Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 12

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 12
Ingólfsgarður í Reykjavík var nýjung í íslenskri hafnagerð á árununi 1912 - '18. Hann sameinaði bæði varnargarð og viðlegukant en svipaðir garðar koniu víða um land næstu árin. Ljósmynd Kristján Arngrímsson. radiomerkja liófust svo í mars 1927. Loftskeytastöðvarnar í Vestmanna- eyjum og Reykjavík sendu út kall- merki er skip gátu miðað sig eftir. Radíóvitinn á Dyrhólaey tók svo til starfa 28. október 1928. Var tækjum hans komið fyrir í húsi ljósvitans. Voru þau þýsk. í janúar 1934 tók radíóviti til starfa í Vestmannaeyjum. Radíóvitamir voru helsta nýjung þessara ára. I september 1928 var lagt út full- komnu ljós- og hljóðdufli við Val- húsagrunn í Hafnarfirði. Helstu framkvœmdir 1931-34 A árunum 1931-34 voru þrír vitar reistir. Þar af vandaður hljóð- og Ijós- viti við Siglufjörð 1933-34. Helstu hafnarframkvæmdir voru á Akranesi en þær hófust 1930. A Skagaströnd var byrjað á hafn- argerð 1934. Sömuleiðis vartöluvert unnið á Húsavík 1933-34. Smærri bryggjur voru smíðaðar víða. Meðal annars í Grindavík 1932-34. Hafna- og vitamál sameinuð Allt fram til ársins 1925 voru framlög til vita- og hafnamála aðskil- in á fjárlögum. Engin lög mæltu fyrir um sameiningu þessara verkþátta. En í fjárlögum fyrir greint ár voru þeir sameinaðir í fyrsta sinn. Um leið var hægt að ráða fleiri starfsmenn. Með vitalögum frá 1933 voru vita- og hafnamál fyrst formlega samein- uð undir eina stofnun. Lengst af höfðu hafnamálin verið útundan. Krabbe lœtur af störfum Hinn 1. maí 1937 lét Thorvald Krabbe af störfum vita- og hafna- málastjóra. Við starfi hans tók Emil Jónsson, verkfræðingur og bæjar- stjóri í Hafnarfirði. Af þessari stöðu- veitingu spunnust miklar deilur á milli Krabbe og Finnboga R. Þor- valdssonar. Sér þess m.a. stað í skrifum þeirra beggja í tímariti Verkfræðingafélags íslands 1937-39. Krabbe flutti til Kaupmannahafnar II. maí 1937. Virðist brottför hans hafa borið svo brátt að að hann mátti vart vera að því að skila af sér starfi formanns í félagi verkfræðinga. En hann hafði allt frá 1906 búið í Reykjavík. Krabbe hlaut þau eftir- mæli sem embættismaður að hann hafi þótt nokkuð íhaldssamur á fé, en það þýddi að hann fór gætilega með þá litlu fjánnuni sem hann fékk. Ýmis störf Krabbe Krabbe var einn aðalhvatamaður að stofnun Verkfræðingafélagi Is- lands 1912. Hann sal lengi í stjóm fé- lagsins, var t.d. oft fonnaður og var mjög umhugað um útgáfu tímarits verkfræðinga. Þannig biilist þegar 1914 yfirlit frá honum um framkvæmdir ársins 1913. Ritaði hann síðan árlegt yfirlit yfir framkvæmdir í vita- og hafna- málum á vegum vitamálaskrifstof- unnar allt til 1935. Auk þess eru í rit- inu yfirlitsgreinar um þróun vita- og hafnamála. Auk þess liggja eftir Krabbe grein- ar í Ægi og dagblöðunum. Krabbe var því vel kominn af þeim heiðri er stjórn V.F.I. kaus hann heiðursfélaga 13. apríl 1947 á 35 ára afmæli félags- ins. Krabbe hlaut stórkross Fálkaorð- unnar 1. desember 1932. Eftir Krabbe liggja þrjú rit. Hinn 1. desember 1928 kom út ritið „Vitar Islands í 50 ár". Þar er rakin saga vitamálanna 1878-1928. Finnbogi R. Þorvaldsson skrifaði vingjarnlega um bókina í Ægi. I apríl 1932 kom út „Leiðsögubók fyrir sjómenn við íslands". Krabbe hafði lengi haft áhuga á slíku riti handa íslenskum sjómönnum. Með komu Hermóðs 1924 gafst loks færi á sjómælingum og athugunum sem áttu heima í bókinni. Auk þess lögðu fleiri starfsmenn vitamála bókinni til efni. Aðalrit Krabbe kom út í Dan- mörku 1946. Hét það „Island og dets tekniske udvikling gennem tideme". Þar er rakin saga verklegra fram- kvæmda á íslandi og þróun atvinnu- vega frá því um 1752-1946. Jafn- framt er rakin saga samgöngumála. Er bókin 363 blaðsíður og prýdd 206 ljósmyndum. Frágangur hennar ber dönsku handbragði gott vitni. Trú- lega hóf Krabbe að rita bókina við komuna til Hafnar 1937. En stríðið tafði útkomu hennar. Thorvald Krabbe lést í Kaup- mannahöfn 16. maí 1953. A Nýja-Garði í mars-apríl 1991. Skúli Magnússon. 44 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.