Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 7

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 7
Sigríður: Eruð þið orðnir slíkir perluvinir, þú og klausturhaldarinn, að þú getir sigað honunr eins og rakka? I fyrra voruð þið lengi óvígir eftir slagsmál út af Höllu og hvað langt er síðan klausturhaldarinn kærði þig fyrir þjófnað? Þórunn: Það veit guð að í Jóni Vig- fússyni búa tvær persónur: önnur viðkvæm, hin eins og ... Sigríður: ...andskotinn holdi klæddur. Fyrirgefðu mér talsmátann, húsmóðir. Þórunn: Og það veit guð, að ég er alltaf hrædd þegar sú síðarnefnda persóna er á ferli. Jæja, ég held að við séum búnar að þvaðra úr okkur allt vit. Sigríður (kallar): Jón og Bjöm! Þórunn: Mér veitir ekki af að fara að strokka. Sigríður: Viltu ekki láta mig um það eða Höllu. Þú verður að hlífa þér, þegar þú ert komin svona langt á leið. Þórunn: Halt þú áfram þínum gjörðunr og færðu sláttumönnunum mysu (fer inn), Jón og Björn koma Jón Steingrímsson: Mikil blessun fylgir þinni komu, Sigríður. Sigríður: Ertu ekki þyrstur, Björn? Bjöm: Andskotinn eigi þína hug- ulsemi. Gefðu mér mysuna strax, Sigga. Jón getur beðið sá erkiþrjótur. Jón Steingrímsson: Það ert þú sem ert þrjótur og fylliraftur. Sigríður: Sefur Halla ennþá? Bjöm: Spyrðu mig að því. Það er eins og ég eigi að vita allt á þessu heinrili. Erég húsbóndinn? Jón Steingrímsson: Nei, sem betur fer en þú ert vinur klausturhaldarans. Bjöm: Eg vinur Jóns Vigfússonar. Nei, Jón Vigfússon á enga vini nema ef vera skyldi draugarnir í Dysjagili. Jón Steingrímsson: Ertu nú viss á því, Bjöm? Hvað með Höllu? Bjöm: Halla, sú tík sem liggur undir livaða lóða hundi sem er. Spurningin er bara hver gefur besta beinið í það og það skiptið. Sigríður: Þetta veit ég að þú mein- ar ekki, Björn. Björn: Hvers vegna ekki? Sigríður: Stundum er belra að segja færra og þurfa minna að iðrast síðar meir. Bjöm: Eg mun aldrei iðrast neins - iðrast hvað er það? Sigríður: Ertu ekki kristinn? Björn: Kristinn - hvað er það? Að afneita náttúrunni eins og nunnurnar gerðu hér fyrr á tíð eða að vera með Jesú þennan á vörununr sí og æ og sí- fellt. Er ekki Jón Vigfússon kristinn? Jón Steingrímsson: Góð spurning, Björn. Við erum víst öll breysk og verðskuldum langt í frá að kalla okk- ur kristin. En þetta var góð pása, nú höldunt við áfranr hressir og endur- nærðir. Guðlaun Sigríður. (fer) Björn: Hressir og endumærðir! Andskotans hræsni! Það veit sá, sem allt veit, að ég er ekki hress eða end- umærður nema þú Sigga mín viljir hressa mig svolítið (grípur til hennar) Halla (kemur inn); Nei, hvað sé ég? Þið hér í faðmlögum á meðan Jón skinnið stritar við sláttinn, hús- móðirin blessunin stendur lafmóð við strokkinn og ... Bjöm: ...og þú tíkin heldur við getulausan húsbóndann um hábjart- an daginn. Halla: Þér ferst að tala urn getu- leysi. Þú, sem ekkert getur nema tal- að. Bjöm (grípur fyrir kverkar henni); Þessu lýgurðu eins og þú ert löng til. Jón Vigfússon (slangrar inn á svið- ið, Sigríður hleypur út, þegar hún sér hann): Láttu Höllu vera bölvað ódá- mið þitt. Bjöm: Nei, er ekki sjálfur klaust- urhaldarinn kominn á stjá. Maður hefði nú haldið að hann hefði annað að gera en stunda drykkju um bjarg- ræðistímann. Jón Vigfússon: Þér ferst að korna nreð siðferðisprédikanir, landsfrægur þjófurinn. Bjöm: Eg nenni ekki að eyða orðum á ykkur. Er að hugsa unr að ganga til húsmóðurinnar og vita hvort hún þarf ekki á mér að halda. Hún hefur ætíð verið mér góð. Halla: Heyrðirðu þetta, Jón? Hún hefur ætaíð verið mér góð. Jón Vigfússon: Víst heyrði ég knektið tala. Þú ferð sko ekki fet Bjöm fyrr en þú hefur staðið mér reikningsskap gjörða þinna. Bjöm: Eins og hverra ? Jón Vigfús- son: Er það rétt sem Halla segir, að þú eigir króann, sem Þórunn gengur með? Bjöm: Þú ert geðbilaður. Hefurðu ekki borið það upp á Jón Steingríms- son. Þórunn er alltof góð og grandvör kona til að leggja lag sitt við aum- ingja eins og mig. Hitt er annað mál að okkur kemur vel saman. Halla: Sagði ég þér ekki satt Jón? Hann er sekur. (Jón slær til Bjöms) Bjöm: Vogaðu ekki að snerta mig, fylliraftur. Jón Vigfússon: Fylliraftur! Þú heldur að þér líðist slíkur talsmáti við húsbóndann á þessu heimili. Náðu í korðann, Halla. (hún fer) Nú ætla ég að láta þig finna fyrir því. (Þeir slást. Bjöm nær taki á Jóni og kemur hon- um niður, kyrkir hann. Síðan skjögr- ar Björn út af sviðinu) Jón Stein- grímsson: (kallar) Bjöm. Hver and- skotann ertu að slóra? (sér húsbónd- ann) Hvað hefur hér gerst? (Halla kemur með korðann. Lítur á klaust- urhaldarann) Halla: Gerst - ekkert. Fylliraftur- inn Jón Vigfússon er dauður. Farðu nú og huggaðu ekkjuna, Jón minn. lO.þáttur Prestsbakki (Jón Steingrímsson situr og rær fram í gráðið, fer með sálma) Jón: Hver er þar? Oddný fömkona: FAXI 39 Framhald á bls. 63

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.