Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 2

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 2
 pv I \ - - - r Útgefaruli: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Litgreining: 1 1 / \ / Afgreiðsla: Hafnargötu 31, sími 92-11114. Litróf hf. Blaðstjórn: Helgi Hólm ritstjóri. Hönnun, setning, umbrot, 1 r \ /Wl Kristján A. Jónsson aðstoðarritstjóri. filmuvinna og prentun: Birgir Guðnason, Magnús Haraldsson Stapaprent hf. 4. TÖLUBLAÐ - 53. ÁRGANGUR og Hjálmar Stefánsson. Meðal efnis: Hótel á Hafnargötunni Afmælisheimsókn Karlakórs Keflavíkur Aldur heims er setning manns Dansað um hálfan hnöttinn Fjárhagslegt mótstreymi í fyrirtækjum Stekkjarkot og nágrenni þess Forsíðumyndin er af Stekkjarkoti í Innri- Njarðvík. Myndina tók Helgi Hólm skömmu eftir að endurbyggingu kotsins lauk. Helgi Hólm: Kosið um sameiningu Þann 20. nóvember n.k. munu mjög merkilegar kosningar fara fram hér á landi. Þá fá kjósendur tœkifœri til að segja skoðun sína á máli sem hefur verið í deiglunni um langan tíma, þ.e. um verulega fœkkun á sveitarfélögunum í landinu. Efdœma má afþeirrí umrœðu sem fram að þessu hefur farið fram, þá er mjög líklegt að víða um land verði gerðar rót- tœkar breytingar á núrverandi skipan mála. Hér á Suðurnesjum hefur undæmanefnd lagt fram þá tillögu, að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaganna sjö. Mun á næstunni fara fram kynningá kostum oggöllum slíkrar sameiningar. Skorum við á íbúa svæðisins að fylgjastvel með þeirri kynningu, því nú er nauðsynlegt að fólk geri upp hug sinn íþessu stóra máli. Á undanfórnum árum hefur sú skoðun átt vaxandi fylgi að fagna að færa eigi frá ríkinu sem flest afþeim verkefnum sem sveitarfélögin ættu eðli málsins samkvæmt að hafa undir liöndum. Hér má nefna mála- flokka eins og skólamál, heilsugæslu, löggæslu í héraði, hafnamál o.fl. Til þess að þetta geti gerst með eðlilegum hætti, þá þarf aðallega tvennt til að koma. í fyrsta lagi þurfa mörg sveitarfélögin að stækka verulega með sameiningu og í öðru lagi þarfstærri hluti núverandi skatttekna rík- isins að renna til sveitarfélaganna. Til þess að sýna ríkisvaldinu að íbúar sveitarfélaganna séu tilbúnir að takast á við fleiri verkefni, þá verða þeir að samþykkja sameiningu á einn eða anna hátt. Það skal látið ógert hér að spá fyrir um útkomu kosninganna í nóvember á þessu svæði. Faxi hefur allt frá fyrsta tölublaði í desember 1940 litið á öll Suðurnesin sem sitt athafnasvæði og svo mun verða áfram. Blaðið var stofnað með það markmið í huga að vera vettvangur umræðna um allt það sem til framfara mátti verða á svæðinu. Átti það jafnt við um atvinnumál sem menningarmál. Það vita allirað hin mikla samvinna sem hefur verið með sveitarfélögunum hefur lyft grettistaki á mörgum sviðum. Það er skoðun þess sem þetta ritar, að sameining yrði mikið heillaspor í fram- faraátt. Hér er ennþá margt ógert og sameinuð í eitt sveitarfélag getum við lialdið áfram að lyfta grettistökum. Rétterað benda á, að aðeins verður tekið tillit til greiddra atkvæða. Sá sem situr heima hefur engin áhrif á úrslitin. 98 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.