Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 19

Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 19
FAXI JOLtliliAII lililli .,Augnablik”sagði Dögun og færði S|g inní stofu um leið og hún leit á Hallgerði með ótvíræð skilaboð í augnaráðinu. "Þetta kemur þér ekkert við”var ^ægt að lesa úr augum Dögunar °g Hallgerður skildi svosem, reis á Iretur með þótta og það er óhætt að segja að það hafi gustað af henni þega hún gekk framhjá stotudyrunum. ’.Komdu sæll” Huð minn góður þetta er hann. ^etta var hann. Hún reyndi að sjá Hann fyrir sér, reyndi að skapa niynd af honurn útfrá röddinni og orðunum. Þau ákváðu að hittast eftir viku. ^ara á kaffihúsi til að byrja með. Það var komið fram yfir miðnætti. Högun hafði gefist uppá að bylta Ser í rúminu og hafði farið fram í e'dhús að fá sér tesopa. Nú lá hún 1 soffanum og hnipraði sig saman, Hlustaði á hjartslátt hafsins. f'ungur sláttur brimsins efldist í n®turkyrrðinni. Hún lá og hlustaði °g hugurinn hvarflaði ósjálfrátt til baka. Atján ár aftur í tímann. Henni huinst hún skreppa saman og verða aftur að þessu hulstri sem hún vildi ekki búa í. Mundi að hún hafði aldrei fundið fyrir hríðum. Hafði verið dópuð niður og aðeins komið til meðvilundar tvisvar sinnum í fæðingunni. Heill skari af læknanemum og alls konar fólki hafði staðið við gaflinn á fæðingarrúminu. Hún vissi það núna að það hlutu að hafa verið læknanemar og ljósmæðranemar, en þá hafði hún ekki gert sér grein fyrir því. Næst þegar hún hafði vaknað hafði miðaldra kona setið á rúmstokknum. Hún hafði kynnt sig. Asta eitthvað, starfsmaður barnaverndarnefndar, með blað og penna, „skrifaðu bara héma” „Hvað”? „Nafnið þitt” Búið. Endanlegt. Hún hafði stundum grátið eftir þetta. En svo hætti hún því. Til hvers að gráta. Vonandi hafði hann haft það gott. Baldur var fallegt nafn. Baldur hinn góði. Svefninn færðist yfir hana þar sem hún lá alein í litla húsinu sínu. Síðan þá hafði hún kosið að vera alein. Gat ekki veitt öðrum neitt af sínum innra manm. A leiðinni inn í svefninn grúfði Dögun andlitið niður í grófan ullarjavann í púðanum. Stöðugt suðið í briminu varð smám saman að hljóðri vögguvísu sem þrengdi sér inn í vitund hennar berandi með sér saltan keim af löngu þomuðum tárum. „Það flæðir að” hugsaði Dögun, hringaði sig saman eins og lítið bam. „Baldur" „Baldur hinn góði” hvíslaði brimið. „Góði, góði..” Það flæðir að. Viku seinna sat Dögun í rútunni á leið inneftir. Hafði ákveðið að fara með rútu til að vera ekki upptekin af að keyra. Vildi fá að lifa þennan dag á eigin forsendum. Þurfa ekki að hugsa um hversdagslega hluti eins og bensín og hraðamæli. Dagurinn var yndislegur haustdagur eins og jieir gerast bestir. Kjarrivaxið Hvassahraunið heillaði liana í djúpri haustlitadýrð sinni. Eins og til að árétta að þessum degi myndi hún aldrei gleyma. Þegar hún sté af bílnum á Umferðanniðstöðinni hugleiddi hún hvort hún ætti að taka strætó eða ganga. Eftir að hafa lilið aðeins í kringum sig fannst henni hugsunin um göngutúr heillandi kostur. A leiðinni fann hún gamla óttann heltaka sig. Ottann við að verða vegin og metin. Kannske yrði hún léttvæg fundin. Jæja skítt með það. Aðalatriðið var að núna fengi hún tækifæri til að horfast í augu við persónu sem hafði fylgt henni stöðugt í gegnum fullorðinsárin. Persónu sem hafði hvorki haft andlit eða rödd. Bara veriö til einhversstaðar þama útil Næstum eins og vofa. Dögun opnaði dyrnar á Hressó, stóð augnablik og leit í dringum sig en sá engan sem gæti verið Baldur. Fór strax í vörn. Gamla höfnunar tilfinningin gerði vart við sig. Gæti verið að hann hefði hætt við? Hún fór lengra inn þó að hana langaði hálft í hvoru til að snúa við. Jú þama innst inni sat hann. Strítt rautt hárið lýsti eins og sól. Pottþétt, þetta var hann. Hún gekk hægt að borðinu, bauð góðan dag og drukknaði svo í augum svo fullum af tilfínningum. Augum sem hún hafði alltaf þekkt. Sál hennar söng fagnandi. Tást- m óimamdlmtefmmm óskaz öllum zSuðumesiamönnum cjleðilecjia jóia oj ^avsæidav á komandi ckL oPökkum ölium viðsktptin á áúnu sem ex að iíða ocj vonax að (£Póstuv ocj sími kfj. mecji njóta keiuav ðijjif, vináttu ocj viðskipta, sem hinjað til. ‘PáxsUir ag sírni %eflamh FAXI 119

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.