Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 18

Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 18
I UI JÓLABLAD1996 Smásagnasamkeppni -í tilefni afdegi íslenskrar tungu Bókasafn Reykjanesbæjar efndi til stnásagnasanikeppni á meðal lánþcga safnsins í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember sd. Dómnefndin, setn skipuð var Öldu Jensdóttur, Ásu Ásmundsdóttur og Svanhildi Eiríksdóttur, kom sér samnn um að sagan Litbrigði eftir Pálínu Valsdóttur vxri besta sagan. í viðu rken n ingarskyni fær Pálína að gjöf vegleg bókaverðlaun frá Bókabúð Keflavíkur. Auk þess mágeta að Pálína gafnú (desember út prósasafn, sem hi'tn nefnir Gola, og er þetta ekki ífyrsta sinn sem verk eftir Pálínu birtist á prenti. Moldin var þögul og þung í þykkri þokunni. En gjöful hafði hún verið í sumar, þrátt fyrir drungalegt veður allan seinni hlutann. Það var kominn miður september og Dögun stóð í skikanum sem hún hafði bætt við veltuna um vorið, full af löngun og bardagahug við óræktina. Löngun eftir sólinni,- brennandi ósk um að sjá líf dafna undir fingrum sér. Hún hafði unnið hægt og seiglulega eins og gamall yfirvegaður maður. Hafði hugsað hverri torfu sitt ætlunarverk um leið og hún stakk hana upp. Skjól skyldi hún verða. Skjól fyrir ungar veikarhríslur. Dögun stakk gafflinum á kaf undir eitt grasið og lyfti varlega upp hnausnum sem var fullur af glitrandi nýjum kartöflum. Áköf beygði hún sig niður og seildist berhent undir og inní hnausinn og hristi moldina af í einum tveimur handtökum. Moldin sáldraðist niður en nokkrar kartöflur, stórar og bústnar, rúlluðu útíbeðið. Þetta var dásamleg sjón. Alltaf hafði licnni þótt þetta vera svo sérstakt. Að sjá árangur erfiðis síns. Að uppskera. Eins og einhvemveginn að fá samþykki skapara síns fyrir því að vissulega og þrátt fyrir allt þá væri maður ekki alltaf í ónáðinni hjá örlaganornunum. Hún rétti úr sér og leit í kringum sig. Hlustaði á brimið dúra í hægðum sínum. Fann sjávarlyktina blandast moldaranganinni. Hljóð og sláttur hafsins var orðinn henni samvaxinn og ósjálfrátt þá heyrði hún stöðu sjávar. Vissi án þess að hugsa sig um að núna fjaraði út hægt og rólega. Hún saug uppí nefið og beygði sig niður aftur. Hélt áfram að taka upp. Drungalegur friðurinn var algjör og stundin svo gjörsamlega hennar. Hún varð hluti af hringrás náttúrunnar og kepptist við í smástund en allt í einu rauf símhringing kyrrðina. Dögun leit vonsvikin upp úr verki 118 FAXI sínu og rétti úr sér með lágri stunu um leið og hún lagði aðra höndina á mjóbakið. Síminn hélt áfram að hringja óþolinmóðlega. Dögun hafði látið símann í eldhúsgluggann sem snéri niður að garðinum. Ef ske kynni.... Og þrátt fyrir vonbrigðin yfir trufluninni þá kviknaði samt von.Kannske var þetta hann. Hún þunkaði af fingmm sér í röku grasinu um leið og hún sté upp úr beðinu. Svo hraðaði hún sér, hljóp reyndar við fót upp að húsinu. Um leið og hún tók í húninn á kjallaradyrunum varð hún þess vör að síminn hætti að hringja. í sama bili renndi bíll upp að planinu og þegar Dögun gekk inní þvottahúsið til að skola moldina af fingrum sér, heyrði hún að gengið var inn um aðaldymar uppi. „Halló nokkur heima”? Kunnugleg rödd Hallgerðar kvað liátt við í þöglu húsinu. Sem virkaði ennþá þögulla eftir hvella símhringinguna. Dögun treysti sér varla til að tala við nokkum mann , kannske ætti hún að þykjast að vera ekki heima en ákvað að láta ekki eins og smákrakki. „Eg er í kjallaranum, byrjaðu að hella uppá”. Þegar hún kom upp og inn ganginn heyrði hún að það var verið að bjástra við kaffikönnuna. Dögun ákvað að bregða sér á klóið áður en hún heilsaði upp á vinkonu sína. Henni varð litið í spegilinn þegar hún hafði þurrkað sér um hendumar. Eldrautt sítt hárið var í óreiðu og moldarklepri í öðmm vanganum. Hún horfðist í augu við sig í speglinum og kinkaði kolli. „Jú, víst er ég ennþá ég. Enn hefur mér ekki tekist að verða sú sem hinir vonuðust eftir að ég væri. Svolítið spakari að vísu en enn veld ég mörguni vonbrigðum. Kannske mest mér. Mikil býsn að svona konur skuli fæðast í heiminn.” Hún mundi enn vonbrigðisleiftrin og jafnvel vanþóknun í andlitum við ótal kringumstæður. „Ertu drukknuð þarna eða hvað”? Hás kynþokkafull rödd Hallgerðar kom Döguninni aftur til veruleikans. Þær sátu við eldhúsborðið sem var staðsett undir stórum glugganum sem snéri oní garð og með útsýni yfir gamla innsiglinguna. Þær spjölluðu um þátt sem hafði verið í sjónvarpinu kvöldinu áður um austurlenskar konur, giftar og búsettar á íslandi. Hallgerði var heitt í hamsi og reif sig oní rass um helv. sem gælu ekki lifað við kröfur íslenskra kvenna og næðu sér í framandi konur sem gætu svo engar bjargir veitt sér sakir einangrunar og málleysis, ef > nauður ræki, sem var víst ekki svo sjaldan? „Og ég veit um einn sem hefur leikið þennan leik ofiar en einu sinni”. Dögun reyndi að malda í móinn, benti henni á aö kannske væri ekki sama innrætið i öllum þeim mönnum sem þessa lcið hefðu 1’arið en hafði þó lúmskt gaman af vinkonu sinni. Hallgerður var alltaf eldheitui' stuðningsmaður þeirra sem minna máttu sín. Einkennilegt með svona fallega og fíngerða konu. Þannig konur vom sem oftast, að minnsta kosti í vitund Dögunar svo fján uppteknar af sínu eigin útliti að þær virtust ekki geta sett sig í spor annara. En Hallgerður aftur á móti lifði og hrærðist fyrir annara velferð. Dögun hafði oft velt þv> fyrir sér hvort hás rödd Hallgerðar væri áunnin af því henni lá alltaf svo mikið niðri fyrir. Allt í einu hringdi síminn aftur- Dögun sat og horfði á símtólið sem var ennþá í glugganum, eins og hún væri lömuð, símirm hringdi aftur en Dögun sat ennþa eins og frosin, Hallgerður snéri sér beint að Döguninni og horfði .a hana með undrunarsvip. Dögun reis á fætur eins og í svefni, gekk að símanum og lók hann ui glugganum um leið og hún lyf11 tólinu að eyra sér. I sömu andrá varð henni litiö ut um gluggann og sá nokkra geisla brjótast fram úr skýjaþykkninu- Þeir sendu frá sér einkennileg3 birtu svo glampaði á votan mosann og hraunið virtist tinnusvart á móti grænkunni. Fyrirboði...Eitthvað gott, kannske. „Halló” Djúp bassarödd kvað við úr tólinu-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.