Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 31

Faxi - 01.01.1993, Blaðsíða 31
maður þar í bæ. Þorvaldur lét af emb- ætti héraðslæknis þar vestra árið 1900. Hann var því enn í embætti er Hannes Hafstein kom vestur 1896 til að taka við embætti sýslumanns. Hafi Hannes ekki þekkt fjölskyldu Haralds Krabbe frá námsárum sínum hefur hann án efa allað sér tengsla við þessi ættmenni Þorvalds þegar á þesssum árum. Hannesi var því trú- lega kunnugt um hagi Krabbe þegar hann var skipaður landsverkfræðing- ur. Landsverkfrœðingur vitamála Starf þeirra Jóns og Krabbe var í upphafi almenn ráðgjöf fyrir lands- og sveitastjómir við alla mannvirkja- gerð. En fljótlega fól Stjómarráðið Krabbe að sjá um vitabyggingar. Jón Þorláksson tók hins vegar að sér vega- og brúagerð. Oljóst er hvað réð þessari skiptingu. Enn fremur var óljóst við upphaf starfs Krabbe hvort bryggjugerð félli undir hans umsjá. Um það setti Stjómarráðið ekki regl- ur fyrr en löngu síðar. Jón Þorláksson hafði að sönnu afskipti af bryggju- gerð en lítið mun það hafa verið. Fram að þssu hafði landssjóður lítið fengist við að veita fé til bryggju- gerða en sá alfarið um vitana. Það var því eðlilegt að Krabbe fengist að- allega við þá. En þetta var að breyt- ast, einmitt er Krabbe kom til starfa. Árið 1902 hóf fyrsti íslenski vél- báturinn róðra frá ísafirði og á næstu ámm fjölgaði vélbátum ntjög ört. Kröfur um bætta hafnaraðstöðu urðu því stöðugt háværari úr öllum lands- fjórðungum. Vélbáta var erfiðara að setja á land eftir hvem róður líkt og gert var við árabáta. Nauðsynlegt var því að gera bryggjur í verstöðvunum er uppfylltu tvennt í senn: Veittu nokkurt skjól til viðlegu og losunar afla. Fyrra atriðið varð þó víða útundan enda aðalstríðið að fá afdrep til að landa aflanum. 1 flestum verstöðvum lágu bátar við bólfæri úti á höfnum á milli róðra. Þegar útgerð togara- og kaupskipa hófst á árunum 1907-14 varð að sjá stórum skipurn fyrir við- legurými og losunaraðstöðu. Slíkt var þó ekki hægt nema hafnarskilyrði væru sérstaklega hentug. Mannvirki fyrir slík skip urðu að vera mjög traust. Þær framkvæmdir sem frant undan voru kölluðu því á verkfræði- lega þekkingu. Fyrstn framkvœmdir Krabbe Árið 1905 hrundi bryggja við Torfunef á Akureyri sem Akureyrar- bær hafði látið danskan smið gera. Endursnríði bryggjunnar tók Krabbe að sér 1907 og gekk svo vel frá henni að hún stóð lítt högguð frarn undir seinni heimsstyrjöld. Samsumars var byrjað á hleðslu bátabryggju úr grjóti við Stokkhellu í Vestmannaeyjum. Var hún hlaðin eftir teikningu Krabbe. Var þetta upphaf að hafnar- gerð í Eyjum. En mesta framkvæmd- in á þessunt árum var bygging nýs vita á Reykjanesi. Var vitinn steyptur á árunum 1907-1908 við mjög erfið- ar aðstæður. Það var einkum fyrir harðfylgi Krabbe og Páls Halldórs- sonar, skólastjóra við Stýrimanna- skólann, að byggingin tafðist ekki vegna nristaka dönsku flotastjómar- innar sent ekki þekkti staðhætti nógu vel á Reykjanesi. Krabbe teiknaði vitann ásamt dönskum byggingamieistara. Bygg- ing vitans, sem er 22 m hár, var tæknilegt afrek við þær aðstæður sem þá voru þar syðra. Hún olli á sinn hátt tímamótum í samgöngu- málum íslendinga. Veggþykkt neðst í vitanum er t.d. 3,25 m en efst 1,25 m. Hann var byggður með það fyrir augum að þola jarðskjálfta sem ekki eru óalgengir á Reykjanesi. Framhald í nœsta blaði Upplýsingar um allar ferðir í SÍMSVARA 1150 Sérieyfisbifreiðir Keflavíkur Sími 92-15551 'i' — ZS, M -a L'i . upl SS é " as ' ' & I Dropanum færðu útimálninguna á sama verði og í verksmiðjunni r dfopinn Sími 14790 TÍMARIT Sókabúl Hefifartkur DAGLEGA I LEIOINNI Þúfcerð ríflegan skattaafslátt og rtkulega raunávöxtun á Sparileið 5 Sparileið 5 er tuímœlalaust ein arðuœnlegasta sparileiðin á fjármagnsmarkaðinum. Leið að eigirt húsnœði. Leið að eigin varasjóði. Leið til lœkkunar á sköttum. Því ekki ai) líta við itgfá nánari upplýsingar. ÍSLANDSBANKI FAXI 31

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.