Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 6

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 6
I Minning Knútur H0iriis Fæddur 22. maí 1922 Dáinn 20. apríl 1993 Hinn 20. apríl sl. lést á Landspítal- anum vinur okkar og félagi Knútur Hpiriis, stöðvarstjóri Olíufélagsins á Keflavíkurflugvelli. Knútur var fæddur hinn 22. maí 1922 og var því sjötugur er hann féll frá. Aðeins er tæpt ár síðan vinir og ættingjar samfögnuðu honum á sjö- tugsafmæli hans. Þá þegar var hann orðinn sjúkur af meini því er varð honum að aldurtila. Þrátt fyrir sjúk- dóm sinn var hann þar hrókur alls fagnaðar og lýsti hann því margoft hversu ánægður hann var að fá svo marga vini sína, ættingja og starfsfé- laga til að gleðja sig. Fáa grunaði þá að sá mikli vágestur, sem enginn mannlegur máttur fær við ráðið, væri svo nálægur sem raun ber vitni. Knútur var hár maður og spengil- egur á vöxt og bar sig vel. Hann var snar og snöggur í hreyfingum, andlit- ið svipsterkt og brosið breitt. Lundin var létt þó að stundum gæti hann ver- ið snöggur upp á lagið ef honum fannst tilefni til. A góðri stund var Knútur hrókur alls fagnaðar, heill hafsjór af sögum og gamanmál voru hans sérgrein, hann var snjall ræðu- maður og kom vel fyrir sig orði. Ekki var hann neinn bindindismaður, en kunni manna best með vín að fara sem gleðigjafa á góðum stundum. Sjö regluna hélt hann í heiðri vitandi þess að vín skulu menn hafa til þess að gleðjast með og syngja í góðra vina hópi. Af því glata góðir menn ekki reisn sinni né virðingu. Þessa kosti hafði Knútur alla til að bera í ríkum mæli. Þegar litið er til baka og rifjuð upp samskipti okkar Knúts í gegnum ár- in, getum við ekki annað en fyllst þakklæti yftr því að hafa verið svo lánsöm að hafa fengið að kynnast og starfa með Knúti. Það er óhætt að segja að líf okkar hefði orðið mun fá- breyttara ef leiðir okkar hefðu ekki legið saman. Það er af svo mörgu að taka þegar byrjað er að líta yfir liðna tíð. Eflaust ber þar hæst samstarf okkar á sviði öræfaferða sem við stunduðum grimmt saman hér á árum áður. Þeg- ar Knútur byrjaði að aka um öræfi þessa lands upp úr 1960 á fjallabíl sínum sem aldrei var kallaður annað en „Heims um ból“ vegna þess að hann bar skrásetningarmerkið Ö-82 ásamt okkur og fleiri ferðafélögum sínum voru öræftn sannkölluð öræft. Aðeins örfáir ökumenn höfðu á þeim tíma lagt leið sína á þær slóðir og sannast að segja þóttu þeir hálfgerðir furðufuglar, sem fólk skildi ekki og hvað þá eftir hverju þeir væru að sækjast inn í þessa eyðimörk. Minningamarhrannast upp: Land- mannalaugar, Hófsvað, Veiðivötn, Skaftafell, Jökulheimar, Ásbjamar- vötn, Hveravellir, Sprengisandur, Þórsmörk, Breiðbakur, Gæsavötn, Nýidalur, Austari Jökulsá, Illviðra- hnúkar, Hólafjall og svo mætti lengi telja. Svo ótal margar ferðir fórum við saman með fjölskyldum okkur og vinum að eflaust væri það efni í heila bók. Ferðafélagar Knúts til margra ára nefndu sig Hringfara og vom það þeir Helgi S. Jónsson, Skafti Friðftnnsson, Jón Tómasson, Garðar Olafsson og Kristinn Reyr ásamt Brynleifi Jóhannessyni. Þetta var mjög samstilltur hópur sem mjög ánægjulegt var að ferðast með. Ur þessum hópi er Knútur sá þriðji sem fellur frá. Þeir Helgi S. og Garðar Ól- afsson em látnir fyrir nokkrum árum. Það var fastur liður ár hvert áður en hringurinn var opnaður að fara austur í Öræfasveit um hverja páska. Þetta voru skemmtilegar ævintýra- ferðir þar sem þurfti að glíma við óbrúuð stórfljót Skeiðarársands ásamt risjóttri veðráttu. í einni slíkri ferð týndist erlendur ferðamaður í mjög vondu veðri og var einn úr okk- ar hópi svo lánsamur að finna hann hálfdauðan upp í fjalli. Var hann drifinn inn í „Heims um ból“ þar sem Knútur og aðrir Hringfarar veittu honum aðhlynningu þar til hann var sóttur í sjúkraflugvél. Sennilega hafa þeir bjargað lífí þessa manns sem var Þjóðverji og Helgi S. uppgötvaði seinna að þetta var skrambans gyð- ingur. Eitt sinn áttum við Knútur ásamt fleirum tvo snjóbíla sem við notuð- um til vetrarferða um hálendi og jökla íslands. Á þeim vom famar margar