Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 24

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 24
FAXI JÓIjAIILM) 20(1(1 Kristnihátíðir í Utskálaprestakalli HALLGRÍMSHÁTÍÐ í SANDGERÐI, SÍVERTSENSHÁTÍÐ í GARÐI Úr leikritinu Heimur Guðríðar. Helga E. Jónsdóttir sem Guðríður og Jakob Þór Einarsson í hlutverki Hallgrínis. Legsteinn Steinunnar Hallgrímsdóttur til hliðar / liðnu ári var þúsund ára kristnitöku íslensku þjóðar- innar minnst með ýmsum hætti víða um land. I Útskálasókn stóð kirkjan fyrir minningarhátíð um sr. Sigurð Brynjólfsson Sívertsen sem þjónaði Útskálaprestakalli í fimmtíu ár, frá 1837 til 1887. í Hvalsnessókn var kristnitökuársins minnst með því að halda Hallgríms- hátíð til minningar um trúarskáldið og kennimanninn sr. Hallgríni Pét- ursson sem þjónaði á Hvalsnesi á ár- unum 1644 til 1651. Hátíðirnar voru samstarfsverkefni Útskálasóknar og Gerðahrepps annars vegar og Hvalsnessóknar og Sandgeið- isbæjar hins vegar. Báðar þessar hátíðir tókust einkar vel og tóku ungir sem aldnir virkan þátt í hátíðarhöldunum. Skal hér í stut- tu máli geið grein fyrir þessum hátíð- um. SÍVERTSENSHÁTÍÐ Þann 19. mars síðastliðinn minntist Útskálasókn þúsund ára kristnitöku með veglegri kristnihátíð sem tileinkuð var sr. Sigurði Br. Sívertsen. Hátíðin var mjög vel sótt og hófst hún með hátíðar- guðsþjónustu í Útskálakirkju þar sem frú Anna Olafsdóttir Bjömsson sagn- fræðingur og fyrrum alþingismaður predikaði og sóknarprestur þjónaði fyr- ir altari. Að lokinni guðsþjónustu var boðið til kaffisamsætis í samkomuhús- inu í Garði. Þar flutti heiðursgestur há- tíðarinnar frú Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra ræðu ásamt Sigurði Ingvarssyni oddvita Gerðahrepps. Nemendur og kennarar Gerðaskóla í Garði unnu af miklum myndugleik að því að tengja þemadaga skólans bæði í máli og myndum við þennan merkilega Eftir hátíðarmessu í Hvalsneskirkju. Res nir S\ einsson formaður sók- narnefndar. herra Sigurbjörn Einarsson biskup og séra Bjöm -Syeiiin Björnsson 'Útskálaprestakalli. 72 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.