Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 13

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 13
Ungmennafélagið Þróttur í Vatns- leysustrandarhreppi varð 60 ára á síðasta ári. Félagið var stofnað 23. október 1932, og hefur síðan starfað að fjölbreyttum málum og flestir hreppsbúa tekið þátt í starfseminni með einhverjum liætti. Aðalhvatamaður að stofnun fé- lagsins á sínum tíma var Bjöm Guð- mundsson frá Halldórsstöðum, sem þá var nýfluttur í hreppinn frá Reykjavík. 1 fyrstu stjórn félagsins voru Jakob A. Sigurðsson Sólheimum formaður, Helgi Magnússon Sjónarhóli, Einar Samúelsson Austurkoti, Pétur G. Jónsson Nýjabæ, og Guðmundur B. Jónsson Brekku. Til að leita upplýsinga um starf- semi félagsins fyrstu árin var leitað til Guðmundar Björgvins Jónssonar sem var í fyrstu stjóm félagsins. Hann sagði mikilvægan þátt í félags- starfinu hafa verið æfingu í tal- mennsku og erindaflutningi og á hverjum fundi var skipaður fmm- mælandi á næsta fundi félagsins. Hann sagði þennan erindaflutning eingöngu bundinn við félagsntenn, það er að segja að utanaðkomandi var aldrei fenginn til að halda erindi. Félagið hafði náin tengsl við Ung- mennafélag Islands og fékk sendan Skinfaxa blað hreyfingarinnar. Þá segir hann fastan lið að halda álfa- brennu á Skjaldarkotsbakka, þar minntist hans Rafns Símonarsonar Austurkoti sem álfakóng og Guð- laugu Guðjónsdóttur Brunnastöðum sem álfadrottningu, og síðar voru Helgi Davíðsson Asláksstöðum og Hulda Þorbjamadóttir Laufási í hlut- verkum álfakóngs og álfadrottning- ar. Hann segir það hafa verið sérstak- lega skemmtilegt ef Gráhella var ísi- lögð, því þá var farið þangað. Að lokinni dagskrá var haldið í hús og skemmt sér áfram og jólin dönsuð út. Á þessum tíma settu félagamir upp leikrit, og bar þar mest á Jakobi A. Sigurðssyni sem var rnjög félags- AUGLYSING UM BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI GRINDAVÍKUR 1990 - 2110 í SVARTSENGI Samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér meö auglýst eftir athuga- semdum viö tillögu aö breyttu skipulagi Grindavíkur 1990 - 2110 í Svartsengi. Samkvæmt tillögunni er lagt til aö svæöi norðan fjallsins Þorbjarnar, í grennd viö skóg- ræktina, breytist úr opnu óbyggöu svæöi og iðnaöarsvæði, í þjónustusvæöi fyrir heilsu- böö og ylrækt. Tillaga aö breytingum á aöalskipulagi Grindavíkur liggur frammi á bæjarskrifstofu Grindavíkur, Víkurbraut 62, á skrifstofutíma alla daga nema laugardaga og sunnudaga. Athugasemdum við aöalskipulagstillöguna skal skila á bæjarskrifstofu Grindavíkur fyrir 14. apríl 1993 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarstjóri Grindavíkur Frá þrettándabrennu nú í vetur. Ljósmynd E.G. FAXI 45

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.