Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 29

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 29
Tölvu Nú í haust var stofn- aður Tölvuskóli Suðurnesja og standa að honum margir aðilar með góða reynslu í tölvu- fræðum. Eigendurnir eru þeir Baldur Baldursson og ciginkona hans Iða Brá, Hafliði Kristjánsson og eigendur Tölvuvæðingar hf., þeir Elvar Gottskálksson, Guðmundur Þórðarson, Bjarni Kristjáns- son og Reynir Olafsson. Skólinn er til húsa að Hafnargötu 35 þar sem Tölvuvæðing hafði áður starfsrækt skóla með sama nafni. Faxi hafði samband við skólann og fékk þar ýmsar upp- lýsingar sem gætu komið lesendum blaðsins að gagni. A/lUn tÖlvUriíjm • Gosm. „„ Kennarar skólans verða eigendumir ásamt því að leitað verður til annarra kennara ef þurfa þykir. Hafliði verður skólasljóri skólans, en hann er sál- fræðimenntaður og hefur reynslu af tölvuúrvinnslu, skýrslu- gerðum og ýmsum þeim hugbúnaði sem kennt verður á. Elvar er lærður flugvirki ásamt því sem hann hefur sérmenntun á sviði rafeindafræði er sérgrein hans vélbún- aður tölvu- og jaðartækja svo og allur grunnhugbúnaður tölvu- og netkerfa. Guðmundur hefur mikla reynslu af öllu sem viðkemur tölvum og hugbúnaði. Hann er einn af höfund- um bókhaldskerfisins Ráð. Þó Bjami sé starf- andi sem tannsmiður í Keflavík, þá hefur hann jafnhliða starfað mikið við tölvur og nær fremst til hugbúnaðarins. Baldur hefur undanfarin ár annast kennslu hér syðra fyrir Tölvuskóla Reykjavíkur og er reynsla hans af tölvum og hugbúnaði mikil. Húsnæði skólans er á efri hæð Hafnargötu 35 og er hið ágætasta. Þar er tölvukennslustofa, bók- námsstofa, kaffistofa og setustofa. í tölvustofunni eru 12 Ambra 486 tölvur sem eru tengdar með CECCO 486/50 net- stjóra. Það er markmið skólans að bjóða upp á kennslu á sem víðustum grundvelli. Á nám- skránni er mikið úrval námskeiða, en að auki verður leitast við að sinna öllum þeim sérþörfum sem einstak- lingar og fyrirtæki kunna að hafa. flugvéla. Á tölvusviðinu þekking hans fyrst og Novell-netkerfi inn á

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.