Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 12

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 12
Tveir nýkrýndir og ánægðir bikarmeistarar: Jonathan Bow og Sigrún Skarp- héðinsdóttir. Ljósmynd: Víkurfréttir. greinilegt að dagskipun Jóns Kr. var að láta Snæfell ekki ráða hraðanum. I byrjunarliði IBK voru Jón Kr., Bow, Kristinn, Albert og Guðjón. ÍBK leiddi framan af, en síðan komst Snæfell yfir 16 - 18. Bow skoraði þá þriggja stiga körfu og kom IBK í 19 - 18. Með Snæfelli lék bandaríski leik- maðurinn Shawn Jamison, stór og sterkur miðherji, 204 sm. að hæð. Það varð strax mikil barátta milli hans og Bow og lá nánast við slags- málum, þegar þeir voru að berjast um plássið inni í teignum. Bow virt- ist oftast hafa betur í þeirri baráttu, því Snæfellingum gekk illa að leika inní teiginn á Jamison. Stundum gekk það þó upp og var oft gaman að sjá til Jamison þegar hann tróð bolt- anum í körfuna með miklum tilþrif- um. Næstu mínútur gekk liðunum frek- ar illa að skora. í þrígang var dæmd sóknarvilla á Snæfell og liðið lék frekar fálmkenndan sóknarleik sem þó kom ekki mikið að sök, því ÍBK var ekki búið að þétta nægilega vöm- ina hjá sér. Þegar staðan var 25 - 22 kom Nökkvi inná fyrir Albert og ÍBK tók að pressa Snæfell allan völl- inn. Við þá breytingu tóku Keflvík- ingar leikinn smátt og smátt í sínar hendur. Hjörtur skipti nú inná fyrir Guðjón sem virtist ekki enn hafa fundið fjölina sína, en þeir Bow og Kristinn höfðu séð um skorið fram að þessu. Hjörtur átti góðan leik- kafla, skoraði strax góðar körfur en fékk reyndar dæmdar á sig nokkrar villur - var full ákafur í vöminni. Þegar staðan var 41 - 28 og ÍBK hafi skorað 16 stig á móti 4 hjá Snæ- felli kom Einar inná fyrir Jón Kr. Munurinn hélt áfram að aukast. Síð- ustu mínútur hálfleiksins kom Jón aftur inná fyrir Hjört og við tók al- gjör sýningarleikur. Var staðan í hálfleik 52 - 35 og hafði Bow skorað 21 stig og Kristinn 14. Fyrir Snæfell skomðu þeir mest Bárður (14) og Jamison (8). Snilldarleikur og nœr einstefna ÍBK. Eftir leikhlé héldu Keflvíkingar uppteknum hætti og áttu í einu orði sagt snilldarleik. Sýndu þeir og sönn- uðu að þeir eru besta lið landsins um þessar mundir. Vörnin var frábær og sóknarleikurinn hraður og árangurs- ríkur. Þegar yfir lauk var staðan orð- in 115 - 72 og höfðu þá allir leik- menn liðsins tekið þátt í leiknum með góðum árangri. Snæfellingar eru með gott lið, en í þessum leik þá mættu þeir ofjörlum sínum. Jón Kr. stýrði liði sínu af miklu ör- yggi og þegar hann var hvfldur, þá komu þeir Hjörtur og Einar og leystu hann af með góðum árangri. Skytt- umar Guðjón og Kristinn voru ó- stöðvandi og var hrein unun að fylgj- ast með því, þegar velútfærð sóknar- aðgerð lauk með hnitmiðuðu skoti frá þeim. Bestan leik hjá IBK átti þó Jonathan Bow. Hann lék sinn besta leik í vetur og má með sanni segja, að hann sé aldrei betri en þegar mikið liggur við. Af hátlu Snæfellinga vom þeir bestir Bárður og Jamison og skoruðu þeir 29 og 21 stig. Stig ÍBK skiptust þannig: Bow 33, Kristinn 25, Guðjón 22, Sigurður 9, Jón Kr. 7, Einar 6, Albert 5, Hjörtur 4, Birgir og Nökkvi 2 hvor. Skotnýting liðsins var með ó- líkindum. í vítaskotum: 24/20 = 83,3%. íJþriggjastiga skotum: 14/9 = 64,2%. I öðrunt skotum: 50/34 = 64,2%. Bow tók 15 skol og hitti úr 12!! Hreint frábært. Það voru hreiknir piltar sem tóku við bikar nr. tvö þennan daginn fyrir ÍBK. Ekki skemmdi það fyrir að þetta er í fyrsta sinn sent karlaliðið vinnur bikarinn og einnig er þetta í fyrsta sinn sem sama félagið vinnur tvöfalt í Bikarkeppni KKI. Faxi óskar báðunt sigurvegurun- um og öðrum þeim sem að körfu- boltanum standa til hamingju nteð árangurinn. HH Það var sagt fyrir leikinn, að stuðningur áhorfenda gætu ráðið úrslitum. Þeir létu ekki sitt eftir liggja og fjölmenntu sem aldrei fyrr. í leik stúlknanna áttu stuðn- ingsmenn IBK pallana og studdu dyggilega sitt lið. Ljósmynd Víkurfréttir. 12 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.