Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 6

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 6
I Myndin sýnir vtlrarbrautina scm við cruni hluti af', á cnsku cr vetrarbrautin kölluð „Milky Way“ cða Mjólkurvagninn, því hún sýnist á himni sem livít slikja. Stjörnufræðingar sjá að niyndin nær l'rá Suður Krossi til vinstri að Signus lengst til liægri. 15jörtust cr myndin lyrir miðju cn þar cr miðja vetrarbrautarinnar í 20.000 Ijósára fjarlægð. Sú var tíð að til siðs þótti að spyrja vegfarendur um uppruna þeirra og ætlanir. Forvitni um vegferð nianna, virðist ekki hafa teymt íslend- inga að hrunni vísinda nenia í smáu. Víst hefur slíkt hreyst á undanförnum áratugum, spurtil hörn liafa vaxið úr grasi og til er fólk sem hefur tóm til að taka upp fornar gátur urn tilurð heims og lífs og afdrif hins sania. Forvitnin um ferðalanga veraldarinnar er æsilegt upphaf að ævintýri himin- hvolfanna og við skulum hefja leitina að svörum við ráðgátunum öldnu með endursögn á helstu hugmyndum manna um tilurð heimsins og hugsanleg afdrif hans. Hvað er heimurinn gamall? Hefur hann alltaf verið eins og hann er og hverjum breytingum tekur hann ef hann tekur breytingum? Hvað hafa vísindamenn sem sannfærir þá um að heimurinn er 15.000.000.000 ára gamall? Sjáðu að 15 milljarðar eru rfllega fjárlagagat, ef ár kæmu í stað króna! Reyndarskiptirhérekki máli þó fullkomið samkomulag sé ekki um nákvæmlega þess tölu, en lleslir nefna fjölda ára á bilinu 12-20 mill- jarðar. Lærdóminn sem ber að draga af þessu er að hér er ekki á ferðinni neinn stórisannleikur, en kenningar- nar og hugsunin á bak við tölurnar eru raunverulegt ævintýri sem vert er að heillast af. Sú staðreynd að við sjálf fæðumst, breytumst, eldumst og að lokum för- umst, er vísbending um að lífverur eru sannarlega ekki óbreytilegar. Ef við lítum aðcins f kringum okkur hér á Suðurnesjum þá ætti okkur að vera Ijóst að til eru gömul hraun og önnur yngri. Sem Reyknesingar höfum við kennslubókardæmi um að yfirborð jarðarinnar sannarlega breytist, auk þess hafa Islendingar á öllum tímum orðið vitni að eldgosum og uppkomu jarðefna. þannig er sýnt aðjörðin og þar með lífsskilyrði okkar er sífeld- um breytingum undirorpin. Hvers er að vænta ef eldgos yrði á Hengil- svæðinu nú, Ijóst er að slíkt myndi valda ófyrirsjáanlegri röskun? Þeir sem hafa alið manninn við sjávarsíðuna og innkomu hárreistra skipa eru ekki í minnsta vafa um að jörðin er ekki flöt, því ef svo væri þá sæjum við allt skipið birtast í sömu andrá. Auðvitað sjáum við möstur fyrst og síðan búk, þá er augljóst að slíkt gerist ekki nema á sveigðum fleti, þá má benda á skuggann sem jörð varpar á tungl, þetta var Grikkjum Ijóst fyrir meira en tvö þúsund árum, enda trúðu þeir llestir að jörðin væri kúlulaga. Jörðin er því breytingum háð og lífverurnar líka, hún er örugglega með sveigt yfir- borð, líklega hnöttótt. íslendingar eiga þess ekki oft kost að horfa á stjörnubjartan himinn, svo ekki er furða þó ekki hafi margir stjörnu-Oddar fengist við að skoða himinhvolfin. En það sem sjá má eru augljóslega sólin, tunglið og aragrúi stjarna. En hvernig varð allt þetta til og hvers vegna eru sólin og lunglið á hreyfingu? Ef betur er að gáð má sjá nokkrar aðrar stjörnur hreyfast á himninum, þær fengu enda heitið reikistjörnur. Gátunni um tilurðina reyndist örðugt að svara og einu svörin í fyrstu reyndist unnt að finna í margvíslegum trúarbrögðum, sem hvert á sinn hátt greindi frá guði í alheimsgeimi er skóp þennan heim og þessa jörð. Trúnaðurinn á svör trúarbragð- anna er hin skiljanlegasti, enda gáfu önnur fræði ekki nein skynsamleg svör eða betri. Ekki einu sinni Galileó Galilei átti í deilum um slík efni við kirkjuyfírvöld, meir um það Vetrarbrautin okkar á ný, nú frá öðrum sjónarbóli. Kassiópeia er lengst til vinstri og nær að miðju vctrarbrautarinnar að Sagittaríusi. Ef myndin prentast vel má sjá dökkar línur og rákir í vetrarbrautinni sem stafa af því að stjörnur í vetrarbrautinni og gasmekkir drekka í sig I jós frá stjörnum handan þeirra. 102 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.