Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 11

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 11
- neyðarástand eða tækifæri Nú á dögum verða mörg fyrirtæki fyrir mótstreymi, t.d. vegna minnkandi sölu á vörum ug þjónustu og einnig vegna viðskipta- vina sem ekki geta greitt skuldir sínar. Það er sameiginlegt ineð mörgum þessum fyrirtækjum, að fyrsta úrræðið sein þau grípa til er að segja upp fólki og er það þá oft gert, áður en menn hafa gert sér grein fyrir atleiðingunum. I Noregi liefur sama staða verið fyrir liendi á undanförnum árum. Einn þeirra sem hafa veitt fyrirtækjum ráðgjöf á þessuni sviðum er Frederik Ihlen jr. Hann var hér í heimsókn fyrir nokkru og við hjá Faxa notuðuin tækifærið og fengum hann í stutt spjall. lir það von okkar að hugmyndir hans um þessi mál geti orðið einhverj- um að gagni. Frederik hefur mikla og langa reynslu hvað varðar starfsmannamál. Hann starfaði á árunum 1980 - 1990 hjá Norska bankamannasambandinu og frá árinu 1988 sinnti hann ein- göngu því sem kalla má hagræð- ingar- og breytingavandamálum í röðum bankamanna. A árinu 1990 hóf hann að starfa sjálfstætt og hefur hann haldið fjölda námskeiða í fyrir- tækjum af ýmsum stærðum og gerð- unt. Hann nýtir sér reynslu sína til að benda á afleiðingar stjórnunarað- gerða með hliðsjón af versnandi fjárhag fyrirtækjanna. Frederik valdi sjálfur fyrirsögnina á þetta viðtal og hún vekur óneitanlega athygli og við spyrjum því fyrst, hvernig tjárhagslegt mótstreymi geti haft í för með sér ný tækifæri í rekstri fyrirtækja. Um þetta hafði hann eftirfarandi að segja. Margir kjósa að meðhöndla fjár- hagslegt mótstreymi sem neyðar- ástand og sjá þessvegna aðeins hindranir í stað þess að sjá mögu- leika. Nauðsynlegt er að líta á neyð- arástand sem nokkurskonar vegvísi, þannig að sannarlega má líta á slíkt sem tækifæri til þess að velta því af alvöru fyrir sér, hvert fyrirtækið og starfsfólk þess eigi að stefna í fram- tíðinni. Með öðrum orðum, hvaðan eiga tekjurnar að koma og þar með tækifæri fyrir starfslólkið. Ráðlegg- ingar til fyrirtækja eru margar og mismunandi. Skilyrði fyrir því að möguleiki sé til skynsamlegrar þróunar er að fyrirtækið ráði yfir fjármagni. Eg vil nefna eftirfarandi sem góða uppskrift: ■ Byrjið endurskipulagningu meðan fyrirtækið ræður ennþá yfir fjármagni. ■ Viðurkennið að sérhver breyt- ing tekur tíma. Þó er ekki átt við að aðgerðir eigi að taka mörg ár, heldur er hér átt við vikur eða mánuði, allt eftir stærð og fjárhag fyrirtækisins. ■ Aflið góðra upplýsinga um stöðuna og verið eins hreinskilin og mögulegt er. Á þann hátt munu stjórnendur og aðrir starfsmenn fljót- ar fá raunsæa mynd af ástandinu. Það er þýðingarmikið að til allra þeirra ráða sé gripið sem fyrirtækið ræður yfir til að snúa ástandinu, ekki sísl sú reynsla sem starfsfólkið býr yfir. Það ýtir ekki undir áhuga starfs- manna að ftnna að þeim er haldið “fyrir utan”. Hætt er við að þörf þeirra til að láta að sér kveða brjótist út á neikvæðan hátt. Það sem nauð- synlegt er að hugsa um, er að þau úrræði sem gripið er til við að laga fjárhaginn hafi hvetjandi áhrif á stjórnendur og aðra starfsmenn. Urræðin þurfa að leiða af sér áhuga á að takast á við ný verkefni. Þess- vegna er það mikilvægt