Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 19

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 19
Oddgeir Karlsson er þrjátíu og sex ára Njarðvíkingur sem er nýkominn frá Fort Lauderdale í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur undnafarin tvö ár stundað nám í Ijósmyndun. Með þessu framtaki tókst honum að láta draum sinn rætast og langar okkur á Faxa til að segja sögu hans í stuttu máli. Oddgeir fæddist 7. mars 1957 í Njarðvík og vora foreldrar hans Elín Þórðardóttir, dóttir Keflvíkingsins, Þórðar Péturssonar, sem var hér á áram áður kunnur athafnamaður. Faðir Oddgeirs var Karl Róbert Oddgeirsson verslunarmaður sem m.a. rak verslunina Fíabúð með stjúpföður sínum Friðjóni Jónssyni. Karl Róbert féll frá, þegar Oddgeir var aðeins fímm ára, og flutti þá móðir hans með bömin fjögur til föð- ur síns að Aðalgötu 11 í Keflavík. Systkini Oddgeirs eru Þórður, raf- virki á Keflavíkurflugvelli, Inga sem er búsett á Kýpur og Jóhanna sem er húsmóðir í Njarðvík. Karl og Elín höfðu hafið byggingu húss að Tunguvegi 10 í Njarðvík nokkru áður en Karl féll frá og nokkram árum síðar, þegar það var fullbyggt, þá flutti fjölskyldan aftur til Njarð- víkur. Oddgeir er giftur Guðbjörgu Sveinsdóttur sem er þrjátíu og þriggja ára gömul. Foreldrar hennar búa nú í Vogum á Vatnsleysuströnd. Faðir hennar er Sveinn Þorsteinsson húsasmiður og starfar hann hjá Reykjavíkurhöfn. Móðir hennar er Anna S. Ingólfsdóttir og hún starfar á leikskólum Grandaborg. Oddgeir og Guðbjörg eiga tvö böm, Kára sem er fjögurra ára og Fjólu sem er tveggja ára. Oddgeir lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Keflavík árið 1974 og vann eftir það í eitt ár í vöru- skemmu hjá Vamarliðinu. Þar starfaði hann þó aðeins í eitt ár en réðist þá til starfa hjá Njarðvíkurbæ. Arin hjá Njarðvíkurbæ vora alls orðin fimmtán talsins þegar upp var staðið. í fyrstu var hann ráð- inn sem innheimtustjóri, þá aðeins 18 ára að aldri. Mun hann hafa verið yngsti inn- heimtustjóri landsins á þeim tíma. Þessu næst varð Odd- geir gjaldkeri bæjarins, en síðustu árin var hann skrif- stofustjóri. Ahugi Oddgeirs á ljós- myndun vaknaði fyrst fyrir alvöra fyrir um fimmtán áram. Hann fékk þá ljós- mynda „dellu“, tók m.a. mik- ið af myndum af því helsta sem var að gerast í bænum á hverjum tíma. Einnig las hann mikið af ljósmynda- tímaritum og bókum um ljós- myndun. Hann var um hríð kynnast umhverfmu sem best. Var hún dugleg við að sækja Oddgeir af og til, þegar skóla lauk á daginn, til að fara í könnunarferðir á nýja staði. Heimili þeirra var ekki langt frá skól- anum á amerískan mælikvarða, því það tók aðeins um tuttugu mínútur að aka þangað. Námið varfjölbreytt. Námið í skólanum skiptist í nokkra þætti, s. s. ljósmyndatökur varðandi auglýsingar, tísku, fréttir, portreit og arkitektur svo eitthvað sé nefnt. Námsárið skiptist í fjórar annir og var síðan viku frí milli anna. Mik- il áhersla var lögð á hina viðskipta- legu hlið fagsins, en samt var ekki dregið úr áhuga þeirra sem vildu leggja sig fram við hina listrænu hliðar. Oddgeiri tókst að Ijúka námi á tiltölulega skömmum tíma, eða í mars á þessu ári. Þegar námi lauk þuiftu nemendur að leggja fram kynnismöppu yfir verk sín, svokallað portfolio. Við útskriftina era síðan veitt ein verðlaun fyrir bestu frammistöðuna og fékk Oddgeir þau. Einnig hafði hann áður fengið nokkrum sinnum viðurkenningar fyrir verk sín meðan á sjálfu náminu stóð. M.a. fékk hann 2. verðlaun á sýningu sem nemendur héldu í skólanum. Fyrir þessa ágætu frammistöðu sína hlaut Oddgeir styrk frá skólanum sem að sjálfsögðu kom sér vel, því nám sem þetta er að sjálfsögðu nokkuð kostnaðarsamt. Oddgeir útskrifaðist frá skólanum með AS gráðu, en það er fyrri hluti af BS námi. Við spurðum Oddgeir að lokum, hvað tæki nú við hjá honum. Oddgeir sagðist rnyndu fara rólega í sakimar til að byrja með á meðan hann væri að kanna markaðinn í kringum sig í ljósmyndun. Hann mun í sumar vinna við verk- stjóm hjá Njarðvíkurbæ við gróður- setningu við Seltjöm. Þar á að gróðursetja um þrjátíuþúsund trjáplöntur í suntar. Jafnframt ntun Oddgeir þó bjóða uppá myndatökur, bæði í heima- húsum og úti í náttúranni. Þrátt fyrir að hann hafi ekkert auglýst sig, þá hefur fólk frétl af honum og er byrjað að panta tíma. Er þá ýmist um að ræða fjölskyldumyndir, ein- göngu barnamyndir eða þá auglýsingamyndatökur. Segir hann fólk vakandi fyrir nýjungum, sérstaklega þó varðandi útimyndatökum. HH. Útskrift frá Art Institute í Ford Lauderdale. Að sjálfsögðu er það gleðistund fyrir fjölskvlduna og því brosa bæði Kári og Fjóla breitt með pabba sínuin. Ljósin. Pétur Sörenson. Oddgeir Kailsson í ljósmynda- námi í Banda- rikjunum nemandi í bréfaskóla í New York, The New York Institut of Pho- tography. Þá sá Oddgeir um fimm ára skeið um alla framköllun á Vík- urfréttum. Það kom síðan í ljós í skólanum úti, að það var mjög rnikil- væg reynsla. Fyrir nokkrum áram vaknaði síðan löngunin til að fara í góðan skóla í Bandaríkjunum og dyggilega studd- ur af Guðbjörgu aflaði Oddgeir sér upplýsinga- og kynningabæklinga frá um fjöratíu skólum. Eftir mikla yfirlegu varð The Art Institute of Fort Lauderdale fyrir valinu. Það var ýmislegt sem mælti með þessum skóla. Kynningarbæklingurinn það- an var frábær, þar var gott loftslag og svo var stutt í næsta viðkomustað Flugleiða - Orlando. I skólanum era unt 2300 nemendur á hinum ýmsu Iistabrautum, en á ljósmyndabraut- inni hefja um það bil 25 nemendur nám á hverri önn. Af þeim útskrifast síðan ekki nema um 30 - 40 %. Oddgeir fékk inngöngu í skólann og hóf nám í mars 1991. Þá voru bömin mjög ung - Kári var tveggja ára og Fjóla aðeins fjögurra rnánaða gömul. Það var því fullt starf fyrir Guðbjörgu að annast um bömin, en jafnframt gerði hún sér far um að FAXI 83

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.