ævintýraferðir og meðal þeirra vom margar til Landmanna- lauga um páska eftir að ferðir okkar í Öræfasveitina lögðust af. Á þessurn árum í kringum 1970 lögðu fáir leið sína á hálendið yfir veturinn. Til marks um það má nefna að eitt árið sem endranær var okkar hópur sá síðasti er kom til Landmannalauga um haustið og svo vildi til að Knútur gleymdi rakvélinni sinni á laugar- bakkanum. Um páska árið eftir kom- um við inneftir á snjóbílunum og viti menn þar hafði ekki nokkur sála komið allan veturinn og rakvél Knúts lá óhreyfð á laugarbakkanum. Nú er öldin önnur. Eftir fyrstu ferð okkar á snjóbíln- um með fjölskyldumar til Land- mannalauga þar sem veðrið hafði bókstaflega leikið við okkur allan tímann, sagði Knútur að þessi farar- tæki hefðu veitt okkur slíka ánægju að við þyrftum ekki að fara fleiri ferðir á þeim, þau hefðu borgað sig í eitt skipti fyrir öll. Margar fleiri voru nú ferðimar samt og Knútur klykkti út með því að halda upp á fimmtugs- afmæli sitt upp á Grímsfjalli í Vatna- jökli hinn 22. maí 1972 og var það mál manna að aldrei hefðu þeir verið svo hátt uppi í afmælisfagnaði í orðs- ins fyllst merkingu. Hin síðari ár hafði Knútur látið að mestu af hálendisferðum utan þess að hann ásamt nokkrum fyrrum ferðafélögum höfðu bundist samtök- um um að hittast einu sinni á ári og fara saman í ferð, ýmist um öræftn eða sveitir þessa lands til að rifja upp og viðhalda gömlum kynnum ásamt því að skemmta sér saman yfir eina helgi. Þrátt fyrir heilsuleysi sitt fór hann með hópnum okkar í ferð þá er farin var síðastliðið haust. Eftir að Knútur lét af ferðalögum að mestu hafði hann komið sér upp sumarbústað fyrir sig og fjölskyldu sína við Meðalfellsvatn í Kjós. Þar undu þau sér vel og átti staður þessi hug hans allan. Svo skemmtilega vildi til að þar lágu leiðir okkar einn- ig saman því á þeim stað erum við hjón búin að eiga sumarbústað í langan tíma. Einn er sá þáttur í lífi okkar þar sem samstarf okkar Knúts var mjög náið, en það er stofnun björgunar- sveitarinnar Stakks. Hinn 28. apríl nk. eru 25 ár síðan við Knútur ásamt nokkrum hóp Suðumesjamanna vor- um stofnendur að björgunarsveitinni Stakki. Þar sátum við Knútur saman í stjóm í nokkuð mörg ár. Á þeim góða vettvangi eins og öðrum reynd- ist hann öðrum fremur góður félagi, úrræðagóður, samvinnuþýður en ákveðinn ef svo bar til. Um tíma vomm við Knútur báðir félagar í Rotaryklúbbi Keflavíkur og áttum þar einnig saman góðar stund- ir. Lengi vel höfðum við það fyrir sið þrír vinir, Knútur, Kristján Guð- laugsson og undirritaður að hittast fyrir fundi til að ylja okkur við glas af góðum veigum. Fundir þessir voru oft fjörlegir og komu sér oft vel fyrir klúbbstarfið því að þar fæddust hug- ntyndir um alls konar uppákomur svo sem það að halda Rotaryfund í skálum Ferðafélags íslands upp á ör- æfum og bjóða þar öðrum klúbbum annars staðar af landinu lil sameigin- Iegra funda. Margir slíkir vom haldn- ir víðs vegar í fjallaskálum þar sem Knútur var yfir vertinn og sá um að sem flestir fengju sameiginlega brjóstbirtu fyrir matinn meðan Kristján útbjó glæsilegt hlaðborð með dyggri aðstoð eiginkvenna okk- ar. Þetta voru dýrlegir dagar og engu öðru líkir. Núna að leiðarlokum skynjum við hversu stutt og stopult þetta jarðlíf er. Hversu auðveldlega við gleymunt að rækja vináttu og kynni. Núna vildum við að stundimar hefðu orðið fleiri og að við hefðum getað notið sam- veru Knúts miklu lengur. En nú er hann farinn yfir móðuna miklu og við þykjumst vita að þar sé hann fast- ur undir stýri á bláum „Heims um ból“ með þá Helga S. og Garðar Ólafsson í aftursætinu og farinn að kanna óravíddir þeirra öræfa sem bíða okkar allra er sá tími kemur. Þá er ekki verra að vita af traustum og reyndum mönnum til að taka á móti manni. Við kveðjum nú góðan vin hinstu kveðju, en minningin um öðlinginn Knút Hpiriis mun lifa með okkur til enda daganna. Góður maður er geng- inn. Eftirlifandi ástvinum hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hulda Guðráðsdóttir og Garðar Sigurðsson. 70 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.