Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 27

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 27
Þessi tcikning var unnin al' Haraldi Valbergssyni. var góður staður, þar voru oft endur á ferð og gott til fanga á haustin. Hentugasti tíminn var seinni hluti dags og um dimmumótin. Þá var oft hægt að fá góða kippu. Eins varþað utan Byrgistanga, hjá Stekkjakotsvörinni, þar mátti fá fug! og sel, þegar vel hentaði með veður.“ Jón og Rósa héldu ekki skepnur og Stekkjarkot því kölluð þurrabúð eða tómthús. Athyglisvert er hvað orðið tómt-hús er merkilegt eða þurra-búð, sem greinilega vísar til þess hversu lítilsgild slík kot voru og lífsskilyrði erfið. Við skulum hafa hugfast að í einhverj- um skilhingi kusu þau Jón og Rósa sér slíka erfiðleika saman, fremur en meiri veraldargæði hvort í sínu lagi. Þrátt fyrir augljósa fátækt bjuggu þau börnum sínum menntandi heimili, ken- ndu þeim lestur, skrift og önnur fræði er við hæfi þóttu. Um þelta efni eru til nokkrar heimildir. Arangur barna þein'a í yfirheyrslum sóknarnefndar, prests og prófasts sýnir að þau stóðu jafnfætis eða framaröðrum börnum í lnnri Njarðvík og þótt leitað væri í nærsveitum. Til dæmis segir svo frá í bréft sem fylgir sóknar- mannatali árið 1885 í Njarðvíkursókn, að Guðbjörg Jónsdóttir, úr Stekkjarkoti, þá 13 ára sé vel læs og kver sé útlært, þó kom hún ekki í skólann fyrr en eftir áramót. Ekkert annað bam var þá vel læst en nokkur teljast liafa útlært kverið. Önnur heimild segir frá Kristínu systur Guðbjargar og reyndar eldri að þann 19. des. 1874 haft hún orðið hæst þeirra sem voru yfirheyrð. Kristín sótti skóla í Brunnastaðahverfi, sem að líkindum var byggður fyrir fé úr Thorkilliisjóði. Guð- björg sótti hins vegar skóla í Innri Njarðvík, sem reyndar var ekki annað en húsgarmur og kennslukleftnn er lítil, hrörleg kotnpa, eins og þar stendur. Prófgreinar Kristínar eru allar athygli verðar en þær voru: kverið, biblíusögur, lestur, skrift, reikningur og hegðun. Hið athygliverða er að lestur, skrift og reikningur teljast enn prófgreinar, en ástæðulaust þykir að reyna á þekkingu nemenda í biblíusögum og hegðun í dag. Auk Guðbjargar og Kristínar eign- tiðust Jón og Rósa fimm önnur börn, son sem dó ungur og tjórar dætur, þær voru: Ingunn sem var elst, hún giftist manni frá Blönduósi og fluttu þau til Kanada. Valgerður, næstelst, llutti til Reykjavíkur. Margrét, var sennilegast fjórða bam þeirra hjóna, veiktist af bólguveiki og var vart hugað líf, á sama tíma bjó í Njarðvík Þórður Guðmundsson (Gudmundssen) læknir, tók hann Margréti að sér og bjarg- aði lífl hennar. Hún bjó hin síðari ár í Reykjavík, en þá var Þórður fluttur til Vesturheims. Ein dætra Margrétar, Agústa Kristófersdóttir, hefur verið mímisbrunnur um lífið í Stekkjarkoti. Guðlaug Sigríður var yngst dætranna, en hún var í fyrsta fermingarhópnum í hinni nýbyggðu Njarðvíkurkirkju, sem átti aldarafmæli 18. júlí 1986. Fjölskyldan í Stekkjarkoti tengdist hinni nýju kirkju á annan og sorglegri hátt, en Jón lést þann 28. feb. 1887 og var hann hinn fyrsti er jarðsunginn var frá hinni nýbyggðu Njarðvíkurkirkju þann 12. mars sama ár. Fögur ævintýri búa yftr fögru lífi og þegar endir er bundinn á líf jafn yndislegs fólks sem Jóns og Rósu, fer ástin á Uug með vonir um fagurt líf öllum til handa. Helga Oskarsdóttir Agúst Asgeirsson Heimildir: Ágústa Kristófersdóltir: Margvíslegar gagnlegar upplýsingar erfram komi ísamtölum við Helgu Ingimimdardóttur og Helgu Oskars- dóttur. Guðmundur A. Finnbogason: Sagnir afSuðumesjum, útg. höf. Seberg prentaði. Reykjavik, 1978. GUðmundur A. Finnbogason: Óútgefnar samantektir úr sóknar- mannatali, o.fl. Úr bókum Þjóðskjalasafns íshmds, safnað Itafu Helga Ingimundardóttir og Helga Óskarsdóttir. FAXI 123

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.