Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 29

Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 29
FAXI JÓIiABLAD 19915 Afrnaelisblaö FS Fyrir stuttu kom út 20 ára afmælis- blað Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Var það afmælisnefnd skólans sem ^’ýrði útgáfu þess. í nefndinni voru *ngólfur Halldórsson sem var formað- Ul rietndarinnar, Inga Birna Antons- ^óttir, fullnúi nemenda, Guðbjörg Að- albergsdóttir, fulltrúi starfsmanna, ^uðniundur Björnsson, fyrrverandi °rrnaður skólanefndar og Páll Ketils- ritstjóri. Var það Guðbjörg Aðal- uurgsdóttir sem hafði umsjón með út- gúfunni. Blaðið var unnið af Prent- s,T|iðjunni Grágás. 1 blaðinu er rakin saga FS í tuttugu ar°g er einnig sagt frá Iðnskóla Kella- V|^ur sem stofnaður var 1943 og sem 1ann suman við FS við stofnun hans '6.1 grejn sem Aðalbjörg skrifar er jallað um stöðu skólamála á Suður- nesium og það umhverfi sem FS er sProttinn upp úr. Þá er á mjög skýran 'att rakinn aðdragandinn að stofnun , 0 ans og er merkileg sú saga sem ar cr rakin, ekki síst fyrir þær sakir að ar keniur mjög vel fram hversu sam- V'nna sveitarfélaganna á Suðumesjum Var mikilvæg í þessu máli. p^Jón Böðvarson, fyrsti skólameistari > skrifar grein í afmælisblaðið og e ni>' hana “Drög að starfssögu 1976 "4 Frásögn Jóns er hin athyglis- er usta og gefur belur en flest annað em a Prenti hefur sést raunhæfa ^ y^d af starfi kennarar og stjómenda ^ ans á hinum fyrstu árum hans. v.eniUr ijóslega fram að oft hefur verið ramman reip að draga og þegar lit- ið er yfir farinn veg er aðdáunarvert hversu vel tókst til undir hans stjóm. Er rétt að hvetja sem flesta til að lesa þessa ágætu grein og síðan einnig grein Hjálmars Amasonar sem tók við stjórn skólans af Jóni haustið 1984. Undir stjórn Hjálmars hélt skólinn áfram að eflast á flestum sviðum og þá var einnig lyft grettistaki í bygging- amiálum skólans. Saga Sameinaðra verktaka Eyþór Þórðarson hefur tekið saman í bók merka frásögn af byggingar- framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli ásamt 30 ára sögu Sameinaðra verk- taka. Er hér á alla lund um mjög tíma- bært og áhugavert rit að ræða. Það er sjálfsagt ekki tilviljun ein sem ræður því að Eyþór ríður hér á vaðið og færir í letur þennan þátt úr iðnsögu landsins - áhugi Eyþórs og þekking á iðnmenn- ingu og iðnsögu er þekktur um allt land. Þótt undarlegt niegi virðast þá hefur afar lítið verið skrifað um hinar miklu framkvæmdir sem áttu sér stað á Keflavíkurflugvelli, fyrst með komu bandarísks herliðs árið 1941 og síðar við komu hins bandaríska herliðs Nato tíu árum síðar, það er því ákaflega kærkomin bók sem nú kemur frá hendi Eyþórs. Hún er mjög skilmerki- lega skrifuð og fylgja henni Ijósrit margra þeirra heimildaskjala sem byggt er á. Bókina prýða margar for- vitnilegar myndir, m.a. af ýmsum framkvæmdum á vegum Sameinaðra verktaka og starfsmönnum þeirra og stjómendum. Bókin er alls 205 blað- síður í nokkuð stóru broti. útgefandi eru Sameinaðir verktakar og hún er prentuð hjá Prentsmiðjunni Odda í Reykjavík. Aðventusamkoma hjá Hæfingastöðinni Á Hæfingarstöðinni að Hafnargötu 90 var þann 1. desember s.l. haldin samverustund fyrir þá sem hafa vinnu við stöðina, aðstendendur þeirra og aðra velunnara. Segja má að hefð sé að skapast að þessu leyti því þetta er þriðja árið sem þetta er gert. Mjög góð þátttaka var og mættu um 50 manns. Milli þess sem gestir gæddu sér á Frá aðvenntusmkomunni á Hæfingarstöðinni. Ljósm. HH. súkkulaði og piparkökum þá var tím- inn notaður til að spjalla saman og var þá oft slegið á létta strengi. Einnig voru sungin jólalög og sögur lesnar. Var þetta hin ánægjulegasta stund í alla staði. Kristinn Reyr Copenhagen Það er kátt í Copenhagen Carlsberg fæst við Ráðhústorg vorið laufgar veröld alla veizla í Amalienborg. Smil og gtefii ganga StrikiÖ góöur Imnior eftir því. Arnasafn er okkar mórall eru nieð í Tívolí? Enn er kvöld í Copenhagen Kiljan gisti að d'Anglaterre við skulum á Valencia: Vær sá god. Jawol mein Herr. Svo um nótt wn Nýhöfnina Nelluna og Indisk har koníak með kampavíni köretur og ástatfar. Ó að kveðja Copenhagen kóng og Bertel Thorvaldsen Hólm og litlu hafmcyjuna Hveðn og Boðn og önnur lén. Út á haf af hvítum skýjttm lieim til landsins sem mig ól fljúga skal ó fljúg þá klceði fljúgðu náttlangt undir sól. Úr Úrvalsljóð ein -1996 Úrvalsljóð Kristins Reyr Nýlega sendi Kristinn Reyr frá sér nýja útgáfu ljóða sinna í bók er hann nefnir Úrvalsljóð ein. Hefur hann tek- ið saman úrval ljóða úr alls tólf ljóða- bókum sem út hafa komið á tímabil- inu 1942 -1991. Bókin er 143 blað- síður og inniheldur 84 Ijóð ásamt ágætum upplýsingum um höfundinn. starfsferil. fjölskyldu og skáldverk en Kristinn hefur auk Ijóða sinna samið fjölmörg leikrit. Bókin er sett og prentuö hjá Félagsprentsmiðjunni og bundin hjá Bókavirkinu. Blaðstjórn færir höfundi hamingjuóskir í tilefni útgáfunnar og hvetur lesendur Faxa til að kynna sér þessa bók. FAXI 129

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.