Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 6

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 6
Grímur Karlsson Saga af sjónum - Síldveiðar í reknet - Síldveiðar í reknet voru mikið stundaðar hér suðvestanlands sumar og haust fram til 1960 og komu bátar víða að til veiðanna. Ahöfn reknetabáts var sjö til níu menn. í áhöfn minni báta var yfirleitt ekki annar vélstjóri eða stýrimaður, þannig að oftast vom minnst fjórir hásetar. Haldið var út seinni part dags og keyrt um hafið í leit að lóðningu. Finndust þær ekki, var lagt á lík- lega staði frá deginum áður. Reknetatrossan hjá hverjum bát var 40-50 net. Hvert net var 12x8 faðmar, þetta var því engin smá dræsa. Til frekari skýringa má nefna að þekja mætti marga fótboltavelli með trossunni. Þegar búið var að leggja netin voru vaktir settar hjá hásetum til að fylgjast með reki netanna og bátsins og næstu báta, einnig veðri, því ef vindátt breyttist gat allt farið í flækju. Fjórir hásetar skiptu með sér nóttunni eftir að skipstjóri hafði ákveðið hvenær byrja skildi að draga. Yfirleitt fékk sá yngsti, og þá óreyndur, fyrstu vakt. A þeim tíma gerðist yfirleitt ekki neitt. Næstu vaktir vom gangandi, þannig að sá sem átti aðra vakt fékk þriðju vakt í næsta róðri. Ræs milli vakta var 10 mínútum fyrir glas. Ef sá sem taka átti við var ekki kominn fram úr á glasi eða þegar vakt hans var hafin, var engin miskunn. Hvað sem leið fullyrðingum þess í kojunni um að hann væri glaðvaknaður eða hefði jafnvel í hótunum. því aldrei mátti sá sem fór af vakt fara í koju nerna sá er taka átti við væri kominn fram úr.. Ef þetta gekk ekki eftir var skipun um að ræsa skipstjórann, en fæstir vildu kalla það yfir sig, nema kannski einu sinni, óvart. Kokkurinn var ræstur 20 mínútum fyrir en þá varð lúkarsboiðið að vera hreint og allt uppvaskað og nægt sjóðandi vatn í pottinum á kabyssunni. Þetta var í verkahring þess er átti síðustu vakt. Svo kom grauturinn og kaffið og á slaginu voru allir komnir á dekk og netadráttur hafinn. Allir skipverjar unnu við drátlinn, kokkurinn dró kapalinn og leysti af belgina sem allt hékk neðan í, skipstjóri var á rúllunni og bylti netunum með síldinni inn fyrir borðstokkinn, hinir hristu sfldina og slitu úr netunum. Menn strekktu netið á milli sín, hristu með annarri hendi og tóku korkið og síðan netið upp á hina uns komið var í gegn að blýjasteini. Þá var tekin aftureftir ný færa, aftasti maður búnkaði einnig netunum jafnóðum og hrist var úr. Fljólega varð sjóstakkurinn næstum því jafn blautur að innan sem utan upp undir mitti vegna síldar sem slóst undir stakkinn. Einnig rann upp í ermamar vegna þess hve handleggimir voru mikið krepptir. Og það var ekki bara sjór heldur rauðátan úr sfldinni og ekki má gleyma marglyttunni, enda kontu fljótlega sár á úlnliðina undan stakknum sem ekki vildu gróa. Eina ráðið við þessu voru breiðar koparkeðjur um úlnliðina sem fengust hjá Ellingsen og flestir voru með. Þegar framhand- leggurinn var orðinn grænn af spansgrænu þá fyrst tóku sárin að gróa. Þegar netadrætti var lokið var breitt yftr síldina á dekki. Skipstjóri, vélstjóri og kokkur fóru af dekkinu en hásetamir fóru að greiða niður netin úr bunkanunt og yfirhala trossuna öðru sinni á landleiðinni, og gera allt tilbúið fyrir næstu lögn. Hreinsa varð allt úr netunum og salta þau. Hausar Vöggur (ÍK204 frá Njarðvík. 6 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.