Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 14

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 14
Vogamær og piltur úr Hafnarfirði á heimsmeistaramóti í S dansi í Astralíu ann 15. ágúst 1993 var haldið í Sydncy í Astralíu heimsnicistaramót áhuga- dansara í samkvæmisdönsum. A Islandsmeistaramúti í 10 dönsum er keppt um hvaða par fái þátt- tökurétt í þessa keppni. Aðeins einu pari frá hverri þjóð er boðin þátttaka og er því til mikils að vinna. Þetta árið fórum við, B jarni Þór Bjarnason og Jóhanna Kr. Jónsdóttir úr Nýja dansskól- anum. Við ætlum hér að segja að- eins frá þessari ævintýralegu keppnisferð. Það var ekki fyrr en í byrjun júní sem endanleg ákvörðun vartekin um að fara í þessa niiklu ferð. Astæðan var aðallega sú að við vissum ekki hvernig við gætum ijármagnað hana. En með aðstoð mjög góðra aðila gátum við gert þctta mögulegt og hófst þá undirbúningurinn fyrir alvöru. Þegar allir pappírarnir voru komn- ir frá Syclney kom í ljós að okkur var boðið að taka þátt í keppni í Singapore þann 7. ágúst og annarri keppni í Sydney þann 14. ágúsl. Við gátum því tekið þátt í þremur keppn- um alls, sem er mjög gott til þess að öðlast meiri keppnisreynslu og ör- yggi á gólfinu. Sumarið fór mest allt í æfingar og var spenningurinn því orðinn mikill. Þann 5. ágúst var svo lagt af stað. Fyrsti áfangastaður var London og þar áttum við að stoppa í 2 klst. En um leið og við vorum komin inn í bygginguna byrjuðu brunabjöllurnar að hringja og öllum var hent út. Við F.inn af „íbúum“ í Ku-ring-gai þjóðgaröinum. vorum látin bíða í um 40 mínútur og var því örlítil seinkun á fluginu Jóhanna Kr. Jónsdóttir og Bjarni Þór Bjarnason. áfram. Flugið til Singapore gekk mjög vel. Ferðin með Singapore Airliners lók um tólf og hálfa klukkustund og fór mjög vel um okkur í vélinni. Boðið var uppá tvær video-myndir og fleira sjónvarpsefni og svo átta rása útvarpstæki þannig að okkur átti ekki að leiðast! Tekið var á móti okkur á l'lugvellinum og var farið með okkur beint í svo- kallaðan „velcome dinner" þar sem allir keppendur, dómarar og annað fyrirfólk var samankomið í sínum fínustu fötum og borðaði. Okkur leið því ekki mjög vel, búin að vera í 15 klst. í flugvél og var útlitið á okkur eftir því. Hótelið sem hét New Otani var mjög glæsilegt. Móttakan var á 7 hæð og allt þar fyrir neðan var mjög flott verslunarmiðstöð. Keppnis- haldararnir borguðu fyrir okkur þrjár nætur og við fengum einnig dag- peninga til þess að kaupa mat fyrir. A laugardeginum var svo keppnin. Við þurftum að vakna snemma til þess að hafa okkur til. Svo var farið á æftngu og innkomuatriðið æft. Þar voru allar þjóðirnar kynntar og svo gengum við inn með fánann okkar. Eftir það dönsuðu allir vinarrúmbu og þurftum við þá að skipta um dans- félaga. Þetta var mjög skemmtilegt og myndaðist mjög gott andrúmsloft á milli keppenda. Keppnin var mjög glæsileg og náðum við að komast í undanúrslit sem verður að teljast alveg ágætt. Sunnudaginn notuðum við til þess að skoða okkur um. Singapore er alveg stórkostleg borg. Við skoð- uðum fátæktina í Kína-hverfinu og allan glæsileikann í verslunarhverf- inu. Það er mjög gaman að versla í Singapore, llest allt er mjög ódýrt og sölumennirnir eru tilbúnir til þess að gera allt fyrir viðskiptavininn lil að ná góðum samningum. Borgin er þekkt fyrir að vera mjög hrein og eru háar sektir fyrir að henda rusli á göturnar. Borgin er einnig mjög nú- tímaleg, mikið af háum húsum og verslunarmiðstöðvum. Hitinn í Singapore var u.þ.b. 30 gtáður. hvort sem var nótt eða dagur og rakinn mikill. Viðþurftum aðpassaokkurá allir loftkælingunni, allar búðir, bílar og hótel voru svo vel loftkæld að við skulfum alltaf úr kulda þegar við vorum innandyra og máttum við því passa okkur á að kvefast ekki. Það var margt að sjá í borginni, við fórum með rútu út á eyju sem heitir 110 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.