Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 28

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 28
Skúli Magnússon: Inngangur I ritgerð þeirri er hér fer á eftir er leitast við að rekja þróun vita- og hafnamála á íslandi á árunum 1906- 37 með tilliti til starfa Thorvalds Krabbe, er var fyrstur til að gegna embætti vitamálastjóra 1918-37. Efnið er að sjálfsögðu það mikið að aðeins var hægt að stikla á stóru. 1 upphafi er lýst stuttlega þróun þess- ara mála fram til 1906 áður en Krabbe kom til starfa. Reynt er að draga fram helstu nýjungar og breyt- ingar á mannvirkjagerð í sjó og við vitabyggingar. Jafnframt er nokkuð drepið á upphaf vitamálaskrifstof- unnar og vaxandi störf hennar til 1937. Helstu heimildir sem stuðst er við er tímarit Verkfræðingafélags ís- lands 1914-54 auk fregna og greina í tímaritinu Ægi. Ennfremur við opin- ber gögn, s.s. Stjómartíðindi. Rit- gerðin var samin á námskeiði í Há- skóla Islands, vorið 1991, þar sem Bergsteinn Jónsson kenndi sögu samgöngumála á Islandi á árunum 1776-1938. í lok ritgerðarinnar var löng skrá yfir tilvísanir og heimildir sem sleppt er hér. Ennfremur er loka- orðum sleppt án þess að það eigi að saka. Yfirlityfir bryggjur og vita fram til 1906 Allt fram á sjöunda tug 19. aldar gátu stór þiljuð skip ekki lagst að bryggju í verslunarstöðum á Islandi. Víðast voru notaðar litlar, stuttar, af- líðandi bryggjur er náðu út að fjöru- borði. Þær voru nánast allar úr grjót- fylltum trékössum, negldum saman en ofan. Á þeim var bryggjugólfið úr borðum eða tréflekum. Þessi bryggjugerð var ríkjandi allt franr á fyrsta tug þessarar aldar þegar tekið var að steypa bryggjur með tilkomu vélbátanna. Einnig munu hafa þekkst lausar bryggjur á 19. öld. Þær voru einungis í sjó á sumrin en voru tekn- ar upp á haustin er síðasta skipið var farið. Slík bryggja var t.d. á Borð- eyri. Þessar bryggjur þjónuðu fyrst og fremst verslunum á höfnunum og við þær lögðust árabátar og uppskipun- arbátar. Stærri skip lágu út á höfninni við akkeri og varð að flytja allan vaming á milli skips og lands á upp- skipunarbátum er áraskip drógu. Stundum voru árabátar eingöngu notaðir við upp- og útskipun. Þegar leið á sjötta tug síðustu aldar jukust mjög siglingar til landsins og verslun óx vegna verslunarfrelsis sem fékkst 1854. Þar kom að kaupntenn fóru að huga að hafnarbótum við verslanir I sínar. Öllum var ljós þýðing þess og spamaður að geta lagt stóru skipi að bryggju og losað það eða lestað beint á land án þess að flytja allt á smábát- um. En aðstæður til bryggjugerðar voru mjög misjafnar og víðast erfið- ar. Sunnanlands er t.d. mikill munur flóðs og fjöru, skjóllítið og útfiri svo mikið að kostnaður varð óheyrilegur við bryggjugerð. Best var aðstaðan við eyrar í ljörð- um vestanlands og austan. Enda var 28 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.