Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 20

Faxi - 01.04.1993, Blaðsíða 20
Guðmundur B. Jónsson Prel< og þor á Sprengisandi Frásögn um gönguferð um Sprengisand fyrir sextíu árum Seinni hluti Hér við norðurenda Hofsjökuls, er hvergi að sjá stingandi strá, hvergi einn einasti steinn, svo langt sem augað sér. Það leit yfirleitt út fyrir, að við gætum alls ekki tjaldað á þessari svörtu, drungalegu sand- auðn. Bak við okkur gnæfði jökull- inn með dimmum þokuflákum, framundan var ein eyðimörk, við staddir á þessum sandi, án nokkurs skjóls til að tjalda í, hér er enginn hóll, enginn klettur, og sandurinn of laus til að halda tjaldhælunum. Okkur kom í hug setningin í kvæð- inu um Stórasand, „hans nekt á ekki næringu handa ormi“, og ef þetta á við um Stórasand, þá hversu fremur ekki um Sprengisand, auðastan og dauðastan allra Islands sanda, að okkur fannst, þar sem við nú fyrst erum komnir á Sprengisand og eig- um langa dagleið að fara yfir hann. Það fer þó svo, að við finnum blett, mosaþúfur við lítinn læk. Við tjöld- um með hraði, það er að byrja að rigna ásamt vaxandi vindi. Þegar lokið er við að skipta um vott, og fara í þurrt, eru þrír okkar komnir í svefnpokana, en einn kominn í mat- seldunina. Við sofnum út frá hávaða vinds og vatns, sem dynur á tjaldinu. Það er hætt að rigna og komið logn, og sennilega vegna hávaðaleysis eða þá af ólíðan, vaknar einn og verður þess vís, að hann er ekki í lagi í and- litinu, það vaknar einn af öðrum, og upphefst ramakvein vegna ólíðan í andlitum af sólbruna, en á milli koma þó hlátursköst, því hver hlær að öðrum, svo hlægilegir vorum við og afmyndaðir í andlitum. Við höfðum ekki gætt okkar sem skyldi, á jöklinum daginn áður, hve sólin endurspeglaðist af honum, og margfaldar hættuna á bruna á ber- um stöðum. Þar sem við vorum vaknaðir fyrr en ella, upphófust ýmsar annir, þurrkuð plögg frá fyrra degi, tekið til við snyrtingar, þó þær gengju misjafnlega, menn voru í orðsins fyllstu merkingu hör- undsárir, og jafnvel tók í allt andlit- ið, þegar matast var. Nú tók við annar lengsti áfangi leiðarinnar, og reiknuðum við það 10 tíma göngu og máske 12 tíma. Við hröðuðum okkur burt af þess- um eyðilegasta og naprasta allra okkar næturstaða. Var nú stefnt á Fjórðungsöldu í austri. Nöpur norðanátt og sólarlaust, gerði nú betra en logn og hiti á okk- ar sólbrenndu andlit. Ef sól hefði verið, þá magnast hitinn við svartan sandinn, svo ekki er allt okkur önd- vert. Eftir nokkurn spöl, óðum við yfir efstu upptök Þjórsár og var hún grunn. Vorum við nú að komast að vatnaskilum, því fyrir vestan viss- um við að Jökulsá eystri hafði upp- tök sín, og Skjálfandafljót fyrir austan. Og nú vorum við komnir á hina raunverulegu Sprengisands- slóð, og hugðum að vörðum, en það fór fyrir okkur eins og þeim, sem hlaupa á eftir sjónhverfingum í Sa- hara, að alltaf sýndist okkur þarna vera há varða og vel byggð, en það var þá aðeins steinn þegar að var gáð. Hættum við þá þessum eltingar- leik, og höfðum það sem hæst reis á sandinum fyrir leiðarljós, Fjórð- ungsöldu, þar umskiptast lands- fjórðungar, og þar meðfram Fjórð- ungsöldu, að vestanverðu liggur hið dularfulla Fjórðungsvatn, sem sagt er að sjaldan sjáist. A vetrum er það hulið ís og snjó, en á sumrin gufar það upp. Eigi að síður sáum við vatnið, hvort sumarið hafi verið of fljótt að bræða ísinn, eða sólin of sein að láta það gufa upp, skal óurn- I Guðmundur B. Jónsson deilt. Þegar við nálguðumst vatnið breyttum við nokkuð stefnu, og héldum um það bil í hánorður. A þessari auðn, stoppuðum við stutta stund, tylltum okkur niður til að skammta mat, og stungum hluta af honum í vasana, til að borða á leiðinni. Tímann varð að nota vel og napurt veðrið rak okkur til að halda á okkur hita. Talið er að besti tími ársins, til að fara Sprengisand, sé seinast í júlí og fram í miðjan ágúst. Þá sé klaki horfinn úr jörðu og bleyta gufuð upp, nema þá hvor- ugt gerist. Nú vorum við þama um júní og júlí mánaðamót, og hefðum því mátt búast við, að alls konar torfær- ur yrðu á leið okkar. Holklaki var líka víðast í jörðu, og surns staðar ekki nema einn þumlungur niður að honum. Allur sandurinn er einlæg- ar, ávalar bungur og hæðir, þar sem varla sést önnur lína en sú boga- dregna. Best var færðin á hæðunum og norðan í þeim, en sunnan í hól- unum óðum við oftast sandinn og leirinn í ökkla. Svo líflaus og hreyf- ingarlaus er sandurinn, að við sáum hjólför eftir fyrstu bifreiðina, sem fór norður Sprengisand árið 1933 eða fyrir fjórum árum. Allan þennan dag var látlaus ganga á sandi, ný hæð, ný ávöl bunga, nýr hóll. Við litum oft eftir vörðum, og fundum endrum og eins tvo steina, sem lagðir höfðu verið ofan á hvern annan, og sennilega merki af mannahöndum, en svo komu stórar eyður, og það var rætt um það hvort við værum komnir á rangar slóðir, og til að laga það væri að halda til hægri og stefna beint að Skjálfandafljóti, við færum þó aldr- ei yfir það án vitundar, og með því gætum við örugglega komisl til byggða, en nrun lengra yrði það en við ætluðumst til, en þá sáum við alvöru vörðu og sannaði hún okkur, að við vorum á réttri leið. Nú vorum við búnir að ganga í tólf tíma, svo til hvíldarlaust, og hlutum að fara að nálgast Kiðagil, bjuggumst reyndar við fyrir löngu, að sjá Kiðagilshnjúk, en skyggnið var ekki sem best og það var farið að draga í loftið, og allra veðra von framundan, og yrðunt við á undan í náttstað. Kl. ellefu komunt við allt í einu í lítið gil, og þá blasir við okk- ur grasi vaxin hlíð og við heyrum léttan lækjamið, sem verður æ heyranlegri sem við göngum lengra svo við sannfærumst unt að vera á réttri leið. Svo stöndum við allt í einu á gilbarmi og horfum niður í Kiðagilsá, sem rennur þarna í sinni eigin gröf út í Skjálfandafljót. Við erum búnir að vera 14 tíma á göngunni, og nú er um að gera að hafa hraðann á, þó þreytan sé farin að segja þrælslega til sín, þá er líka

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.