Faxi - 01.01.1990, Page 6
MINNING
Bjami F. Halldórsson
fyrrverandi skólastjóri
Fæddur 6. mars 1922. Dáinn 6. desember 1989
Minningar liðins tíma taka oft á
sig ólíkar myndir. Þegar ég hugsa
til míns góða og ógleymanlega
vinar, Bjarna F. Halldórssonar, þá
finnst mér einna helst, sem ég sé
staddur undir heiðum himni, um-
vafinn ylgeislum íslenskrar sum-
arsólar.
Tvær eru a.m.k ástæður þessa.
Leiðir okkar Bjarna lágu fyrst
saman á sólríkum sumardegi
1952. Sá dagur verður mér löng-
um minnisstæður, þó að ástæður
þessi verði ekki greindar hér. Til
þess eru þær alltof persónulegar.
Hin ástæðan er Bjarni sjálfur, við-
mót hans og persónuleiki.
Það birti alltaf, þar sem Bjarni
var á ferð. í návist hans var löng-
um notalegt að dvelja. Það geisl-
aði frá honum góðleika og skiln-
ingi, sem alltaf kom auga á hinar
björtu hliðar í hverju máli og lét af-
stöðu sína mótast af þeim, bæði
hvað menn og málefni snerti.
Það er síst að undra, þótt bjart sé
yfir minningu slíkra öðlings-
manna.
Bjarni Fertram Halldórsson hét
hann fullu nafni og fæddist hinn 6.
mars árið 1922 að Hesteyri í
Sléttuhreppi í Norður-ísafjarðar-
sýslu. Foreldrar hans voru hjónin
Halldór Marías Ólafsson og Ólöf
Helga Fertramsdóttir. Bjarni var
elstur af sjö börnum þeirra hjóna.
Næst honum er Guðbjörg Hall-
dóra, húsmóðir í Reykjavík, þá er
Guðmundur Gunnar, vélsmiður,
búsettur á Álftanesi, Ólafur, sjó-
maður í Hafnarfirði, Ingólfur Sig-
urjón, aðstoðarskólameistari í
Keflavík, Margrét Indiane, hús-
móðir í Reykjavík og yngst er
Ragnheiður, húsmóðir í Reykja-
vík. Einnig ólu þau hjónin upp
eina fósturdóttur, Margréti Frið-
bjarnardóttur, húsmóður í Kefla-
vík. Hún lést árið 1986. Föður sinn
missti Bjarni árið 1955, en Ólöf
móðir hans er enn á lífi og dvelur
á Hrafnistu í Reykjavík. Hún er vel
ern, þótt komin sé hátt á tíræðis-
aldur.
Bjarni ólst upp hjá foreldrum
sínum. Hann fluttist með þeim í
frumbernsku að Berjadalsá á Snæ-
fjallaströnd. Þar átti hann heima
til 1926. Þá fluttist fjölskyldan til
Hnífsdals og árið 1931 lá svo leiðin
til ísafjarðar.
Það kom fljótt í ljós, að Bjarni
var mörgum þeim eiginleikum
gæddur sem bentu ótvírætt til far-
sællar framtíðar. Dugnaði hans og
vinnusemi var snemma við brugð-
ið. Og engum duldist, að á bóklega
sviðinu skaraði hann langt fram úr
flestum jafnöldrum Sínum.
Gagnfræðaprófi lauk Bjarni á
ísafirði vorið 1936. Eftir það
þreytti hann utanskólapróf upp í 3.
bekk Menntaskólans á Akureyri
og lauk þaðan stúdentsprófi vorið
1942.
Honum sóttist námið afburða
vel, enda vart við öðru að búast,
þegar saman fóru frábærar náms-
gáfur og óbrigðull dugnaður.
Hann var talinn mikill tungumála-
maður, en einkum mun hann þó
hafa skarað fram úr í íslenskri mál-
fræði og málssögu. Þess vegna var
það talið nokkuð vist af þeim, sem
til þekktu, að hann myndi hasla
sér völl í norrænudeildinni, þegar
til háskólanáms kæmi. Úr því varð
þó ekki.
Viðskiptadeildin varð fyrir val-
inu og úr henni útskrifaðist Bjarni
með miklum sóma árið 1947.
Að afloknu kandidatsprófi gerist
Bjarni skrifstofustjóri hjá Inn-
kaupasambandi rafvirkja h.f. í
Reykjavík. En þar undi hann ekki
hag sínum betur en svo, að hann
hvarf frá því að ári liðnu og réðst
til kennslustarfa við Barna- og
unglingaskólann í Ytri-Njarðvík.
Þeir sem þekktu Bjarna, skilja vel
þessa ráðabreytni hans. Hann var,
eins og bekkjarbróðir hans og vin-
ur segir réttilega: „rakinn húman-
isti og menntastefnumaður". Það
kom líka fljótlega í ljós eftir að
hann hóf kennslustörfin, að þar
var hann á réttri hillu, kennari af
Guðs náð.
Haustið 1952, þegar Gagn-
fræðaskólinn í Keflavík hóf starf-
semi sína, gerðist Bjarni kennari
þar og kenndi um tveggja áratuga
skeið, til 1973. Yfirkennari var
hann um langt árabil og skóla-
stjórastarfi gegndi hann «
1963—1964. þegar skólastjórinn,
Rögnvaldur J. Sæmundsson, var í
ársleyfi frá störfum.
Aðalkennslugreinar Bjarna
voru danska og mannkynssaga.
Sjálfur var hann einstaklega dag-
farsprúður, lipur í öllum samskipt-
um, Ijúfur og viðmótshlýr. Þessum
eiginleikum beitti hann í kennslu-
stundum sem og annars staðar.
Nemendurnir voru líka fljótir að
finna hvern hug kennarinn bar til
þeirra og að hann vildi þeirra veg
sem allra mestan. Þeir mátu hann
líka mikils og ég hygg að flestum
hafi þeim þótt innilega vænt um
hann. Það var eins og hann laðaði
fram allt það besta, sem með
hverjum einstaklingi bjó.
Nemendum fannst sjálfsagt að
koma vel undirbúnir í kennslu-
stundir til Bjarna, ekki af þvingun
eða ótta við ákúrur, heldur ein-
faldlega af því að þeim þótti vænt
um hann og vildu ekki hryggja
hann eða styggja. i
Víðtækur fróðleikur hans og
djúpstæð þekking komst og vel til
skila í kennslustundum. Þess varð
ég oft greinilega var þegar ég sem
prófdómari fór yfir úrlausnir nem-
enda hans.
Á yngri árum stundaði Bjarni oft
sjóinn á sumrin. Reyndist hann
harla liðtækur þar sem annars
staðar.
Kynni okkar Bjarna urðu mikil
og náin. Við kenndum lengst af
saman í meira en 20 ár. Margt á ég f
6 FAXI