Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 2

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 2
 P I \ xW' f Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Hönnun, setning og umbrot: . I / \ \ Afgreiðsla: Hafnargötu 31, sími 92-11114. Leturval r L \M\ Blaðstjóm: Helgi Hólm ritstjóri, Filnru- og plötugerð: ' r Kristján A. Jónsson aðstoðarritstjóri, Myndróf ht. Birgir Guðnason, Magnús Haraldsson Prentun: 1. TÖLUBLAD - 53. ÁRGANGUR og Hjálmar Stefánsson. Prentstofa G: Benediktssonar Meðal efnis: Brciutskráning nemenda á haustönn frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja Glœsileg höggmyndasýning Erlings Jónssonar Einstakur árangur ÍBK í körfubolta kvenna og karla Saga af sjónum eftir Grím Karlsson Thorvald Krabbe og störfhans að vita- og hafnamálum frá 1906 til 1937 - fyrri hluti Ólympíuleikar í stœrðfrœði í Moskvu Forsíðumyndirnar Lið ÍBK í körfubolta í karta- og kvennaflokki náðu þeim einstœða ár- angri að sigra tvöfalt í Bikarkeppni KI<Í fyrir skömmu. Ljósmyndari Vík- urfrétta, Hulda Geirsdóttir, tók for- síðumyndirnar að afloknum spenn- andi leikjum í Laugardalshöll í Reykjavík. í karlaliðinu eru í aftari röð frá vinstri: Jón Guðmundsson, liðsstjóri, Birgir Guðfmnsson, Kristinn Friðriks- son, Albert Óskarsson, Hjörtur Hjart- arson, Sigurður Ingimundarson, Jón Kr. Gíslason, þjálfari, og Hannes Ragnarsson, formaður KKRK. í fremri röð eru: Nökkvi Jónsson, Jonathan Bow, Guðjón Skúlason og Einar Einarsson. í kvennaliðinu eru í aftari röð frá vinstri: Anna María Sveinsdóttir, lið- stjóri, Guðlaug Sveinsdóttir, Anna María Sigurðardóttir, Þórdís Ingólfs- dóttir, Hanna Kjarlansdóttir, Elín- borg Herbertsdóttir og Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari. í fremri röð: Olga Fœrseth, Kristín Blöndal, Inga Lóa Gestsdóttir, Björg Hafsteinsdóttir og Sigrún Skarphéð- insdóllir. 2 FAXI Helgi Hólm: Breyttir atvinnuhœttir Það líður varla sá dagur að við erum ekki mirmt á það, hvað við lifum á miklum umbreytingatímum. Þetta á ekki hvað síst við um atvinnulífið, margt hefur verið á döfinni á undanförnum árum og eitt hið nýjasta er, að verið er að stofnsetja verksmiðju í Njarðvíkum sem á að vinna útflutnings- afurðir úr ígulkerum. Það er athyglisvert að verksmiðjunni er valinn staður í Njarðvík vegna nálœgðar við Keflavíkurflugvöll og vafalaust gœti það sama átt við í mörgum öðrum tilfellum. Sú hugmynd hefur t.d. heyrst, hvort ekki mœtti setja upp útflutningsmiðstöð fyrir fiskafurðir í námunda við flug- völlinn. Fisk mœtti þá flytja þangað, bœði á sjó og á landi og einnig með flugi. Þessi fiskur gœti verið ferskur eða fullunninn í neytendaumbúðir. Hér syðra vœri vörunni síðan pakkað og hún send með flugi á áfangastað. Eru íslendingar ekki lengur bókaþjóð í margar aldir hefur bókin verið einn öflugasti og vinscelasti afþreyingar- og frœðslumiðill okkar. Hafa íslendingar oftast verið taldir miklir bókamenn og hér á landi hefur lestrarkunnátta verið ágœt. Að undanförnu hefur verið uppi nokkur umrœða um þessi mál og þá kannski helst um bókalestur barna. Nýleg könnun bendir til þess, að mjög hafi dregið úr bókalestri meðal þeirra. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á ívart, ef tekið er mið af þeim breytingum sem á undanförnum árum hafa orðið, m.a. í fjölmiðlaheiminum. Má þar nefna fjölgun sjónvarps- og útvarpsrása, mjög aukna útgáfu á myndasögum, fjölgun tímarita o.fl. Þessi breyting hefur orðið á mjög skömmum tíma og hafa því fœstir ef til vill áttað sig á því, hvaða afleiðingar þessi breyting getur haft. Það er því mjög nauðsynlegt að fólk velti því fyrir sér hvert stefnir og hvort það sé almennt sátt við þá stefnu. Óvarkárni ferdalanga í misjöfhu veðri Að undanförnu höfum við fengið að kynnast mögnuðu vetrarveðri með meiri snjókomu en hér hefur sést um árabil. Sem betur fer eru íslendingar nokkuð vel undir svona veður búnir og því hefur tjón oft orðið minna en œtla mátti. Ágœtar upplýsingar frá lögreglu og umferðarráði stuðla að því að fólk fer varlega og heldur kyrru fyrir þegar verst lœtur. Samt berast sífellt fréttir af fólki á ferð um hálendið sem þarf að leita að með œrinni fyrirhöfn og kostnaði, þegar slœm veður hafa gengið yfir. Það er ástœða til þess að brýna fyrir fólki að von. ekkit shkarferðir á þeim tíma þegar 'OHR uiiiu vtu/u e/ HH.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.