Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 26

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 26
s ndurbygging Stekkjarkots gefur okkur tækifæri til að velta vöngum yfir því veraldlega umhverfi sem forfeður okkar og mæður bjuggu í og skópu. Reyndar er ekki síður auðgandi að huga að lífshlaupi sama fólks og lífsskiln- ✓ ingi þess. Ahugi okkar kviknar ekki síst þegar ljóst verður að Stekkjarkot var byggt af fólki í eldheitu ástarævintýri, þar sem fornar dyggðir eins og heiður og hyggindi urðu kveikja að áhugaverðu lífshlaupi. Aður en ástarsagan verður sögð má hafa hugfast að í Stekkjarkoti bjuggu þrjár fjölskyldur á ólíkum tímum og óskyldar. Sú fyrsta, er reisti Stekkjarkot bjó líklega á árunum 1857-1887. Önnur fjölskylda, ætt Imbu í Stekk og Magnúsar Gíslasonar, endurreisti Slekkjarkot og bjó þar frá 1917-1921, ættmenni þeirra eru mörg á Suðurnesjum. Þriðja fjölskylda, þau Bjarni í Stekk og Björg Einarsdóttir bjuggu svo seinust ábúenda á árunum 1921-1924, þau eignuðustu ellefu börn, mörg þeirra búa og bjuggu á Suður- nesjum, við getur farið nærri um að afkomendur eru fjölmargir. Vonandi gefst síðar tækifæri til að segja sögur er tengjast þessum tveimur seinni fjölskyldum og skal nú sögð sagan af tilurð Stekkjarkots og fyrstu ábú- endunum, þeim heiðurshjónum Jóni Gunnlaugssyni og Rósu Ásgrímsdóttur. Jón og Rósa tilheyrðu bæði Kálfa- tjarnarsókn, þó Jón hafi átt heimili á Vatnsleysuströnd en Rósa nærri Hafnar- ftrði, reyndar verður að hafa í huga að Njarðvík út að Vatnsnesi tilheyrði einnig Kálfatjarnarsókn á þessum tíma sem um er rætt (fyrstu áratugum eftir 1800). Nú verður vart talið til tíðinda að fólk felli hugi saman eða verði ástfangið upp fyrir haus, en svo sem títt var á þessum tíma var ekki hverjum sem er leyft ástfengi við hvern sem er. Reyndar má skilja setn- inguna að framan á marga vegu og auðvitað er hún enn að nokkru leyti í gildi! Hvað sem öllu líður þá virtust Rósa og Jón ekki mega eigast. Hverjir voru mestu áhrifavaldar þessa og hvers vegna sá rembihnútur var settur á ástina verður ekki fullyrt með góðu móti. Jón var reyndar af ríkum ættum og stóð svo á málum að faðir Jóns hét honum arfleysi ef hann giftist Rósu. Þá sannast að góð ráð eru dýr og eins og síðar sannast var Rósa meira virði en nokkurt fé. Sumir vildu nú halda því fram að svo muni um fleira fólk. Jón gat auðvitað ekki fyrir nokkurn mun lifað án Rósu, þau lluttust til Njarðvíkur rúmlega tvítug að aldri og hann arflaus gerður. Ekki verður séð af tiltækum heimildum að Rósa hafi haft með sér heimamund. Ógift koma þau til Innri Njarðvíkur og fá inni og stýra búi að Ólafsvöllum, en Ólatsvellir voru í eign Ásbjarnar Ólafs- sonar og Ingveldar Jafetsdót tur. Jón mun hafa átt ættir að rekja til Njarðvíkurbænda og því hafa ættingjar hans í Njarðvík skotið skjólshúsi yffr hjónaleysin. Fyrir þá sem vilja vita þá voru Ólafsvellir staðsetlir rétt ofan tjarnarinnar í Innri Njarðvík, rústir eru enn greinilegar og ligja við hlið nokkuð kunnara kots kennt við Hóhnfast og er á sama svæði. Þó tilviljun ráði og atburðurinn sé hryggi- legur, þá var umræddur Hólmfastur hrakinn frá Vatnsleysuströnd af fádæma niðurlægingu, ekki af ást heldur vegna óvæginna upphlaupa danskra kaup- manna. Tilviljun nær líka til þess að þáð voru foifeður Ásbjarnar á Njarðvíkurhö- fuðbólinu er hýstu Hólmfast. Jón og Rósa búa að Ólafsvöllum í nokkur ár og eru örugglega búandi þar árið 1855. Jafnhliðabyggjaþau Stekkjar- kot, brunn við kotið og Stekkjakotsvör. Þau eru flutt að Stekkjarkoti fyrir 1860 og hafa þá gifst og eignast tvær dætur. En alls eignuðust þau sjö börn, meir um þau síðar. Matarkostur var rýr og lifðu þau einkum á trosi, þ.e. soðnum fiskhausum, þunnilduin og öðru því sem óseljanlegt var af fiskinum. Þó var grautargerð algeng, drýgð með skarfakáli, fuglasúpur og söl borðuð. Þó segir Guðmundur Á. Finnbogason svo frá f bók sinni Sagnir af Suðumesjum (bls. 17): „Narfakotsseylan Vinkonurnar frú Vigdís Finnbogadóttir og Ágústa Kristóferdóttir, sem er barnabarn Rósu og Jóns Gunnlaugssonar frá Stekkjarkoti, sem eru á spjalli og snæðingi. Ljósm. Oddgeir Karlsson. 122 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.