Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 16

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 16
Ásgeif Einarsson sjötugur Hinn 4. maí s.l. varð Ásgeir Hálfdán Einarsson skrif- stofustjóri sjötugur. Að því tilefni bauð hann vinum og vanda- mönnum til afmælisfagnaðar í húsi frímúrara í Njarðvík. Veislan var fjölmenn og í alla staði hin ánægju- legasta, enda fjölskylda Ásgeirs stór og vinir hans margir. Barst honum fjöldi ámaðaróska og gjafa í tilefni þessara tímamóta í lífi hans. Ásgeir fæddist hinn 4. maí 1923 á Isaftrði, fjórði í röð sjö systkina. For- eldrar hans voru Einar Guðmundur Eyjólfsson fiskmatsmaður og Helga Margrét Jónsdóttir. Hann ólst upp á ísafírði en hélt síðan til náms við Verslunarskóla Islands og lauk það- an verslunarpróft vorið 1945. Hinn 16. júní sama ár kvæntist hann eigin- konu sinni Guðrúnu Katrínu Jónínu Ólafsdóttur f. 9. október 1926, dóttir Ólafs Sólimanns Lámssonar útgerð- armanns og konu hans Guðrúnar Fanneyjar Hannesdóttur. Eiga þau Ásgeir og Guðrún sex dætur og tvo syni. Þau eru: Guðrún f. 1945, Ólöf Birgittaf. 1947, Ása Margrét f. 1948, Auður. f. 1949, Hulda Sjöfn f. 1951, Ólafur Sólimann f. 1953, Ásgeir f. 1955 og Svafa Hildur f. 1956. Það er mikil nauðsyn hverju bæj- arfélagi að sem hæfastir einstakling- ar fáist til að starfa að hinum ýmsu málaflokkum í byggðarlaginu. Við Keflvíkingar áttum því láni að fagna að Ásgeir Einarsson gaf kost á sér til starfa fyrir bæjarfélagið. Hann var varabæjarfulltrúi í Keflavík árin 1950-1952 og bæjarfulltrúi 1952- 1958, í bæjarráði 1952-1954. Hann átti sæti íNiðurjöfnunamefnd og síð- ar í framtalsnefnd 1950-1990. I stjóm Sérleyfisbifreiða Keflavíkur 1950-1990. í stjóm Rafveitu Kefla- víkur 1952-1954. í yfírkjörstjóm bæjarins 1958. í yfirkjörstjóm Reykjaneskjördæmis 1959-1970. Formaður fulltrúaráðs Alþýðu- flokksins í Gullbringu- og Kjósar- sýslu 1955-1959 og síðan Reykja- neskjördæmis til 1969. í flokksstjóm Alþýðuflokksins 1976-1978. For- maður bæjar- og héraðsbókasafnsins í Keflavík 1961-1970 og 1974-1978. Ásgeir átti sæti í byggingamefnd flugstöðvar til að sjá um undirbúning og byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli 1970-73 og frá 1978 til 1991 er nefndin hætti störf- um. Hann var ennfremur fram- kvæmdastjóri byggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá 1988-1991. Mér em störf Ásgeirs í sérleyfis- nefnd minnisstæðust, en í þeirri nefnd átti hann sæti samfellt í 40 ár og var formaður síðustu fjögur árin. Sérleyfið eða SBK eins og við köll- um það daglega hefur átt sína góðu daga og einnig erfiða tíma. Það er al- veg víst að traust stjóm Ásgeirs og samnefndarmanna hans átti stóran þátt í því að fyrirtækið hélt velli þeg- ar erfiðast gekk. Samheldni nefndar- manna og starfsfólks fyrirtækisins var með ágætum þegar mest á reyndi og fleytti því í gegnum eifiðleiktíma- bilin. Þar naut Ásgeir þeirra hæfi- leika sinna; þrautseigju og baráttu- gleði sem duga til að yfirstíga erfið- leikana. Að loknu námi vann Ásgeir við skrifstofustörf í Reykjavík til ársins 1947, en þá flutti fjölskyldan til Keflavíkur. Hann rak efnalaug í Keflavík 1947-50. Var aðalbókari Kaupfélags Suðumesja 1950-55. Rak síðan eigin verslun í Keflavík 1955- 56. Frá árinu 1957 hefur Ás- geir gegnt stöðu skrifstofustjóra Flugmálastjómar á Keflavíkurflug- velli. Það starf hefur Ásgeir leyst af hendi með miklum ágætum eins og annað, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Víst er að margir munu sakna hans á þeim vettvangi þegar hann verður að láta af störfum síðar á árinu vegna aldurs, samkvæmt lög- um, þó svo að starfsþrekið sé enn með ágætum. Um árabil aðstoðaði Ásgeir fjölda fólks við gerð skatt- framtala, einnig var hann lengi end- urskoðandi Sjúkrasamlags Keflavík- ur, Hraðfrystihúss Keflavíkur hf„ Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur og nágrennis og Kaupfélags Suðumesja þar sem hann er enn fé- lagslegur skoðunarmaður. Ásgeir Einarsson hefur alla tíð verið ötull baráttumaður jafnaðar- stefnunnar. Hann var einn af stofn- endum Félags ungra jafnaðannanna í Keflavík árið 1949 og átti sæti í fyrstu stjóm þess. Hann tók við for- mennsku síðla sama árs og gegndi henni til 1955. Hann átti síðan um árabil sæti í stjóm Alþýðuflokksfé- lags Keflavíkur. Þau hjónin önnuðust um 14 ára skeið dreifingu Alþýðu- blaðsins hér í bæ og var það starf oft æði tímafrekt. Allir sem starfað hafa með Ásgeiri þekkja samviskusemi hans og dugn- að. Hann hefur ávallt verið reiðubú- inn til að starfa fyrir byggðarlag sitt. Og öll sín störf hefur hann leyst af hendi með stakri prýði eins og þeir sem hafa unnið með honum vita best. Fyrir allt þetta erum við Ásgeiri afar þakklát. Síðastliðin tvö og hálft ár hafa þau Ásgeir og Guðrún búið í Reykjavík, en taugamar til Keflavíkur eru sterk- ar og þau munu nú á næstunni flytja hingað á ný og setjast að í nýrri íbúð að Kirkjuvegi 14. Unt leið og ég býð þau hjartanlega velkomin óska ég af- mælisbarninu og fjölskyldu hans allra heilla á komandi tímum. Guðfinnur Sigurvinsson. Þúfærð ríflegan skattaafslátt og ríkulega raunávöxtun á Sparileið 5 Sparileið 5 er tvímœlalaust ein arðvœnlegasta sparileiðin á fjármagnsmarkaðinum. Leið að eigin húsnœði. Leið að eigin varasjóði. Leið til lœkkunar á sköttum. Því ekki að líta við ogfá nánari upplýsingar. ÍSLANDSBANKI Upplýsingar um allar ferðir í SÍMSVARA 11590 Sérleyfisbifreiðir Keflavikur Sími 92-15551 80 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.