Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 5

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 5
fremst, braut dómsmálaráðherrann lög og gaf forsætisráðherrann þing- inu ranga skýrslu. Ég held að íslensk- ir stjómmálamenn geti ekki skilið niðurstöður dómarans. Á sama veg og Sovét-menn skildu aldrei hvers vegna Nixon var knúinn til að segja af sér fyrir það eitt að láta hlera símtöl stjórnarandstæðinga sinna — fyrirbrigði, sem sovétið taldi sjálf- sagt og nauðsynlegt. Ég spyr, hvenær rennur sá dagur upp á Isalndi, að ráðherra verður að segja af sér fyrir að brjóta lög eða segja ósatt. Á Islandi er stjómmála- umræða á allt öðna og miklu lægra plani en í Danmörku. I Danmörku er 10% atvinnuleysi en tiltölulega traustur gjaldmiðill. Á Islandi er helmingi minna atvinnuleysi en ntjög veik mynt. Mér fannst satt að segja eins og ég væri kominn á geðveikrahæli fyrst þegar við kom- unt heint í jólafnið í vetur. Fólkið talaði ekki, það öskraði, þegar maður spurði hvað væri að. Finnst þér velferðarríkið standa sterkara í Danmörku en á Islandi? Það efast ég um. Tökum dænti úr heilbrigðisgeiranum. I Danmörku eru 131 rnenn um hvert sjúkrarúm í stað 67 manna á Islandi. I Danmörku er lífaldur kvenna 79 ár á móti 81 á Islandi. I Danmörku er meðalaldur karla 72 ár en á Islandi 75 ár. Samt er það svo samkvæmt Gallup-skoðana- könnun að 80% Dana lfta á rfkið og hið opinbera sem vin sinn. Mér býður í grun að allt önnur viðhorf byggð á upphrópunum fjölmiðlafá- vita ráði meiru á Islandi. I Kaupmannahöfn t.d. gerist það yfirleitt ekki að fólk reyni að svindla á fargjöldum í strætisvögnum eða jámbrautum, enda viðurlög við slíku mjög ströng og umferðarmenning Dana er miklu betri en hjá landanum. Meira að segja fótgangendur bíða eftir sínu græna ljósi þótt umferð sé engin. Enda eru slys hér miklu fátíðari en á Islandi. Fólk hér er ekki í þessu eilífa kapphlaupi við tímann - miklu afslappaðra. En bókmenntaumrœðan? Hún er lítil. Danir gefa út fáar bækur og þýða hlutlallslega miklu minna en Islendingar. Mjög fáir rit- höfundar ná fótfestu og lifa hér af rit- störfum eins og Lis Nönegard höf- undur Matador-myndanna. Hún gaf út í vetur 1. bindi æviminninga sinna og seldist sú bók í tæplega 70 þúsund eintökum. Sárafáar bækur eru rit- dæmdar og þá einkum þær, sem gef- nareru úl af stórum forlögum. Átök í menningarmálum eru nánast ekki sjáanleg og beslu höfundarnir ílýja land eins og Hullenberg, Daninn sem fékk Norðurlandaverðlaunin núna. Hann býr í Hamborg. Haftð þiðferðast mikið? Dálítið um Sjáland og Jótland. I ágúst fórum við til Kristiansand og Horten í Noregi. Eigum þar kunn- FAXI 37 v;

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.