Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 16

Faxi - 01.02.1993, Blaðsíða 16
heldur stæk brennisteinsfýla ásamt brestum og brothljóðum, allt kemur þetta úr dýpstu iðrum jarðar, þarna notast öll skilningarvit mannsins, í orðsins fyllstu merkingu: sjón, heyrn, ilman, smekkur og tilfinn- ingin fyrir því sem þarna er að ger- ast. Þrátt fyrir þetta allt, þá er það þreytan og svefninn, sem sigra að lokum við sígandi sól og suðandi læk. Klukkan tólf á hádegi erum við ferðbúnir og vöðum til að byrja með yfir Arskarðsá, göngum upp á Sjónarhól og síðan niður í mýrardal einn, sem er á milli Kerlingafjalla og Hofsjökuls. Var þar víða snjór og leysingar, svo að dalurinn var eitt fen, og kölluðum við hann „súpudiskinn“ okkar á milli. Þegar austur úr og upp úr dalnum er kom- ið, tekur við Illahraun, og förum við yfir það mjög nærri jöklinum, eftir söndum og háum melum, uns við komum að Blautukvísl, sem hefur upptök sín í Illahrauni og rennur suðaustur úr því. Komum við að kvíslinni rétt fyrir ofan klettaskarð, sem hún rennur í gegn niður á sand- inn, en án verulegra mishæða, ná alla leið suður að Þjórsá, þótti okk- ur ekki ráðlegt að leggja út í ána þarna í klettaskarðinu, því hún féll í bugðum milli þverhníptra hamra og hefðum við þurft að vaða liana þrisvar til að komast yfir. Gengum við því upp með henni og komum brátt að fögrum og sérkennilegum fossi, sem steyptist frarn af háu bergi, en hvarf síðan undir snjó- hengju, sem lá þvert yfir gljúfrið, féll fossinn fram af berginu í mjórri klettaskoru, fórum við því nokkurn krók til að komast upp á bergið og upp fyrir fossinn, og þar var kletta- skoran ekki breiðari en það að við gátum hæglega hoppað yfir rétt við fossbrúnina. Ekki hefur mér enn tekist að vita hvað þesi sérkennilegi foss heitir, en sennilega á liann nafn, því Blautakvísl mun nokkuð kunn ferðamönnum í seinni tíð. Lá nú leiðin eftir melabörðum og sandhólum, þar til við komum að jökulröndinni, þar höfðu hlaðist upp sanddyngjur, sem jökullinn hafi spyrnt upp. Til að losna við að vaða smákvíslar, sem byggja upp aðal-Blautukvísl, kusum við fremur ,Sigutönra\ * \Shinw ,Möðrih ol tilfra8íBi tilsvatr 'X \ Stoinðrháls I odclali) Eyjaval Gvun^fhn/úl i^^Royöarfoll Öldur inrikúlulXl Hóöldui Kyislarh; Djó(lfls.in(iur ingsvatn Miklafcll Kvlslnjökull 1 Rjúpnofoll ► ^ Þórisvfltn/p^ " ICjalfTpai^n Hrlflld; Gau(|ir ,28 V FjóTbtmosflJ Blöndujökull lyötn 1038.4 Sólkatln Blautukvíslar- Baldhöl ..PvorfrSlT (íkrnuti Fromsta- Itnlknloll iöldukvlsíarbotní BúöarfjÖII iÞúfuvi Hvitalúí R'nipnnUúj/t öiisnlirj Isárdri fintJflr 48 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.