Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 22

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 22
Aldarminning Danival Danivalsson Þann 6. nóvember 1961 lést hér í Keflavík Danival Danivalsson og í tilefni af því að 13. júlí s.l. voru liðin 100 ár frá fæðingu hans, þá er eftir- farandi grein birt. Danival markaði ýmis spor í samtíð sína sem mást ekki svo auðvellega úr sögu byggð- arlagsins og er hér æviferill hans rakinn samtíðarmönnum hans til upprifj'unar og einnig til að minnast þessa góða drengs. Danival fæddist 13. júlí 1893 að Gili í Borgarsveit í Skagaflrði. for- eldrar hans voru hjónin Jóhanna Jónsdóttir og Danival Kristjánsson. Laust eftir aldamót lluttust foreldrar hans vestur í Húnavatnssýslu, og bjuggu lengst á Litla-Vatnsskarði. Börn þeirra voru 8, öll upp alin heima, auk tveggja af fyrra hjóna- bandi föðurins. Ekki mun hafa verið um rúman Ijárhag þessarar fjöl- skyldu að ræða, kjörin voru kröpp hjá einyrkjanum, einkum meðan börnin voru að alast upp. í ríki þessarar fjölskyldu var eðlis-kjarkur og festa, kynfylgja gegnum marga ættliði. Hún tók opnum faðmi morg- unroða nýrra og batnandi tíma fyrir alþýðu manna, og mun hinn yngri Danival ekki hafa verið óglaðastur í hópnum. Að heiman fór Danival í Hvít- árbakkaskólann, þar sem hann stund- aði nám veturna 1912-1914. Sumrin þar á eftir stundaði hann jarð- yrkjustörf um Mýrar og Borgarfjörð, endvaldi heima á vetruni. Árið 1918 kvæntisl hann vestfir/.kri konu, Sturlínu Guðmundsdóttur. Þau hófu búskap í Litla-Vatnsskarði, en flutt- ust síðan að Gunnfríðarstöðum. Þeir standa í ásunum vestan Blöndu. Þar missti hann konu sína frá 3 korn- ungum börnum. Hinum unga bónda var harmur í hug, og hann hætti búskap og heimilið var leyst upp. Dóttirin, Jóhanna, síðar húsfreyja í Hafnarfirði, fór í fóstur til móður- fólks síns á Vestfjörðum, annar sonanna, Guðmundur, dvaldi næstu 5 ár hjá föðursystur sinni, Kristínu og Pétri manni hennar en ólst síðar upp með föður sínum, en hinn yngri sonur, Halldór varð kjörsonur Danival Danivalsson Ljósm. Birgir Guðnason læknishjónanna í Blönduósi, Krist- jáns Arinbjarnar og konu hans. Er hann nú læknir í Reykjavík. Guð- mundur gekk í Sjómannaskólann og lauk skipstjóraprófi. Hann fórst af togara á aðfangadag jóla 1950. Um 1930 fluttist Danival alfarið að norðan. Hann festi ráð sitt í annað sinn árið 1931, er hann gekk að eiga Olínu Guðmundsdóttur í Keflavfk, sem nú lillr mann sinn. Sonur þeirra er Sturlaugur Kristinn bifreiðastjóri. Danival setti um þær mundir á stofn verzlun í Kcflavík, sem hann starfaði við til æviloka. Aðalstarfs- og athafnaævi Dani- vals átti síðan eftir að líða í Keflavík. Hann unni gróðri vors og grænum litum, og sveitirnar áttu hug hans, og þó haslaði hann sér völl á vettvangi þorpsins, og erjaði hann með sæmd. Ævi manna líður eins og lygn strau- mur, hafa menn sagt, - en misjafn- lega lygn, - þungur og byltingasamur stundum. Og vindgárar rispa tíðum yfirborðið, eftir því hvernig veðurátt samtíðarinnar er háttað, jafnvel þótt bakkaskjólsins njóti. Danival var alla tíð baráttumaður, og hirti ekki um að njóta hins lygna straums. Hann gekk ungur á hönd hinna frjálslyndari hreyfinga í þjóðlífinu, þeirra, sem áttu upptök sín í hug- sjónum vakningarmanna fyrir og um síðustu aldamót. Þær hreyflngar stefndu að stjórnarfarslegu sjáfstæði þjóðarinnar án hiks eða afsláttar. Þær vildu líka rétta hlut og létta lífs- baráttu alls almennings, rétta króg- ann úr kryppunni, gefa honum l'æri á að vaxa. Slíkt er vormanna verkt. Á fyrstu árum Danivals í Keflavík voru samtök