að þessi úr- ræði séu ákveðin í samvinnu við starfsmenn eða fulltrúa þeirra og með því fáist viðurkenning á nauðsyn þeirra og jafnframt raunsæi þeirra. Eins og þið sjáið, þá hljómar þetta mjög vel, en við skulum rétt líta á, hvernig þetta er í raunverulcik- anum. Ég get nefnt til dæmi, þar sem hið fyrsta sem stjórn fyrirtækis gerði var að kalla lil sín trúnaðarmenn starfsmanna og kynna fyrir þeim slæman hag fyrirtækisins, en til- kynna þeim síðan að verð á smurðu brauði í mötuneytinu yrðir hækkað um tíu krónur og að fyrirtækið hygðist fyrst og fremst nota upp- sagnir til að laga stöðuna. í þessu til- felli var vandi fyrirtækisins tap uppá fleiri hundruð milljónir, þannig að fyrirhuguð úrræði voru voru aðeins sem dropi í hatið, en áttu þátt í að skapa leiðindi og mótstöðu gegn forystunni. I öðrum tilfellum hafa stjómendur og starfsmenn unnið sameiginlega að því að finna lausnir og það hefur sýnt sig, að þcgar starfs- Frederik Ihlen jr. mönnum er treyst koma þeir fram með tillögur sem stjórnendur taka fullt tillit til og sem geta skilað árang- ri. Það sem ég sagði áðan hljómar ekki aðeins vel, heldur stenst í raun- veruleikanum. Eðlilega óttast menn uppsagnir við þessar aðstæður og þær eru að sjálfsögðu löglegar og ég er í sjálfu sér ekki á móti því að þeim sé beitt í sérstökum tilfellum. En það er mikilvægt að velja hið rétta augnablik þegar slíkum úrræðum er beitt. Ef starfsmenn og trúnaðarmenn eru teknir með í þá vinnu sem í er lagt og litið á þá sem þýðingarmikla þátttakendur, þá munu þeir jafn- framt átta sig á því, að e.t.v. eru cin- hverjar uppsagnir nauðsynlegar. Dæmi um slíkt er að einstakir þættir í starfsemi fyrirtækis eru lagðir niður og að hluta starfsfólksins sé ekki hægt að færa til annarra starfa, eða að fyrirtækið tekur upp nýja starf- senti sem krefst starfsfólks með aðra starfsmenntun og hæfni. Mikilvægt er í málum sem þessunt að úrræðin komi í réttri röð. Til að tryggja að það gerist, legg ég til að stjórnendur og starfsmenn setji sameiginlega á fót vinnuhóp sem fái það verkefni að koma með tillögur um ný markmið og þau úrræði sem grípa þarf til til þess að ná mafkmiðunum. Hér þarf og að tjalla um starfsmannaþörfina. Hinir daglegu stjórnendur fyrirtækis- ins fjalla síðan um tillögurnar. Það þarf að hafa í huga, að starfsfólkið ber oftast hag fyrirtækisins fyrir brjósti. Margir hafa starfað þar í langan tíma og byggst hefur upp starfstryggð sem nauðsynlegt er að gefa gætur. Það er vegna þessa sem ég valdi fyrirsögnina, því allar meiri- háttar breytingar í fyrirtækinu munu ávallt hafa áhrif á framtíð viðkom- andi starfsmanna. Að lokum langar mig til að gefa stjórnendum fyrir- tækja eftirfarandi ráð. El' fyrirtækið er að komast í erfiða stöða, þá skaltu forðast að álíta að þú þurfir einn að vinna þig út úr henni. Þú hefur sant- starfsfólk í kringum þig sem býr ylir hæfni og þekkingu og það fólk hefur sama áhuga og þú á að ná árangri. Mundu að það er enginn einn sem hefur komið fyrirtækinu í fjárhags- lega erfiðleika og þess vegna á það ekki að vera einhver einn sem kemur fyrirtækinu yt'ir erfiðleikana. Hdgi Hólm skráði og þýddi. BÍLAKRINGLAN Grófin 7 og 8 Sími 14690 og 14692 FAXI 107

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.