Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 19

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 19
Borðskreyting í veislimni í I’midriip þar sem l'ánalitir beggja |)jóðanna fengu að njóta sín. Ljósm. I’áll Hilmarsson. bæ Kristiandsands. Þarna búa um sex þúsund íbúar og er byggðin mjög dreifð og eru þar nokkrir byggða- kjarnar, einn þó sínu stærstur. Byggðin er mjög falleg og landslag fjölbreitt. Sent fyrr segir þá gistum við á Agder Fylkehögskole, fyrrum heimavistarskóla fyrir unglinga, en nú skóla fyrir fullorðinsfræðslu, einkum á sviði ýmissa listgreina, svo sem kvikmyndagerðar, tónlistar o.fl. Þarna fór vel um okkur og við notuðum fyrsta daginn til að kanna nágrenni skólans. A næstu grösum var ágæt baðströnd sem margir nýttu sér, aðrir fóru í gönguferðir en nokkrir notuðu tækifærið lil að hvíla sig. Um kvöldið fengum við hóp söng- fólks frá Sögne og nágrenni í heirn- sókn. Stjórnandi hópsins var Tor- björn Aasen, tónlistarkennari við Agder musikkonservatorium í Krist- iansand og listamaður af Guðs náð. í skólanum er ágætis fyrirlestrasalur og þar fóru fram tónleikar þar sem karlakórinn og heimamenn fluttu sína tónlist. Að tónleikunum loknum var okkur boðið til kafftdrykkju og var á borðum heimallgað meðlæti. Undur borðum skiptust menn á orðum. Eftir kaffidrykkjuna var slegið upp balli í setustofu skólans. Jafnframt voru þar llutt ýmis ágæt tónlistaratriði. Var þessi samkoma í alla staði hin ánægjulegasta og var sérstaklega gaman að fá að njóta samvista við þetta áhugasama söngfólk. Stórkostkgur dagur í Kristiansand Þriðjudaginn 8. júní heimsóttum við vinabæinn Kristiansand. Veðrið var sem fyrr stórgott, sólskyn og létt- ur andvari. Klukkan ellefu mæltum við í inóttöku í hinu gamla og fallega ráðhúsi bæjarins og þar tók á móti okkur frú Kitty Hermansen en hún er formaður menningarnefndar bæjar- ins. Bauð hún hópinn velkominn og kynnti í stuttu máli bæinn fyrir gest- unum. Að móttökunni lokinni var hópnum skipt í tvo hlula og fór annar að skoða merkilegt náttúrufræðisafn en hinn lagði af stað frá ráðhúsinu í hressilega gönguferð upp á skógi- vaxna heiði sem er ofan við bæinn. Göngunni lauk síðan í fögrum dal, Ravnedalen, og þar var þá hinn hópurinn mættur. í dalnum beið okkar matur og drykkir sem við neyttum úti í náttúrunni. Að því loknu var farið í leikfimi og leiki og undu menn þarna góða slund í dýrlegu veðri. Aður en við yfirgáfum þennan fallega stað tók kórinn nokk- ur lög undir háum hamravegg og bergmálaði söngurinn hressilega um allan dalinn. Eg er þess handviss, að margir eiga sér þá ósk að komast aftur á þennan stað. En ekki er hægt að eyða öllum tím- anum í að leika sér. Síðdegis tók al- varan við og þá hélt kórinn ágæta tónleika í Musikkens Hus ásamt blönduðum kór frá Kristiansand. Þarna er gullfallegur tónleikasalur og var virkilega gaman að heyra til kóranna beggja. Höfðu hinir norsku áheyrendur að orði að sjáldan hefðu þeir heyrt í jafn kraftmiklum karla- kór. Sérstaka hrifningu vakti verkið Landkjenning eltir Edvard Grieg en Ijóðið er eftir Björnstene Björnson. Þar vakti og athygli ágæt frammi- staða Steins Erlingssonar sem söng einsöng íþvf verki. Voru tónleikarnir ágætlega sóttir og þarna mættu mjög margir lélagar í Islendingafélaginu í Suður-Noregi en við höfðuin verið í góðu sambandi við félagið og látið þá vita af komu okkar til bæjarins. Gladdi það okkur mjög að sjá landa okkar við þetta tækifæri. Að tón- leikunum loknum flutti bæjarstjóri Kristiansands ávaip, þar sent hún ræddi um mikilvægi vinabæjasam- skipta og þakkaði jafnframt kórnum fyrir góðan söng. Það er af Musikkens Hus að segja, að það hús var áður fimleikahöll sem frá árinu 1902 hafði þjónað þeim tilgangi. Fyrir nokkrum árurn stóð til