Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 15

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 15
Santosa. Þar hefur allt verið byggt upp sem einn allsherjar skemmti- garður. Við skoðuðum stórt fiskasafn, gengum undii' búrunum og sáum hina afbrigðilegustu fiska. Til baka yfir á meginlandið fórum við síðan með kláf. Mánudaginn 9. ágúst var haldið til Sydney. Við fórum í loftið klukkan 20:00 og misstum því af skrúð- göngum sent vera áttu um kvöldið, vegna þjóðhátíðardags Singapore. Við vorum 7 klst. á leiðinni til Sidney og var klukkan 3:00 að „okkar tíma“ þegar við lentum en 5:00 að áströlskum tíma (tíu tímum á undan). A flugvellinum hittum við kepp- endur frá Skotlandi og Noregi sent við kynntumst vel. Við vorum sótt á flugvöllinn en hótelherbergin voru ekki tilbúin, þá var gott að sitja með skoska dansparinu, drekka kaffi og láta tfmann líða. Loksins þegar her- bergin voru tilbúin vorum við engan vegin tilbúin að fara að sofa. Við fórum í gönguferð um miðbæinn og upp í turn sem er staðsettur í miðri Sydney og gátum þar séð yftr alla borgina. Seinnipart dagsins notuð- um við til að reyna að jafna okkur á tímamismuninum og hvíla okkur eftir flugið. Morguninn eftir kornu okkar til Sidney, höfðu samband við okkur konur, sem höfðu frétt af komu okkar frá vini á Islandi, Patriciu Hand, en hún er búsett í Vogunum. Þær voru okkur svo sannarlega innan handar og eyddu þær með okkur tveimur dögum. Þær keyrðu með okkur í þjóðgarð sem heitir KU-ring- gai. Þar gátum við séð villta fugla og kengúrur. Við fórum einnig í dýra- garð þar sem við sáum öll þekktustu dýr Astralíu, kóalabirni, vúmbata og fleira. Þær buðu okkur í siglingu um hina frægu höfn í Sidney og fræddu okkur um land og þjóð. Okkur var boðið í kvöldverð heint til þeirra og hittum við þar prófessor sem hafði mikinn áhuga á að kynnast Islandi, cn varð fyrir miklum vonbrigðum þegar við sögðuin honum að á ís- landi væru fsbirnir ekki á hverju strái. Við vorum með í okkar hafurtaski töluvert af bæklingum frá Urval- Ulsýn og kom það sér vel. Dreifðum við þeirn bæklingum við ýmis tæki- færi. Á laugardeginum var svo vaknað mjög snemma til þess að hafa sig til fyrir keppni. Þarna var keppt um ástralaska meistaratitilinn og voru keppendur frá öllum fylkjum Ástra- líu ásamt flestum pörunum úr heimsmeistaramótinu. Okkur gekk ágætlega að dansa og komumst við áfram í latín-dönsum. Þá var stóra stundin runnin upp! Sunnudaginn 15. ágúst var svo sjálft heimsmeistaramótið. Keppt vai í 10 dönsum og var lagður saman árang- urinn úr öllum þessum dönsum til þess að fá út hverjir kæmust áfram. Við þurftum að dansa 20 sinnum áð- ur en það varð ljóst hvcrjir færu áfram. Allir keppendurnir voru kynntir eins og í Singapore og löbb- tiðii fáklæddar stúlkur inn á gólfið með fánana. Ástralska sjónvarpið sýndi bcint frá keppninni og miðaðist því öll dagskráin við það. Keppnin var mjög hörð og því lítil von fyrir okkur að ná miklum árangri. Ástral- ska parið sigraði í keppninni og það norska varð í öðru sæti. Eftir keppn- ina var öllum keppendum boðið til kvöldverðar og var hann mjög vel þeginn eftir langan og strangan dag. Þar var mikið fjör og endaði það uppi á hótelherbergi hjá pari frá Ástralíu og var þar mikið gleði langt fram á nott. Þar vildu allir fá að vila allt um Island, og hvernig væri að búa þar sem væri svo til alltaf kalt. Daginn eftir var ekkert eftir að gera nema að pakka niður og leggja afstað heim. Flugið tók ekki nema... 34 klukkustundir og var lent í Singa- pore, Róm og Amsterdam. Það var því mjög gott að komast aftur heim. Ferðin var í alla staði meiriháttar skemmtileg. Bæði Singapore og Sydney eru mjög spennandi borgir til þess að heimsækja, en næst þegar við ætlum þangað, munum við eyða lengri tíma þar. Það er ljóst að það er mikil vinna að stunda íþrótt ef góðum árangri á að ná, en öl 1 sú vinna er vel þess virði þegar tækifæri sem þessi bjóðast. Við erum búin að æfa dans í um 10 ár og dansa saman í 3 ár. Við höfum farið í keppnisferðir til Enlands, Moskvu, Singapore og Ástralíu og hefur dansinn gert okkur kleift að skoða hluta af heiminum, hitta fullt af nýju fólki og um leið að stunda íþrótt sem er holl, bæði fyrir líkama og sál. Við viljum hér með þakka öllum þeim sem gerðu okkur kleift að fara í þessa ferð, fyrirtækjum jafnt á Suð- urnesjum og í Hafnarfirði. .lóhanna Kristín Jónsdóttir Voguin og Bjarni Þór B jarnason Hafnarfirði. Þú fœrð ríflegan skattaafslátt og ríkulega raunávöxtun á Sparileið 5 Sparileið 5 er tvímælalaust ein arðvænlegasta sparileiðin á fjármagnsmarkaðinum Leið að eigin húsnæði Leið að eigin varasjóði Leið til lækkunar á sköttum Þvf ekki að líta við og fá nánari upplýsingar ISLANDSBANKI FAXI 111

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.