Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 14

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 14
Knattspymulið ÍBK leikur nú að nýju í fyrstu deild eftir nokkurt hlé. Það var því mikil eftirvænting sem ríkti á fyrsta heimaleik liðsins þann 23. maí s.l. þegar liðið lék á heimavelli við Fylki sem einnig var að koma inn í deildina. Liðin léku þokkalega knattspymu, þótt blautur völlurinn gerði leikmönnum erfitt fyr- ir. IBK sýndi heldur meiri samleik enda upp- skar liðið sigur tvö mörk gegn einu. Það var átján ára nýliði úr Sandgerði, Róbert Sigurðs- son, sem skoraði fyrsta markið en Oli Þór Magnússon skoraði hið síðara af mörkum ÍBK. Ahorfendur voru margir og verður efalaust mjög gaman að fylgjast með liðinu í sumar. Eins og þessi mynd sýnir, þá var allmikiil fjöldi á leik ÍBK og Fylkis. í annarri umferð iiðanna sigraði síðan ÍBK lið IBV og Fylkir vann Val. Og ÍBK baetti um betur og sigraði Fram 2-1, og eru nú með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Nýliðarnir í fyrstu deild virðast því ætla að setja mark sitt á fótboltavertíðina. Ljósm. HH. Keflavík og Njarðvík stóðu að móti fyrir unga fólkið Ekki er það ofsögum sagt, að áhugi fyrir körfubolta fer sífellt vaxandi. Má sjá miklar framfarir í röðum hinna yngri leikamanna og á það jafnt við um pilta og stúlkur. í vor tóku Njarðvíkingar og Keflvíkingar hönd- um saman og héldu mikið mót fyrir 10. ára böm. Var leikið bæði í íþróttahúsum beggja bæjanna en sameiginleg kvöldvaka fór fram í Njarðvík. Þátt- taka var mikil, því milli þrjú og fjögurhundruð böm tóku þátt í mótinu. Það sem er athyglisvert fyrir mót sem þetta er að ekki em krýndir neinir sigurvegarar, heldur er lögð áhersla á leikgleði og virka þátttöku allra. Meðan mótið stóð yfir gafst þátttakendunum einnig kostur á að taka tæknimerki KKl. Mótið þótti takast vel og er áætlað að það verði árlegur viðburður hér eftir. Hér má sjá unga Valsara spreyta sig á knattþraut- um. Það er Júlía Jörgensen úr IBK sem fylgist með að allt fari löglega fram. „Fullt hús“ hjá ÍBK Fyrr í vetur birtum við myndir og frásögn af glæst- um sigri meistaraflokks ÍBK karla- og kvenna- flokki í bikarkeppni í körfuknattleik. Nú má bæta við þá frásögn, að sömu flokkar urðu einnig sigurvegarar í fyrstu deild kvenna og úrvalsdeild karla og hlutu síðan Islandsmeistaratitilinn eftir úrslita- keppni. Lék kvennaliðið gegn KR en karlaliðið gegn Haukum. Birtum við hér mynd af sigurliði kvenna. 78 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.