Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 17

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 17
Helga EA 2 var keypt til Islands nokkra fyrir aldamót. Hún var smíð- uð í Englandi 1874 og var 80-100 rúmlestir, skipið hlaut í upphafi nafn- ið „Onvard". Skipið var smíðað í litlu þorpi og var smíðin framkvæmd nokkuð langt frá byggðinni vegna aðstæðna til sjósetningar. Þegar skip- inu var hleypt af stokkunum misstu þeir það á stjómborðs hliðina. Unnusta yngsta smiðsins varð undir skipinu. Hún var borin stór- slösuð um borð í skipið og lögð í koju stjómborðs megin, þar sem hún andaðist. Svipur þessarar ungu stúlku fylgdi skipinu alla tíð og varði það áföllum og grandi. Þetta slys var það fyrsta og síðasta sem henti þetta skip í sjötíu ára sögu þess. Fyrsta verk íslendinga þegar þeir eignuðust skipið var að skíra það upp og gefa því nafn stúlkunnar, hét það síðan alla tíð Helga EA 2. Ekki var óalgengt að Helga snéri við í blíðskapar veðri og leitaði til 19 ára var Karl Grímur Dúason, faö- ir sögumanns, háseti á Helgu. lands. Þeir sem sáu til skipsins héldu hiklaust á eftir Helgu og komust þá ósjaldan hjá því að lenda í mann- skaða veðrum. Helga mun vera fyrsta íslenska skipið að hefja síldveiðar fyrir Norð- urlandi 1902-1903. Næstu íslensku skipin til sfldveiða 1903 voru Júlíus, Helena og Familien. Það þarf ekki að taka það fram að þessir kútterar voru vélarlausir með öllu og veiðarfæri varð að spila inn með handafli einu saman. Jakob Jakobsson var lengst allra skipstjóra með Helgu eða í 20 ár. Ár- in 1919 og einnig 1920 var pabbi minn, Karl Dúason, á Helgu með Jakobi. Þá var komin 60 hestafla vél Jakob Jakob, var skipstjóri á Helgu EA 2 í 20 ár. í Helgu. Sumari 1919 var mikill skortur vegna heimsstyrjaldarinnar fyrri og nánast ekkert hægt að fá. Stjómvöld tóku þá ákvörðun um að skammta flesta hluti, þar á meðal olíu. Urðu menn að gera það upp við sig hvort þeir treystu sér að hefja síldveiðar með þann skammt af olíu sem þeim var úthlutað fyrir sumarið. Helga stundaði síldveiðar 1919 nieð herpi- nót, og voru henni skömmtuð níu föt af olíu fyrir sumarið. Pabbi sagði mér að mikið aukaálag hefði verið á Jakobi út af þessu, t.d. þegar þeir höfðu komið sér á líklega staði var látið reka. Margar síldar- torfur sáust vaða en Jakobi var ekki haggað og beið þess að torfan kæmi upp það nærri þeim að hægt væri að róa bátnum til hennar og spara þann- ig gangsetningu. Eitt sinn höfðu þeir fyllt Helgu grunnt inn á Héðinsfirði. Þegar kom að því að mjaka skipinu af stað hreyfðist það ekki hvemig sem reynt var. Varð að hleypa slatta út af dekk- inu og kasta utar til að fylla aftur því Helga stóð á grunni. Ekkert minntist pabbi á að olían hefði ekki enst út sumarið. Samskipa pabba á Helgu og jafnaldri, 19 ára var skáldið Ragnar S. Helgason frá Hlíð í Álftafirði Norður- ísafjarðar- sýslu. Hann orti fallegt ljóð unt ævi þessa farsæla skips Helgu EA 2. (Ljóðið er birt í heild sinni á næstu blaðsíðu). Endalok Helgu EA 2 voru þau að' hún slitnaði upp á legunni á Drangs- nesi síðla sumars 1944 í suðvestan stonni. Skipið hafði verið notað til að geyma ýmislegt varðandi sfldarsölt- un á staðnum, svo sem tómar sfldart- unnur. Búið var að taka af henni brúna og var stýrishjólið komið aftur á þilfar- ið. Bryndís 15 tonna bátur var sendur á eftir Helgu, þar sem hún sigldi á reiðanum út leiðina. En þeir kornu engum manni um borð í Helgu og snera við svo búið frá við illan leik. Skömmu síðar hringir Halldór bóndi á Bæ, sent er frantan á nesinu til Drangsness og segir að Helga sé að sigla hjá á milli granna, og spyr hvað sé af mannskap um borð. Hon- um er sagt að það sé enginn um borð. Hann segir það ekki vera rétt því það standi manneskja við stýrið. Síðan sigldi Helga út Húnaflóann og hvarf út við ystu sjónaiTÖnd. Grímur Karlsson. TUAARIT Æóhabúi KefifaVíkur QAGLEGA I LEIÐINNI Byggingarfulltrúinn í Keflavík vill benda á eftirfarandi Skv. nýjustu útgáfu byggingarreglugerðar gr. nr. 3.1.11 skal sækja um leyfi til byggingarnefndar ef fyrirhugað er að klæða og/eða einangra byggingar að utan, breyta burðarvirki vegna endur- nýjunar eða viðgerð er fyrirhuguð á byggingu sem hefur í för með sér niðurbrot og endurgerð hluta burðarvirkis t.d. veggja og svala. Með umsóknum skal m.a. fylgja skrifleg greinargerð burðarþolshönnunar um ástand þess burðar- virkis sem klæða á. Skv. gr. 3.1.12 skal tilkynna til byggingarfulltrúa þegar sprungu- og/eða múrviðgerð er fyrirhuguð á þeim flötum bygginga sem verða fyrir áhrifum veðurs. Minni háttar yfirborðsviðgerð vegna undirbúnings málningarvinnu þarf ekki að tilkynna. Iðnmeistarar sem taka að sér framkvæmd slíkra verka skulu hafa sérþekkingu á viðhaldsvinnu og árita yfirlýsingu um ábyrgð sína. Júní1993 Byggingarfulltrúinn í Keflavík FAXI 81

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.