Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 8

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 8
Gunnar Sveinsson sjötugur Þann 10. mars s.l. varð Gunnar Sveinsson, fyrrum kaupfélagsstjóri, sjötugur. Hann hélt upp á afmæli sitt á Flug-hóteli í Keflavík og gaf þann- ig vinum sínum og vandamönnum tækifæri til að gleðjast með sér á þessum tímamótum. Margt var þar um mannin því Gunnar er af stórri fjölskyldu og einnig hefur maðurinn víða komið við um ævina í starfi sínu og félagsmálum og vinahópurinn því stór. Gunnar fæddist 10. mars 1923 að Góustöðum við ísafjarðardjúp. Hann var einn af níu sonum hjónanna Guð- ríðar Magnúsdóttur frá Sæbóli í Aðalvík og Sveins Guðmundssonar frá Hafrafelli í Skutulsfirði. Ólst hann þar upp ásamt bræðrum sínum sem allir urðu dugnaðar- og sæmdar- menn. Eftir skólagöngu í bama- og gagnfræðiskóla Isafjarðar lá leið hans í Samvinnuskólann, þar sem hann útskrifaðist 1942. Hann hélt síðan til framhaldsnáms í samvinnu- fræðum í Svíþjóð í Vár Gárd, verslun- arskóla samvinnu- manna þar. Að loknu námi vann hann um skeið hjá sænsku kaupfélög- unum. Eftir heim- komuna frá Svíþjóð hafa aðalstörf Gunn- ars verið hjá Sam- vinnuhreyfingunni. Hann var kaupfé- lagsstjóri hjá Kaup- félagi Berufjarðar á Djúpavogi frá sept- ember 1946 til des- ember 1948. 1. janúar 1949 hóf Gunnar síðan störf sem kaupfélagsstjóri hjá Kaup- félagi Suðumesja í Keflavík og stýrði því fyrirtæki samfleytt til 31. ágúst 1988 eða í rétt tæp 40 ár. Kaup- félagið var ungt og fátækt þegar hann kom að því ungur og kappsamur með Barnafólk í Njarðvík athugið Gæsluvellirnir verða opnir í sumar frá 17. maí til 15. september sem hér segir: Brekkustígsvöllur Kl. 10 - 12 - opinn leikvöllur. (starfsmaður á staðnum). Kl. 13-17 Gæsla Stapagötuvöllur Kl. 13.00-17.00. Gæsla. Félagsmálastjóri samvinnufræðin í farteskinu. Hann var farsæll í starfi sínu hjá Kaupfé- laginu og þó það skiptust á skin og skúrir á langri starfsævi, var vöxtur og uppbygging fyrirtækisins ávallt traust og örugg undir stjórn hans. Félagið varð eitt af stærstu kaup- félögum landsins, með vel á annað hundrað manns í vinnu í verslunum sínum. En kaupfélagið var ekki bara í verslunarrekstri hér á svæðinu, það átti einnig og rak umsvifamikið út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í rúmlega þrjátíu ár, sem var Hrað- frystihús Keflavíkur. Þar var Gunnar stjómarformaður meðan kaupfélagið átti meirihluta í því fyrirtæki, eða frá árinu 1954 til ársins 1986. Um langt árabil störfuðu á fjórða hundruð manns hjá kaupfélaginu og þessu dótturfyrirtæki þess, slík vom um- svifin. Þegar Gunnar lét af störfum hjá Kaupfélagi Suðurnesja haustið 1988 og fór á eftirlaun var staða kaupfélagsins fjárhagslega sterk og markaðshlutdeild á svæðinu góð. Samvinnumenn á svæðinu sáu enda ástæðu til þess að þakka honum að verðleikum forystu hans í sam- vinnustarfi á Suðumesjum í tæpa fjóra áratugi. Þrátt fyrir að gegna miklu og erfiðu starfi hjá kaupfélaginu gaf Gunnar sér tíma til að taka virkan þátt í félagsmálum. Hann var í mörg ár í stjóm Umgmennafélags Kefla- víkur og formaður þess í nokkur ár. Hann sat í stjóm Ungmennafélags íslands í sex ár. Hann var varamaður á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn eitt kjörtímabil og sat nokkrum sinn- um á þingi. Hann var í stjóm Sam- bands íslenskra samvinnufélaga í 13 ár. Hann var formaður skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðumesja fyrstu tíu ár skólans og sat í Fræðsluráði Reykjanessumdæmis. Hann hefur verið í ótal nefndum bæjarins og er núverandi formaður Sögunefndar Keflavíkur. Hann er fulltrúi Kefla- víkurbæjar í nýstofnuðu Eignar- haldsfélagi Suðumesja. Hann er virkur í starfi Félags eldri borgara á Suðumesjum og er gjaldkeri í stjóm þess. Hann er einnig góður Rotary- félagi og í Málfundafélaginu Faxa hefur hann starfað á fjórða áratug. Hér er aðeins það helsta talið af félagsstörfum Gunnars og er með ólíkindum hvað hann nýtir tíma sinn vel. Það er mat manna að þessi félagsstörf hafi hann öll leyst farsæl- lega af hendi. Kona Gunnars er Fjóla Sigur- bjömsdóttir og byggðu þau hjónin sér fallegt heimili á Brekkubrautinni upp úr 1950 og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust fimm efnileg böm, eina dóttur og fjóra syni. Tvo syni misstu þau, mikla efnismenn. Þeir vom Gunnari mikill harmdauði og markaði fráfall þeirra djúp spor í líf hans. Hann er sterkur, ber hann sinn í hljóði, enda ekki fyrir það að bera lilfinningar sínar á torg. Ég sem þessar línur rita vissi fyrst af Gunnari kaupfélagsstjóra þegar ég var enn bam að aldri og tók eftir að nafn hans var oft nefnt í tali fullorðna fólksins, enda vissu allir bæjarbúar hver hann var. En ég kynntist honum fyrst er ég hóf störf á skrifstofu kaupfélagsins árið 1962 eða fyrir liðlega 30 árum. Ég starfaði með honum hjá kaupfélaginu í nokkur ár og leiðir okkar hafa legið saman í hinum ýmsu félagsmálum í Ung- mennafélaginu, Framsóknarfiokkn- um og í stjóm kaupfélagsins. Gunnar vegsamar hugsjón ung- mennafélaganna og samvinnuhug- sjónin er honum lífsskoðun, hann gengur að hverju starfi af kappi og eljusemi og dregur aldrei af sér. Það er sama hvað störf Gunnar er beðinn að taka að sér fyrir bæjarfélagið, ungmennafélagið, framsóknarfélag- ið og önnur félög sem hann á annað borð er í, alltaf er hann boðinn og búinn og finnur til þess tíma. Það var lán að fá að kynnast og starfa með manni eins og Gunnari, það er dyggð slíkra manna að byggja upp og leggja sig alla fram í hverju verki. I afmælisfagnaði Gunnars flutti ég honum og fjölskyldu hans bestu ám- aðaróskir frá Kaupfélagi Suðumesja og Málfundafélaginu Faxa, þær ám- aðaróskir skulu ítrekaðar hér. Þegar maður hittir Gunnar nú rúmlega sjö- tugan manninn, glaðbeittan og hressan finnst mér 70 ár ekki hár aldur. Ég óska Gunnari og fjölskyldu hans allra heilla á þessum tímamót- um. Magnús Haraldsson. 72 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.