Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.2000, Qupperneq 32

Faxi - 01.12.2000, Qupperneq 32
Að lokinni teiknisamkeppninni þar sem greinarhöfundur fékk önnur til þriðju verðlaun. Hver dómari fékk koparplö- tu og lagði hana á þá mynd sem hann valdi sem besta. Ljósm. Fjóla Ólafsdóttir. mismunandi löndum á alla vegu. Ég sagði henni reyndar að Island væri lík- lega í tveim heimsálfum, Ifkt og Tyrk- land, þar sem það væri á miðjum Atl- antshafshryggnum sem skilur að Evr- ópu og Ameríku. Tyrkland hefur, á síðari hluta tuttug- ustu aldar, átt landamæri að ríkjum í þrem heimshlutum; Sovétríkjunum, Evrópu og Arabíu. Fjögur höf liggja að landinu; Svartahaf að norðan, Miðjaið- arhaf að sunnan og Marmarahaf og Eyjahaf að vestan. Víða við strendur landsins, td. við Eyjahaf, Miðjarðarhaf og austanvert Svartahaf, eru glæsilegar sólarstrendur og mun ódýrari gistiað- staða en þekkist annarsstaðar. Grímulaust samfélag Verðbólgan í landinu er að jafnaði um sextíu prósent á ári. Og þótt stórt bjórglas á flottu veitingahúsi kosti kannski 300 000 tyrknesk pund, þá er það innan við sextíu krónur íslenskar. Verðlag á dýrum varningi, t.d. tölvum, er því gefið upp í dollurum í verslun- argluggum. Flestir íbúanna búa við Marmara- haf, þar sem Istanbul er, eða á vestur- ströndinni við Eyjahaf. Ekki veit ég hvernig daglegu lífi er háttað þar, en í Ankara má stundum sjá táningastráka labba saman með handleggina hvor yfir annars öxl eins og maður gæti hugsanlega séð sex, sjö ára stráka gera hér á landi. Þeir eru bara svona ein- lægir og algerlega lausir við grímu töffaraskaparins. Áður en ég fór frá Ankara átti ég ánægjulegt spjall við Nezhi Danyal, skipuleggjanda skopmyndahátíðarinn- ar á listahátíðinni. „Fólk á Vesturlöndum virðist stund- um líta okkur hálfgerðu hornauga," sagði hann. .T’að heldur að hér búi ein- tómir múslímar og misyndismenn. I opinbemm skýrslum er sagt að nteira en 95% tyrknesku þjóðarinnar séu múslímar en það er einfaldlega ekki rétt. Hér er reiknað með að fólk venði múslímar við fæðingu. Það er svipað og hjá ykkur á Norðurlöndum, nema hvað þið eigið víst að vera Lútherstrúar um leið og þið fæðist.“ Og þegar betur er aðgáðkemur í ljós að Tyrkland er ólíkt öðrum löndum múslíma. Hér standa moskurnar tómar. Aftur á móti eru hér nokkrar glæsilegar kirkjubyggingar eins og td. Soffíukirkjan í Istanbul." Hann sneri sér að norrænni konu, sem sat hjá okkur í sandölum og stut- tu pilsi, og sagði við hana: „Hvemig líst ykkur á að skoða fal- lega mosku hér í nágrenninu? Þið get- ið farið eins og þið emð.“ Konan var á báðum áttum, en við fómm samt inn í moskuna; gríðaiiega mikla byggingu með glæsilegu hvolf- þaki og háum turnspírum. Þegar inn var komið blasti við okkur furðuleg sjón. Moskunni hafði semsé verið breytt í geysimikla verslunarmiðstöð með matvöruverslun á neðri hæðinni og öðmm verslunum á efri hæð. Þar keypti ég mér sparibuxur fyrirfimm Greinarhöfundur fylgLst með frægum , enskum tciknara sem gerði það að ganni sínu að teikna skopmyndir á tauservéttur í einu af þeim fjölda boða sem farið var í meðan á listahátíðinni stóð, Ljósm. Fjóla Ólafsdóttir. 80 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.