Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1990, Side 23

Faxi - 01.01.1990, Side 23
lega. — það skal tekið fram, að kostnaður við útgáfu þessa blaðs (pappír og prentun) er mjög mikill. Verður því að hafa verð þess nokk- uð hátt, til þess að standast kostnað- inn. Um gróðafyrirtæki er því ekki að ræða.“ Allar götur síðan hefur Faxi skipt sér sem minnst af pólitiskum erjum, ef frá eru talin nokkur blöð á árinu 1945 er Reykjanesið deildi stundum á Faxa. Að sönnu hefur rúm Faxa þó verið léð undir pólitísk má), t.d. í hrepps- nefndarkosningunum 1942, þegar þeir þrír listar sem buðu fram fengu hluta blaðsins til afnota. Fljótlega eftir að útgáfa blaðsins var komin á nokkuð öruggan grundvöll komu út 10 tölublöð hvert. Hélst svo þar til á árinu 191 a að út komu átta blöð og hefur verið síðan. í fyrsta tölublaði Faxa, sem út kom 21. desember 1940, er þetta efni: Ávarp til lesenda eftir Valtý Guðjónsson, „Eigum við að stunda íþróttir?" Hugvekja um íþróttir og útiveru eftir Pál S. Pálsson, Minning- arorð um þá, sem fórust með vél- bátnum Eggert frá Keflavík, eftir Ragnar Guðleifsson. „Kvikmyndir" eftir Hallgrím Th. Björnsson, og jólahugvekja eftir sr. Eirík Brynjólfs- son. Slíkar jólahugverkjur hafa síð- an verið fastur liður í jólablaði Faxa. Þeim er sammerkt að allar eru þær eftir presta, en hvernig væri nú að breyta svolítið til, og lofa leikmanni að skrifa þá næstu að liðnu ári? Um efni Faxa mætti annars skrifa langt mál. í stuttu máii hefur Faxi gegnt því hlutverki sem útgefendur settu sér í upphafi. Allur sá mikli fróðleikur sem þar er saman kom- inn á einn stað gerir það, að Faxi er eitthvert merkasta tímarit sem út hefur komið á landi hér. Efni Faxa spannar bókstaflega yfir allt sem Suðurnesjum við kemur. Ég hygg að ekkert annað blað hafi komist nær því að verða blað allra Suðurnesja- manna. Faxi er örugglega mörgum íbúa Skagans aufúsugestur. Annars er það líkt með Faxa og Þjóðólfi gamla, sem Jón Guðmundsson gaf út á öldinni sem leið, að Faxi er blað allra Suðurnesjamanna, en Þjóðólf- ur var að sögn nær því en nokkurt annað íslenzkt blað fyrr og síðar, að vera blað allra landsmanna. Að vísu hefur stormurinn nætt um stofn þann sem vaxið hefur upp af Faxa, og í upphafi var honum spáð snöggum aldurtila. En með harð- fengi og eindæma dugnaði hefur Faxamönnum tekist að halda tíma- ritinu úti í tæpa fjóra áratugi. Geri aðrir betur! Blaðaútgáfa er ekki auðveld og verður víst seint gróða- vegur. Því verður útgáfa blaðsins seint metin eins og skyldi. Eðlilega hafa Faxa-menn sjálfir lagt mest allra af mörkum í blaðið. En þó misjafnlega mikið. Er ljóst að fáeinir einstaklingar hafa borið Skúli Mugnússon blaðið uppi, og mættu hinir, sem minna heyrist frá einnig leggja orð í belg. Hallgrímur Th. Björnsson skrifaði t.d. geysi mikið í Faxa meðan hann var ritstjóri og sparaði sér ekki spor- in. Magnús Gíslason, núverandi rit- stjóri, hefur einnig skrifað töluvert. í hans tíð hefur orðið mest útlits- breyting á blaðinu er farið var að lit- prenta það. Magnús sinnir töluvert leiklist og er auk þess fréttaritari Dagblaðsins á Suðurnesjum. Einnig hefur hann skrifað töluvert í Suður- nesjatíðindi þó það sé á fárra vit- orði. Rétt er að benda á að vinna rit- stjóranna er eingöngu unnin í stop- ulum tómstundum frá brauðstritinu. Af einstökum félagsmönnum sem skrifað hafa mest í blaðið má nefna þá Jón Tómasson, Ragnar Guðleifs- son, Guðna Magnússon og Valtý Guðjónsson. Guðni og Ragnar hafa einkum skrifað afmælis- og minningargrein- ar. Eru flestar þeirra töluvert efnis- miklar og margar merkilegar heim- ildir. Guðni hefur einnig skrifað þætti úr sögu Reglunnar á Suður- nesjum. Eru það hinar fróðlegustu greinar og upphaf að félagsmála- sögu byggðanna. Ekki er hallað á neinn þó bent sé á að Marta Valgerður Jónsdóttir er sú sem mest hefur skrifað í blaðið af utanfélagsmönnum. Eru greinar hennar í rúmlega tólf árgöngum stórmerkilegt framlag til íslenskrar persónusögu. Þær einar gera Faxa alla tíð eftirsóttan þegar ausa skal af sagnabrunni Suðurnesja. Er annars skaði að greinarnar skuli ekki sér- staklega hafa verið gefnar út í bók. Slíkt verk þyrfti vel fær ættfræðing- ur að taka að sér, því ekki fer fram hjá að sumt þarf að leiðrétta, eins og gengur. Marta var því vel að þeim heiðri komin, er bæjarstjórn Keflavíkur sæmdi hana heiðursskjali á 75 ára afmæli hennar fyrir hið merka framlag hennar til Suðurnesjasögu. FRAMHALD Á BLS. 30 SAMABYRGÐ ISLANDS Á FISKISKBPUM LÁGMÚLA 9 SÍMI 81400 P.O. BOX 5213 STOFNSETT 1909 SAMÁBYRGÐIN TEKST Á HENDUR EFTIRFARANDI: Slysatryggingar Afla- og veiðarfæratryggingar Ábyrgðartrygging útgerðarmanna og skipshafna Farangurstrygging fiskiskipa Endurtrygging fiskiskipa undir 100 smálestum Trygging skipa yfir 100 smál. Aldurslagasjóður fiskiskipa Nýsmíðatryggingar og ábyrgðartryggingar fyrir skipasmíðastöðvar Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftirtaldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi tryggingar þessar og taka á móti tryggingarbeiðnum: VÉLBÁTAFÉLAGIÐ GRÓTTA, REYKJAVÍK BÁTATRYGGING BREIÐAFJARÐAR VÉLBÁTAÁBYRGÐARFÉLAG ÍSFIRÐINGA VÉLBÁTATRYGGING EYJAFJARÐAR, AKUREYRI SKIPATRYGGING AUSTFJARÐA, HÖFN VÉLBÁTATRYGGING REYKJANESS, KEFLAVÍK FAXI 23

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.