Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 3

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 3
ALD ARMINNIN G Guðmundur Guðmundssson fyrrum sparisjóðsstjóri Hinn 15 febrúar 1993 eru 100 ár liðin frá fæð- ingu Guðmundar Guðmundssonar sparisjóðsstjóra í Keflavík. Guðmundur var fæddur að Kirkjubóli í Dýrafirði 1893 sonur merkishjóna er þar bjuggu, Guðmundur Nathanaelssonar og Margrét Guð- mundsdóttur. Hann var yngstur tólf systkina er öll komust til fullorðinsára. Guðmundur starfað heima til 19 ára aldurs er hann hóf kennaranám og lauk kennaraprófi 1915. Árið 1922 fór hann á kennaranámskeið í Askov og á teikninámskeið í Kaupmannahöfn. Hann varð bamaskólakennari í Keflavík 1915- 1916 og skólastjóri þar 1921-1946, auk þess um skeið skólastjóri unglingaskólans í Keflavík. Guðmundur var í stjóm Sparisjóðs Keflavíkur frá 1939 og sparisjóðsstjóri frá 1944 til dauðadags 21. des 1969. Hann var oddviti Keflavíkur frá 1929-1938 og í bæjarstjóm og forseti bæjar- stjómar um skeið. Hann var for- ystumaður í Sjálfstæðisflokknum hér og mikill vinur Olafs Thors. Sýslunefndamraður var hann í nokkur ár, skattanefndarmaður í 18 ár og í yfirskattanefnd frá því að Keflavík varð bæjarfélag 1949. Hann var framkvæmdastjóri Is- félags Keflavíkur frá 1939-1950. Á tímabili stundaði Guðmundur sjómennsku á seglskútum og tog- urunt og í fjögur sumur var hann skrifstofumaður og gjaldken við fyrirtæki Kveldúlfs hf. á Hesteyri. Árið 1944 var Guðmundur særnd- ur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Islands. Guðmundur kvæntist 27. sept- ember 1924 Elínu Jónsdóttur hinni mestu myndarkonu. Elín var fædd 1889 og lést 24. október 1945. Þau eignuðust tvo syni, Olaf er fæddur var 12. nóvember 1925, hann fórst með nt/b Geir 1946, og Jón Pétur er fæddist 24. maí 1931. Jón Pétur er kvæntur Entilíu Þor- valdsdóttur og eiga þau fimm börn. Einnig átti Elín dóttur frá fyrra hjónabandi, Ingibjörgu Ól- afsdóttur og gekk Guðmundur henni í löðurstað sem eigið bam væri. Ingibjörg giftist Sigurði Guðmundssyni og eignuðust þau fjögur börn. Ingibjörg og Sigurður eru nú látin. Guðmundur var orðlagður að skólagöngu þeirra lauk. Ég ereinn þeina ntörgu sem fékk að njóta þessa því tjögur minna elstu bama voru í skóla hjá honum og þótt þau séu nú löngu fullorðin, minnast þau enn orða hans, viturlegra ráða og leiðbeinandi ábendinga. Sem sparisjóðsstjóri var Guðmundur einstak- lega farsæll. Hann var svo hreinskilinn og hrein- skiptinn í orðum og athöfnum við hvem sem var, að slíkt mun einsdæmi. Loforð hans stóðu sent samningur, og ef hann gaf ekki afsvar við málaleit- an, mátti næstum taka það sem loforð. Þessi 11 ug- gáfaði, virðulegi og hógværi maður í allri fram- komu vann sér traust og virðingu allra sem kynnt- ust honu. Þau 26 ár sem hann veitti forstöðu Sparisjóðnum í Ketlavík mátti það kallast við- burður ef nokkurn tíma þurfti að gefa eftir eða fella niður lán eða hluta al' láni. Með þrotlausu starfi, aðgæslu á öllum sviðurn og rann- sókn á gildi veða tókst honum að lyfta Sparisjóði Keflavíkur í hærra veldi og gera hann að traustari stofnun. Hinn sterki arm- ur Sparisjóðsins hefur náð til allra byggðarlaga Suðumesja og lyft tjárhagslegri afkomu þeirra frá fátækt til efnahagslegs sjálfstæðis með því að veita lán til húsbygg- inga og leggja þannig grundvöll að lífsafkomu fólksins, auk fram- laga til menningarmála. Spari- sjóður Keflavíkur var, er og verð- ur óskabam Suðumesjamanna sem flestir vilja styðja. Það varð mér gæfa að eignast vináttu hins orkumikla dreng- skaparmanns sem ol't rétti mér hjálparhönd eftir að við fluttum til Suðumesja. Við fráfall hans tel ég mig hafa misst einn minn besta vin og leiðbeinanda sem ég hef átt á langri ævi. Þótt tírnans sáld fenni í gengin ævispor göfugs drengskapar- manns, munu minningar utn Guð- mund skólastjóra, oddvita og sparisjóðsstjóra seint afmást. Ég óska honum Guðs verndar á þroskabrautum hins eilífa lífs. 15. febrúar 1993, Karvel Ögmundsson, Bjargi, Ytri- Njarðvík. atorkumaður, hvort sent unt var að ræða líkamleg eða andleg störf, enda hlóðust á hann trúnaðarstörf svo sem að framan greinir. Ég tel mig ekki ganga á hlut nokkurs manns þótt ég segi að fáir eða engir hafi stigið fleiri né dýpri hamingjuspor fyrir Suðumes en Guðmundur. Þá met ég það mest sem ég tel mest um vert, en það var starf hans sem skólastjóri. Hann sáði gull- kornum viskunnar í djúp bamssálarinnar með sinni hógværð, festu og myndugleik og þau frjó- kom festu rætur og báru ávöxt blessunar allt frá bemskuárum til hárrar elli. Hann var nemendum sínum vinur, ráðgjafi og leiðbeinandi löngu eftir FAXI 3

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.