Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 61

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 61
Landmenn á m/b Ægi 1939. í fremri röð frá vinstrí: Auðhergur Indriðason, Jóhann Bergmann, Ólafur Eggerts, landformaður, Ólafur Ingvarsson. ,,Hvað áttu langt upp", var orðtœki á þessum árum. Myndir með greininni frá Byggðasa/hi Suðurnesja. það verið, þá man ég eftir því að ég fór með mömmu til Hafnarfjarðar og á leiðinni til baka ókum við í lystikerru í Kúagerði. En gengum svo þaðan — og skildum eftir slóð í öskufallinu. Og svo voru líka beinaflutning- arp Já, aðallega á sumrin. Hryggir og aðallega þorskhausar sem voru seilaðir svo auðveldara væri að hlaða. Það var hlaðið eins hátt og hægt var. Og svo þurfti að bakka með þetta upp háa brú og keyra svo aftur á bak eftir mjóum járn- bitum inn eftir hjallinum á Kletti • í Reykjavík til þess að sturta niður í hrúguna. Eins og í gúanóinu sem kom svo hérna suðurfrá. - Ég gleymi því ekki þegar ég týndi giftingarhringnum mínum í beinahrúguna á Kletti og bjóst auðvitað ekki við að sjá hann aftur þó ég segði körlunum frá því. En nokkrum mánuðum seinna var hóað í mig því hringurinn var fundinn. En hvað var flutt dl baka? Vörur til kaupmanna og bakara, sekkjavara, kol og olíutunnur. Kolin voru erfiðust því maður þurfti oft að bera þau á bakinu inn í stíur í kjöllurum þar sem lágt var undir loft. Við tókum allt sem þurfti að flytja, jafnvel kýr og kindur! Hvernig bílar voru þetta og hvcrnig entust þeir? Amerískir bflar, Chevrolet og Ford. Þeir fyrstu voru tonn en stækkuðu smám saman. Það gat verið bras að halda þeim gang- andi. Fjaðrirnar vildu brotna. Maður lærði heilmikið í viðgerð- um með því að þreifa sig áfram og ráðgast við aðra í bransanum. Það var ekki alltaf tími eða tækifæri til að fara á verkstæði í Reykjavík og ekki um annað að ræða en bjarga sér sjálfur. — Þessir bflar entust nú eitthvað skemur en gott þykir nú á dögum. En það er ekki stóri munurinn. - Við keyrðum bflana yfirleitt þang- að til þeir voru búnir en bflinn sem ég keypti 1934 seldi ég á stríðsárunum og hann var notað- ur nokkur ár eftir það. En hvernig lœrðu menn að keyraP Af þeim sem kunnu. Áður en ég byrjaði voru Halldór Þórðarson og Björgvin Magnússon og kannski fleiri með vörubfl og Einar Guð- mundsson var í farþegaflutning- um á hálfkassabfl. Við pabbi keyptum fyrsta bflinn 1926 eða 27. Það var Chevrolet sem Einar keyrði fyrst og ég lærði af honum. — En maður varð að taka próf í Reykjavík. Fyrsta ökuskírteinið mitt var gefið út í október 1927 svo það fer að verða sextíu ára gamalt. Það er númer 924. Og vörubílarnir voru þaulnýttir eins og annað? Það má segja það. Á þessum ár- um var bfll ekki aldeilis í eigu hverrar fjölskyldu. En unga fólkið vildi náttúrulega sjá sig um þá eins og nú. Svo vörubflunum var bara breytt í farþegabfl. Með því að bolta boddí, eins og það var kallað, fast á pallinn. Inni í boddí- inu voru fjórir trébekkir og hægt að flytja í því 16 manns, jafnvel fleiri ef þröngt var setið. Og það vflaði fólk ekkert fyrir sér ef spennandi ferð austur fyrir fjall var í boði. Eða þegar stórviðburð- ur eins og Alþingishátíðin kölluðu fólk á Þingvöll. — Farið á Alþingishátíðina var selt á 10 krónur. Þá vorum við að keyra allan sólarhringinn að heita má. Það var hægt að aka hringveg, vegurinn austur lá upp með Geit- hálsi en nú er búið að leggja hann niður. í lokin var Hreggviður orð- inn svo útkeyrður að hann lagði bflnum á miðjan veginn útí Berg- hólum og fór að sofa fram á stýrið. En skemmtanir annars. Þú spil- aðir á harmónikku á böllum? Já, stundum var það. Það var nokkuð sem maður lærði af sjálf- um sér eins og annað. Það var dansað í gamla Skildi, sem brann 1935. Það voru böll í landlegum og þau stóðu svona eftir hentug- leikum. Ef það var fjör þá var slegið saman í framlengingu. — Umjólinvar meiriháttar jóla- trésskemmtun, sem stóð til tólf á miðnætti. Þá byrjaði ball sem stóð til þrjú, að minnsta kosti. Einhver sem kunni að taka í nikku kom upp á pallinn og greip í öðru hverju til að hvfla spilarann. Ein harmónikka var látin duga, bless- aður vertu. Nema á fínu böllun- um, þá var fenginn mandólínspil- ari úr Reykjavík. En hvað með íþróttir? Fótbolt- inn var ekki aðalíþróttagreinin á þessum árum? Nei, það var ekki mikið um fót- bolta og frjálsar íþiöttir á mínum yngri árum. En auðvitað var áhugi á að reyna með sér, þá eins og nú. Stundum braust hann út í slagsmálum á böllum. En líka í skikkanlegum íþróttum eins og reiptogi. — Já, við fórum tvisvar sinnum með lið frá Keflavík sem keppti við Reykvíkinga á Melavellinum. Mig minnir að annað skiptið hafi það verið í sambandi við kon- ungsheimsókn. Hvort það var 1936. Ég man nú ekki nákvæm- lega hverjir voru með. Guðmund- ur Pálsson var á endanum og tveir bræður hans voru í liðinu, Skúli og Axel. Hreggviður, bróðir minn og lfldega Steini líka. Og svo voru þarna Sigurbjöm Guðason og Sig- urður Guðmundsson. Við unnum reiptogið í bæði skiptin. Helgi Hjörvar lýsti annarri keppninni í útvarpi og öll Keflavík stóð á önd- inni á meðan — var okkur sagt. Þetta hefur lfldega alveg jafnast á við það að Keflvíkingar væm í úr- slitum á íslandsmótinu í fótbolta — og hefðu sigur! Hörður Bergmann skráði. r——. -r—\ r r \ r r 1 r r .i Úrval jólagjafa 'Z'1 \ N, S'r Vönduö úr, klukkur, barómet, gullskartgripir, silfurskartgripir og ýmsar gjafavörur , rf L v L v r V —-ía Georg V. Hannah Úra- og skartgripaverslun, Keflavik. FAXI 337
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.