Faxi - 01.01.1990, Qupperneq 4
Daginn cftir óvcðru) i
Grindavfk.
Fárviðri 9. janúar
Aftakaveður gekk yfir landið 8.
og 9. janúar og náði það hámarki
hér suðvestanlands á flóðinu aðfara-
nótt 9. janúar.
Þá varð tug milljóna kr. tjón af
völdum sjógangs, sem rauf sjóvarn-
argarða í Grindavík, Stokkseyri og á
Eyrarbakka.
í Grindavík varð einnig tilfinnan-
legt tjón á bryggjum; Kvíabryggja
eyðilagðist og Eyjabakki stór-
skemmdist. Sjór gekk langt upp á
land og flaut inn í fiskverkunarhús.
Veginn frá Grindavík út á Reykja-
nes tók af á um 150 metra kafla, þó
er vegastæðið á þeim stað í um 400
metra fjarlægð frá sjó.
Stórbruni í Sandgerði
í Sandgerði brunnu til kaldra kola
í óveðrinu tvær sambyggðar fisk-
vinnslustöðvar.
Voru það fiskverkunarhús Erlings
Jónssonar og Svavars Ingiberssonar
að Strandgötu 24.
Slökkviliðin í Sandgerði af Kefla-
víkurflugvelli og frá Brunavörnum
Suðurnesja í Keflavík börðust við
eldinn, en húsin voru þe' r alelda
þegar að var komið og m. Á að tak-
ast skyldi að forða nærliggjandi hús-
um frá eldskemmdum, en yfir þau
stóð neistaflug og plötufok.
Af öryggisástæðum urðu íbúar
nokkurra húsa við Vallargötu að
yfirgefa íbúðir sínar um tíma.
Naut fólk góðrar aðstoðar björg-
unarsveitarmanna við þá flutninga
og eins við að negla fyrir glugga þá
sem þótt hættulega nærri eldhafinu
og neistafluginu.
I Sandgerðishöfn gekk sjór á land
á flóðinu. Þar stóð uppi bátur
Svavars Ingiberssonar m/b Sóley
KE 15. í sjóganginum losnuðu
búkkar undan bátnum og féll hann
þá á vörubíl Svavars og skemmdist
bæði báturinn og bíllinn talsvert.
Tölvuskóli Fjöibrautaskóla Suðurnesja
Námskeið í boði á vorönn 1990
Um leið og við bjóðum gleðilegt ár viljum við vekja athygli á þeim námskeið-
um sem verða í boði á vorönn 1990: Grunnnámskeið, WP-ritvinnsla, byrjenda
og fyrir lengra komna, gagnagrunnur (dBASE), töflureiknir (Multiplan) og
OPUS bókhaldsbúnað.
Tölvuskóli FS hefur yfir að ráða mjög góðri aðstöðu til kennslu og þar hefur
hver nemandi tölvu fyrir sig og fjölda nemenda á hverju námskeiði stillt í hóf,
þannig að það er hægt að sinna hverjum og einum eins og þörf er á.
Athygli skal vakin á því að stéttarfélög borga hluta af námskeiðsgjaldi fyrir
félagsmenn sína og að þetta eru ódýr námskeið sem nýtast mönnum vel í leik
og starfi.
Einnig skal vakin athygli á því að það er hægt að fá aðstöðuna leigða með
eða án kennara.
Magnús B. Hallbjörnsson
Umsjónamaður TFS.
4 FAXI