Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 10

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 10
Á bemskudögum mínum þótti það nokkur spotti að fara upp að vötnum, Rósaselsvötnum. Það eru tjamir tvær sem við kölluðum Litla-og Stóravatn og eru skammt fyrir ofan „Eyja- byggð.“ Af nafni vatnanna og tóftum ves- tan við stærra vatnið má ætla að hér hafi verið sel. Á sumrin var margt að skoða í þeim ferðum og kom fyrir að gengið var fram á rjúpu með unga. Sjálfsagt þótti okkur krökkunum að fara úr sokkum og vaða í tjömunum. Gekk þá oft á ýmsu. Eg minnist þess eitt sinn, að á góðviðrisdegi fór hópurinn úr öllu. Á meðan flíkur, sem blotnað höfðu, vom að þoma var hlaupið um og fannst mér þá eins og ég snerti ekki alltaf jörðina, svo mikill var léttirinn að vera laus við blautan ullarfatnaðinn. Á vetrum var farið á skauta upp á „Vötn". þegar haldið var heim á leið var oft farið eftir troðningi sem þama er og liggur milli Keflavíkur og Hvalsness. Eftir þessum troðningi var fluttur ís, sem tekinn var af vötnunum á vetrum til frystingar á sfld til beitu. Á sumrin var tekinn mór af stærra vatninu ef það þomaði upp. Almenn- ingur hafði aðgang að mótökunni. Mórinn þótti afar góður vegna þess hve mikið var af trjárótum og kvist- um í honum. Mórinn sem tekinn var neðst þótti bestur og voru grafímar á aðra mannhæð. Ekki er vitað hvað mólagið nær langt niður. Þetta sagði mér Guðmundur Jónsson, Gummi í Litlabæ, sem á bemskudögum sínum vann við mótöku þama. Kristinn í Hjörtsbæ, Kristinn Helgason, sem einnig á sínum bemskudögum vann á sama stað við mótöku, tjáði mér að mór hafi líka verið tekinn útundir Stakksnípu. Þá var nokkuð um að lyng var rifið upp til eldsneytis og í landátt var skorinn þari af steinum á fjöru og látinn berast með aðfallinu upp í fjöruborð og fluttur þaðan til þurrk- unar. Hvert sprek og surtarbrandur (það eru hálfbmnnin kol sem fóm í sjóinn með ösku frá gufuskipum) var tínt upp eftir flóð, einkum af eldri konum sem báru þetta heim í upp- brettum svuntunum. Guðmundur í Litlabæ sagði mér ennfremur að farnar haft verið dags- ferðir upp í Grindavíkurhraun með hest og vagn búinn grindum og á hann hlaðinn mosi. Mosinn var síðan ásamt grút, sem nóg var af við þess tíma lifrabræðslu, settur í lagskipta hrauka og látinn þjappast saman og eftir það stunginn út eins og skán. Einnig voru þurrkaðir þorskhausar látnir liggja í grút og notaðir til elds- neytis. þegar þessu var brennt fylgdi því bæði lykt, snark og smellir þegar þarabólumar sprungu. Rásirnar og leynigöng. Á þessum árum var í leysingum vatnselgur nokkur úr heiðinni og af túnunum fyrir ofan bæinn. Vatnið hafði grafið sér farvegi til sjávar sem kallaðir voru rásir. Syðst var „Rás- in“, en svo var hún kölluð í daglegu tali, og lá þar sem nú er apótekið, Tjamargata 3 og Kaupfélagið. Norð- an við Rásina er Tjarnargatan. I bakka rásarinnar Tjamargötu megin, var einn brunna bæjarins. Fyrir enda rásarinnar var steinhleðsla og lá Hafnargatan þar yfir. Gat var neðst í hleðslunni sem veitti vatninu út í Nástrandarvör. Sunnan við hana má sjá leifar af Edinborgarbryggju. Færi vel ef bjargað yrði tilhöggnu steinunum úr henni til fegrunar í bænum. Á móti Edinborg, sem stóð Hljómval Keflavík, símar 14933 • 13933 % myndstækkarinn frá KODAK stækkar á fjórum mínútum og þú gerir það sjálf(ur) 74 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.