Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 30

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 30
■ Ótrúlegt hirbuleysi Það er ótrúlegt hirðu- og virð- ingarleysi sem vörubflstjóri nokkur sýndi er hann sturtaði farmi af all- skyns rusli á bjargbrúnina fyrir neð- an vitann ú Reykjanesi. A þennan stað koma árlega tugþúsundir ferð- amanna, því bæði er á þessum slóðum mikið fuglalíf og einnig er þarna góð aðstaða til að fylgjast með hafinu og umrótinu sem það veldur. Það er vonandi að viðkomandi bíl- stjóri sjái að sér og mæti á staðinn og fjarlægi járnaruslið. Myndina sem fylgir þessari frétt tók vitavörðurinn á Reykjanesi Pétur Ingólfsson. ■ Félagsmibstöbin qö HQfnargötu 31 Þann 2. september s.l. opnaði Félagsmiðstöð fyrir unglinga í hús- næði sem veitingastaðurinn Edin- borg var síðast til húsa. Kefla- víkurbær hefur tekið húsnæðið til leigu í eitt ár og hefur Ævar Olsen verið ráðinn forstöðumaður . Félags- miðstöðin er ætluð fyrir unglinga sem eru komnir á sextánda árið og eldri og er hún opin öllum ungling- um á svæðinu. Húsið er opið flesta daga frá klukkan þrjú á daginn og verður mikil áhersla lögð á ungling- arnir sjálfir stjórni því sem þar fer fram. Er vonandi að unglingar bæj- arins eigi eftir nýta þessa aðstöðu til góðra hluta. ■ Sumarib þegar umhverfib var í fyrirrúmi Sumarsins 1993 mun örugglega verða lengi minnst, þvf sjaldan hefur umhverfismálum verið jafn mikið sinnt. Fer þar saman vaxandi áhugi einstaklinga og sveitarstjórna á umhverftsmálum og svo einnig dapurt atvinnuástand í landinu. Það eru nú rúmlega tveir áratugir síðan jafn mikið atvinnuleysi var hér á landi, en að þessu sinni bar mönnum gæfa til að bæta ástandið, a.m.k. um stundarsakir með því að grípa til svonefndra átaksverkefna. Sveitar- félögin fengu þá aðstoð frá At- vinnuleysistryggingasjóði til að ráða atvinnulausl fólk til starfa við átaksverkefni sem fyrst og fremst snertu umhverfismál. Mun Faxi gera þessu máli betri skil síðar. ■ Fró Bókasafni Keflövíkur Innan skamms mun Bókasafn Keflavíkur ffytja í nýtt húsnæði að Hafnargötu 57. Við höfum fengið í hendur lítinn fjórblöðung sem inni- heldur ársskýrslu bókasafnsins fyrir árið 1992 og er þar að finna ýmsan fróðleik og fara hér á eftir ýmsir punktar úr skýrslunni. Ársskfrteini kosta 500 kr. en ellilífeyrisþegar og börn fá þau frítt. Um áramót voru skráðir lánþegar alls 1940 talsins. Formaður bóka- safnsstjórnar er Guðbjörg Ingi- mundardóttir, en forstöðumaður safnsins er Björk Þorkelsdóttir og aðrir starfsmenn eru Anna Marta Valtýsdóttir, Fjóla Jóhannesdóttir, Ragnhildur Árnadóttir og Erla Helgadóttir. Mjög mikil útláns- aukning átti sér stað á milli ára, eða tæp 36%. Alls voru á árinu lánuð út 66.116. bækur og safngögn af ýmsu tagi, en alls voru í safninu tæp fjörutíuþúsund skráð safngögn. Tölvuvæðing safnsins er komin vel á veg og auðveldar hún allt starf þess. Auk almennra útlána sinnir safnið þjónustu við ýmsar stofnanir og samtök. Má þar nefna Sjúkrahúsið í Kellavík, Félagsstarf aldraðra, Athvarf aldraðra og Skólaselið í Keflavík. Á síðari árum hafa nem- endur skólanna í auknum mæli Þorsteinn Hallgrfmsson fagnar sigri sínnni á 18. flötunni í Leiru. Eins og sjá iná fylgdist inikill fjöldi áhorfenda með keppninni. komið í safnið í leit að heimildum varðandi verkefni sín. Starfsfólk safnsins reiknar með enn meiri aðsókn að safninu í hinu nýja húsnæði. ■ Landsmót í golfi I júlí s.l. fór fram á Hólmsvelli í Leiru Landsmót í golfí. Þátttaka var ekki eins góð og oft áður og bendir það til þess að tími sé kominn til að breyta fyrirkomulagi mótsins. Vax- andi áhugi á golft og hinn mikli áhugi sem fólk sýndi keppninni í meistaraflokki gefur ákveðna vís- bendingu um það sem gera þarf. Sú skoðun hefur heyrst, að kominn sé tími til að keppt verði um meistara- titil í golft í karla- og kvennaflokki á sérstöku, opnu íslandsmóti, þ.e. Opna íslenska meistaramótið í golli. Það mót yrði þá opið öllum áhuga- mönnum, sumum yrði boðin þátttaka í mótinu, en aðrir yrðu að keppa á úrtökumótum sem halda mætti á ýmsum stöðum á landinu. Með þessum hætti yrði þessari íþrótt gert jafnhátt undir höfði og öðrum íþróttagreinum. Golfklúbbur Suður- nesja sá um að halda landsmótið að þessu sinni og fórst klúbbnum það mjög vel úr hendi sem fyrr. Eftir jafna og skemmtilega keppni varð Þorsteinn Hallgrímsson úr Golf- klúbbi Vestmannaeyja Islandsmeis- tari karla en Karen Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja Islandsmeis- tari kvenna, en hún hefur hampað þeim titli mörg undanfarin ár. Ruslið sem sturtaö var á bjargbrúnina fyrir neðan Reykjanesvita er greinilega ekkert augnayndi.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.