verkamanna þar sem óðast að mótast. Hann gerðist fljótt einn ákveðnasti stuðningsmaður þeirra, og forystumaður á baráttu- sveit þeiixa fyrstu árin. Entist lið hans þeim málum giftusamlega til stuðnings. Fljótt gerðist hann og afskiptasamur um almenn fram- faramál byggðarlagsins og varð harðfengur baráttumaður í þágu þeiiTa. Hann átti sæti í hreppsnefnd á árunum 1938 og 1946, en á þeim árum var þoipið að komast í það horf að verða vaxandi bær. Illffðist hann þarekki við um liðveizlu góðra mála, og eru áhril' hans frá þcim tíma varanleg. Ymsum áhugamálum sín- um sá hann komið í heila höfn, önnur bíða enn um sinn betri tíma. Hann átti sæti í stjórn Landshafnar Keflavíkur frá upphali þeirrar stofn- unar. Var honum I jós sú mikla þýð- ing, sem góð höfn hefur fyrir atvinnulíf bæjarfélags, enda lagði hann jafnan áherzlu á nauðsyn þess að auka þar mannvirki og efla alla aðstöðu. Danival mun hafa gengið í Fram- sóknarflokkinn á fyrstu árum hans. Var hann alla tíð sfðan hinn ein- dregni flokksmaður og baráttu- og forsvarsmaður fyrir málefnum hans, eftir því sem færi voru á. Hann sat í miðstjórn llokksins mörg undanfarin ár. Frá því að Framsóknarfélag Keflavíkur var stofnað, var hann formaður þess. í stjórnmálum gekk hann fram heill og óskiptur eins og öðru, er hann sinnli. Danival var einn af upphafsmönn- um Málfundafélagsins Faxa f Kefla- vík, en það félag var stofnað fyrir rúmum 20 árum, og hefur haldið fundi viku og hálfsmánarlega alla vetur síðan. Félagsmönnum þess félags munu lengi minnisstæðar samverustundirnar með Danival þar. Hinn einslæði hæfileiki hans til að finna nýja fleti á hverju máli, urði ekki sjáldan til þess að koma af stað heitum umræðum og fjörugum, svo að fundartfmi var liðinn, áður en menn vissu af. Hann var og stofn- andi Bridgefélags Keflavíkur, og spilaði hann og starfaði í því félagi, meðan honum entist heilsa. Það var aldrei logn eða kyrra þar sem Danival fór, enda tók hann hlut- skipti sitt í lífinu svo, að þar skyldi nokkuð að kveða. Hann hirti aldrei um að standa þar sem skjólið var bezt, heldur þar sem aðrir gátu haft skjól af honum. Hann var að eðlis- fari kappsfullur baráttumaður, og veitti þeim málum hið eindregnasta lið, er hann taldi sjálfur réttust. Hlut sinn lét hann ekki fyrir neinum, ef því var að skipta. Hann var svarinn samherji, en líka svarinn í andstöðu við mótherja á málefnalegu sviði. Heill maður. Hann hataði það, sem hann taldi rangt, en hatrið getur verið önnur hlið mannkærleikans. Hann sá luafen og forargleypur samfélagsins úr sjónarhæð grenitrésins í Ijóði Stephans G., og þann kjálkagula hroka, sem oddborgarinn notar til að hylja takmarkaða hæfileika, fyrirleit hann af öllu hjarta. Mörgum and- stæðingi þótti hann harður í horn að taka, og þeim varð hann aldrei þægur ljár í þúfu. Þó átli hann fáa persónu- lega andstæðinga. Hann hafði létt yfirbragð, augun voru hýr, var manna glaðastur, hvoil sem var í fá- menni eða fjölmenni. Þótti flestum gott með honum að vera, bæði þeim, sem honum voru andstæðir í skoð- unum eða fylgdu honum að máli. Hinn innri eldur lífs og hugsjóna var alltafjafn bjartur og fölskvalaus. En í svartviðrum stóð hann. Og þeim mönnum réttir lífið ekki allar jóla- gjafir jafn góðar. Öllum, sem þekktu Danival, þótti mikill sjónarsviptir að honum. En spor hans liggja hér ekki mörkuð í sand, sem fýkur fyrir vindum, heldur í harðgrýti, og þau verða rekjanleg um langan aldur öllum þeim, sern kynntust honum. Valtýr Guðjónsson. (Grcinin liirlisl íTímanum 14. nóvcmbcr I96l| 118 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.