að rífa eða selja húsið til annarra nota, en þá keypti bærinn það og gerði upp fyrir stóran pening og er það nú glæsileg umgjörð um mjög fjölskrúðugt tón- listarlíf og tónlistarkennslu í bænum. En ekki var nú allt búið enn, því strax að afloknum tónleikunum vor- um við drifin út í fiskibáta sem ferjuðu okkur út í lilla eyju (Bragd- öya) rétl utan við bæinn. Þar hefur gömlum salthúsum verið breytt í veitingahús sem þó bera enn allan keim síns fyrra hlutverks. Þarna beið okkar mikil rækjuveisla í boði Kristiansandsbæjar. Hvert kúffullt fatið af öðru með ópilluðum rækjum var borið fyrir okkur og þarna sátum við góða stund og hámuðum í okkur þessar gómsætu rækjur. Undir borðum var sfðan kyrjaður fjölda- söngur fullum hálsi við harmonikku- undirleik. Nú voru það ekki aðeins Ólafur og Ásgeir sem þöndu nikk- una, heldur var það stjórnandi norska kórsins sem það gerði af stakri prýði. Eftir máltíðina og sönginn var slegið upp balli úti á bryggjunni og áfram voru það harmoníkuleikararnir sem sáu um undirleikinn. Dagur var nú að kvöldi korninn og voru alls ekki allir sáttir við það, svo skemmtilegur dagur var þetta búinn að vera. Dagskráin var samin og framkvæmd f sameiningu af Krist- iansandsbæ, söngkórsins og Islend- ingafélaginu. Sktilu allir þessir aðilar eiga bestu þakkir fyrir, ekki síst Helge Andersen íþróttaforstjóri bæj- arins og hjónin Indriði Ólafsson og Lovísa Hilmarsdóttir forsvarsmenn íslendingafélagsins. Þess má geta að Lovísa er systir Páls Hilmarssonar karlakórsfélaga. Vinabœirnir Hjörring og Pandrup á Jótlandi Miðvikudaginn 9. júní var fótaferðatími í fyrra lagi, því ferjan okkar ytlr til Hirtshals átti að leggja af stað kl. rúmlega átta um morg- uninn. Við kvöddum Noreg með söknuði en horfðum yfir Skagerak með eftirvæntingu, því ekki áttum við von á síðri móttökum hjá frænd- um okkar Dönum. Á siglingunni létu menn fara vel um sig og hvíldust þessa rúma fjóra klukkutíma sem ferðin tók. Frá Hirtshals var síðan tæplega klukkustundar akslur að Feriebyen Skallerup Klit þar sem við gistum þessa þrjá daga sem við dvöldumst á þessum slóðum. Það er geysistór sumarhúsagarður með yfir þrjúhundruð sumarhúsum og allri þeirri aðstöðu sem slíkum stað til- heyrir og ekki var nema 100 metra gangur niður á sjávarströndina. Eftir að menn höfðu fengið úthlutað sín- um húsum, þá tók við frjáls tími lVam að kvöldmat. Um kvöldiö höfðu kokkar staðarins útbúið fyrir hópinn heilmikla grísaveislu og sjaldan hefur maður smakkað belri grillmat en þarna var á boðstólum. Hjörringbœr sóttur heim Um þessar mundir er Hjörring að halda upp á 750 afmæli bæjarins og eru hvers konar uppákomur í gangi allt árið. Á ferð okkar um bæinn mátti víða sjá merki þessa afmælis- árs. 1 tilefni af afmælinu var opnuð sérstök kynningarskrifstofa og þar störfuðu m.a. leiðsögumenn sem höfðu það hlutverk að fræða gesli bæjarins um sögu hans i nútíð og fortíð. 1 heimsókn okkar til Hjörring nutum við aðstoðar leiðsögumann- anna Kirsten Mörk og Palle Peder- sen. Um hádegisbilið fimmtudaginn 10. júní var móttaka fyrir hópinn í ráðhúsi bæjarins. Við vorum boðin velkomin á afmælisári af aðstoðar- borgarstjóranum Jörgen Ellved Jens- en og við fengum stutt yfirlit unt sögu bæjarins og að þvf loknu var okkuð boðið uppá hressingu. Kórinn þakkaði fyrir sig með því að taka nokkur lög í lillum garði sem liggur að ráðhúsinu. í ráðhúsinu hittum við m.a. Sören Ch. Jcnsen skólastjóra, en hann hefur á undanförnum árum haft mikið með vinabæjasamskipti að gera. Hann var reyndar nýkominn Irá Kellavfk, þar sent hann hafði tekið þátt í ráðstefnu skólanefnda vinabæj- anna. Að lokinni athöfninni í ráðhúsinu var hópnum skipl í tvennt og fór FAXI 115

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.