Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 27

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 27
Minning Kristján Sigmundsson málarameistari Fæddur 12. janúar 1916 - Dáinn 18. janúar 1993 Kristján Sigmundsson lést mánu- daginn 18. janúar 1993, rétt sjötugur að aldri. Kristján fæddist 12. janúar 1916 í Fíflholtum, Hraunhreppi, Mýrasýslu. Foreldrar voru Sigmundur Guð- mundsson bóndi þar, f. 28. apríl 1876 í Hjörsey, d. 2. janúar 1952 og kona hans, Soffía Kristjánsdóttir, f. 29. júní 1877 að Kaldárbakka í Kol- beinsstaðahreppi, Hnappadalssýslu, d. 13. maí 1968. Eins og að líkum lætur ólst Kristj- án upp við öll algeng störf til sveita á þeim tíma og kynntist þar eð vinnu- aðferðum, vinnusemi og dugnaði, sem fólk fætt á síðustu öld flutti með sér yfir á tuttugustu öldina. Fljótlega eftir fermingu stundaði Kristján ýmis önnur störf, svo sem vegavinnu á sumrin og sjóróðra haust og vetur, enda öðlaðist hann haldgóða verkkunnáttu í hvívetna og var sama að hvaða verki hann gekk. Árið 1945 urðu þáttaskil í starfs- ævi Kristjáns, en þá hóf hann málara- nám í Keflavík hjá Guðna Magnús- syni málarameistara, mætum heiður- smanni, sem óhætt var að taka til fyr- irmyndar í hvívetna. Hann lauk síðan prófi frá Iðn- skólanum í Keflavík og sveinsprófi 1949 eins og til stóð. Að nárni loknu stundaði Kristján iðn sína, svo að segja til hinstu stundar. Árið 1957 urðu aftur nokkur þátta- skil í starfsævi hans, en þá stofnuðu málarameistarar á Suðumesjum með sér hlutafélag sem hlaut nafnið Málaraverktakar Keflavíkur hf. og starfaði Kristján á þeim vettvangi eftir það og síðast sem lagerstjóri hjá því fyrirtæki sem kallast í daglegu tali M.V.K. Okkur sem starfað höfum með Kristjáni síðustu 30 til 50 árin er vel Ijóst að hann var mörgum góðum hæfileikum gæddur, þó svo að hann flíkaði því ekki við alla. Það vita fáir af þeim sem hafa kynnst honum seinni árin að hann var með gott tónlistareyra og lék á hannoniku á sínum yngri árum, þeg- ar því var að skipta, þó lífsbaráttan gæfi honum ekki kost á að læra til slíkra hluta. Fljótlega eftir seinni heimsstyrjöld eða rétt fyrir 1950 Outtist mikið af fólki víðsvegar að til Suðvesturlands og Suðumesja. Kristján og við sumir af félögum hans urðunt þeimar ánægju aðnjót- andi að starfa með hagyrðingum bæði úr Þingeyjarsýslu, Skagafirði og frá Snæfellsnesi. Þá kom í ljós að Kristjáni var létt um að kasta fram vísu, þegar hagyrðingamir beindu skeytum sínum hver að öðrunt, en náttúrulega var ekki alltaf dýrt kveð- ið. Mér er minnisstæð ferð, sem við fómm 6 vinnufélagamir á hesta- mannamót í Skagafirði 1953 eða 1954, í boði Jóhanns Magnússonar frá Vannalæk, sem var góður hag- yrðingur eins og margir í hans ætt. Þá urðu margar vísur til, flestar týndar en Kristján tók þátt í því nteð góðum árangri. Það er margt fleira sem kemur upp í hugann, en því verður ekki gerð skil í stuttri grein. Kristján var hamingjusamur mað- ur. Hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Kristínu Guðmundsdótt- ur, 1943 og eignuðust þau fjögur mannvænleg böm. Haft er fyrir satt að böm þarfnist frekar fyrinnyndar en gagnrýnenda. Það höfðu bömin þar sem Kristján var, en stundum veitir maður svo sjálfsögðum hlut litla athygli í önnum dagsins. Við félagamir í M.V.K. söknunt vinar í stað og áttum ekki von á svo snöggum umskiptum. þótt enginn viti hvenær kallið kemur. I>að kveða við klukkur ífjarska. I>að kalla mig dulin völd. Nrí lieyri ég hljómana líða ég hringist til guðs í kvöld. (Stefán frá Hvítadal). Við þökkum allar ánægjustundim- ar með vini okkar og vitum að minn- ingin unt eiginmann, föður og afa varpa birtu fram á ófama braut ykkar sem lifið. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning um góðan dreng. Þorbergur Friðriksson. MUNIÐ ORKU- REIKNDIGANA Eindagi orkureikninga er 15. hvers mánadar. Látið orkureikninginn hafa forgang Suðurnesja FAXI 27

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.