Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 25

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 25
/ Hjálmar Arnason, skólameistari. Að stefnan verði sett á kær- leika, manngildi og sannleika Ágætu, fyrrverandi nemendur. Það hlýtur að vera dásamleg til- finning að hafa náð árangri, að hafa náð setlu marki og finna hjá sér hvöt til að setja sér ný markmið - stefnu- miðin æðri. Til þess þarf sérhver ein- staklingur að vita hvar hann stendur, þekkja umhverfi sitt og vita úrræði þess. Sumir halda því fram að til þess þurfi að þekkja lífið sjálft. Sé sú staðhæfing rétt, ágæti brautskráning- arhópur, þá má segja að ykkur sé nokkur vandi á höndum, því margur hefur velt fyrir sér svörum við lífs- gátunni miklu og enn hefur engum tekist að svipta hulunni af leyndar- dóinum hennar. Nú hafið þið í höndum langþráð prófskírteini sem tákn þess að þið hafið náð settu marki. í dag fögnum við með ykkur og fyllumst stolti yfir árangri ykkar. Og skólinn þig til þessa réttar vígi. Vér þörfnnmst aldrei meira en nú þess œskulýðs, er nýjar dáðir drýgi af drenglund, skytdurœkni og trú. Þannig kveður Tómas Guðmunds- son í kvæði sínu „Skólaminni“ er hann ávarpar námsfólk samtímans. Vert er að vekja athygli á orðum hans um þörflna fyrir æskulýð er „nýjar dáðir drýgi“. Þið eruð einmitt slíkur hópur og með prófurn ykkar bindum við vonir við nýjar dáðir. Líkt og skáldið þá horfum við björtum augum til framtíðar í gegnum ykkur. Af samvistum við ykkur hér í skólanum þykjumst við vita hvað í ykkur býr og einmitt það vekur vonir. Líklega hefur heimurinn aldrei fyn- þurft jafn mikið á vel menntaðri æsku að halda sem nú. Því má segja að prófskírteinin ekki einasta veki hjá ykkur gleði heldur leggja þau einnig mikla ábyrgð á herðar ykkur. Fyrr en varir bráir af okkur gleði dagsins í dag og við tekur hin rainma alvara lífsbaráttunnar. Sum ykkar munu hverfa til frekara náms, önnur veita sjúkum lið, enn aðrir glíma við kyngikraft vélarúmsins og þannig mætti áfram telja. Þið standið m.ö.o. á krossgötum. Markmiðum skólagöngunnar er náð og nú er að velja sér ný og hærri takmörk. Já, láttu gamminn geysa fram ígegnum lífsins öldur. Þótt upp þœr stundum hefji hramm ei hrœðstu þeirra gnöldur. Sjá, hvílík brotnar báru mergð á byrðing einum traustum, ef skipið aðeinsfer íferð, enfánarekki ínaustum. Þannig kvað Hannes Hafstein í kvæðinu „Áfram“. Og sá er einmitt boðskapur okkar til ykkar nú þegar leiðir skilja. Nú viljum við sjá ykkur leggja í aðra ferð. Skírteinin eru FAXI 25

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.