust þeir stunda veiðiskap i flóanum fram til kvölds. Mennirnir voru Garðar Ólafsson, tannlæknir, og Björn Snæbjörnsson, bíóstjóri. En þegar þeir komu ekki að landi um kvöldið var farið að óttast um þá. Kl. 3 að- faranótt sunnudags var SVFÍ beðið um aðstoð. Fyrir milligöngu loft- skeytastöðvarinnar í Reykjavík fóru bátar að svipast um eftir trillunni. Um kl. 8 á sunnudagsmorgun kom hafnfirskur bátur með trilluna í togi til Keflavíkur. Hafði vél hennar bilað og komst hún ekki í gang. Ekki sak- aði þá Garðar og Björn, enda veður hið besta og ládauöur sjór. (Alþ. bl. 17. ágúst: „TVeir menn á bil- uðum trillubáti heila nótt í Faxaflóa". Veðráttan. Ágúst 1954, bls. 29). Norskt skip strandar í Keflavíkurhöfn Um hádegisbilið, 8. október 1954, hvessti snögglega um Suð- urland. Var þá alldjúp lægð á norð- urleið vestur af landinu. Fyrst gerði hvassa suðaustan átt og herti vind mjög er leið á daginn. Um leið fylgdi mikil rigning. Síðar um daginn sner- ist vindur til suðvesturs og lægðl. Um kl. 3 síðdegis var komið ofsa- rok i Keflavík. í Keflavíkurhöfn lágu þá tvö flutn- ingaskip og tugir báta. Skipin voru Magnhild, sem var norskt, og Helgafell (2194 brl.), eign Sam- bands (sl. samvinnufélaga. Magnhild lá við hafnargarðinn og allmargir bátar utan á henni. Stóð yf ir útskipun á f iskimjöli. Var aðeins lítill hluti mjölsins kominn í skipið. En er veður herti varð að hætta út- skipun en huga að festum skipsins. Um fimmleytið síðdegis slitnaði Magnhild frá garðinum og voru eng- in tök á að bjarga skipinu. Sá skip- stjóri, að nú yrðu bátunum í höfninni hætt, ef skipið rækist inn I bátakös- ina, sem lá þar bundin. Til að forða þeim bátum, sem lágu utan á skip- inu, sleit skipstjóri festar þeirra frá Magnhild, og mátti ekki tæpara standa. Renndi skipið því næst upp í grýtta fjöruna innan hafnarinnar, skammt sunnan við vestustu bryggjuna, fram undan hellinum, sem er undir gömlu bræðslunni. Þarna munaði einnig mjóu, því ef skipið hefði lent örlitlu sunnar, hefði það lent á þverhníptum klett- um undan Stekkjarhamrinum, og sennilega sokkiö þar á töluverðu dýpi. Þar sem sjórinn gekk nærri óbrotinn inn yfir höfnina lagðist Magnhild þversum í fjörunni undan suðaustanvindinum. Um leið og skipið kenndi grunns felldu skips- menn bæði akkerin, svo það sat fast á grjótinu. Nokkru siðar snerist vindur til suðvestanáttar, og varð þá skjól af landinu. Liðnar voru um þrjár klukkustundir frá strandinu. Vind- inn lægði líka smám saman og reyndu skipverjar þá að koma út björgunarbáti. Er veðurofsinn var sem mestur, leit út fyrir að Helgafellið færi sömu leið og Magnhild. Hékk Helgafellið aðeins á einni festi þegar verst lét. Um leið hefði fjöldi báta brotnað og jafnvel eyðilagst, en allmargir bátar lágu utan á Helgafellinu, sem einnig lá við hafnargaröinn. Fjöldi manns vann við að treysta landfestar Helgafells og báta i höfninni. En svo mikið var brotiö inn yfir höfnina, að skipin, sem þar lágu, hurfu gjör- samlega í löðrið. Um kvöldið var komið stillt veður og mátti ganga þurrum fótum út i Magnhild. Á sið- degisflóðinu daginn eftir komst skipið á flot. Virum var komið fyrir úr skipinu í land og drógu jarðýtur skipið á flot með dráttarspilum. Fyrr um daginn var allt mjöl losað úr skipinu og flutt í land. Magnhild skemmdist furðu lítið miðað við aðdraganda og aðstæður á strandstað. Dældaðist botninn nokkuð og botngeymar, en leki komst ekki að lestum. Magnhild hélt til Reykjavíkur og fór þar í slipp til athugunar. Skipiið var 900 lestir að stærð, skrásett í Haugasundi í Noregi. Skipstjóri á Magnhild var norskur. Þótti hann sýna frábært snarræði, er hann á hættustundu, sigldi skipi sinu upp í fjöruna, og bjargaði þar með stórum hluta báta- flotans frá stórtjóni. (Um strand Magnhild eru áberandi fréttir í öllum dagblöóunum 9. til 12.10. 1954. Ennfremur í okt.—nóv. blaði Faxa 1954, bls. 84. í Veðrátt- unni i okt. 1954, sem veðurstofan gef- ur út, eru upplýsingar um veðrið stranddaginn). Aðstoð við báta frá Keflavík Á árinu 1954 veittu eftirlitsskip Landhelgisgæslunnar 9 Keflavíkur- bátum aðstoð, aðallega á Faxaflóa, en einnig fyrir Norðurlandi um sum- arið. (Árbók SVFÍ 1955-56, bls. 88-91). 1955 Keflavíkurbátur fær á sig sjó Þann 13. eða 14. mars 1955, er v.b. Jón Guðmundsson frá Keflavík, var á leið (róður, fékk hann á sig sjó, sem braut framsigluna, svo hún féll Fjölbrautaskóli Suðurnesja Öldungadeild Vorönn 1987 Eftirtaldir áfangar eru í boði á vorönn 1987 og verða kenndir, ef nógu margir velja þá: BÓK 103, 203, 300 DAN 102, 202-103, 212-203 EÐL 102 EFN 103 ENS 102, 202-103, 212-203, 302 FRA 103 FAT 102, 202, 302 GRT 103,203 ÍSL 102,202, 212,343 LÖG 113 MAL 102 SÁL 103 STÆ 102,202, 212, 232 TET Fagteikning múrara TÖL 103, 203 VÉL 101, 202, 302 VIÐ 141 (múrarar) VFT 142 (múrarar) ÞÝS 103, 203, 402 Umsóknir og innritunargjald, kr. 3.600, skulu berast skrifstofu skólans í síðasta lagi 20. desember 1986. Námsframboð verður einungis sniðið við umsóknir sem staðfestar hafa verið með innritunargjaldi. Semja má um greiðsluform. ATH: Umsóknarfrestur rennur út 20. des- ember 1986. Aðstoðarskólameistari 334 RAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.