Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 37

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 37
FAXI JÓLABLAI) 1999 Tungumál eru bæði nytsamleg og skemmtileg SEGIR JÓRUNN TÓMASDÓTTIR Jórunn Tómasdóttir fæddist í Reykjavík en ólst upp í Keflavík. Foreldrar hennar eru þau Halldís Bergþórsdóttir og lónias Tómasson. Eftir mennta- skóla lauk Jórunn BA prófum í eUsku og frönsku frá Háskóla ís- tands og síðan prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá sama skóla. Licence de FLE (kennslufræði frön- sku sem erlends tungumáis) frá Sorbonne í París og Diplöme de littérature fran^aise contemporaine (franskar nútímabókmenntir) frá Sorbonne. Að lokum lauk hún MA Prófj í kennslufræði frönsku sem er- lends tungumáls frá háskólanum í Stokkhólmi. Jórunn snéri sér fljótt að kennslu og hefur nú kennt sleitulaust í 26 ár ogað auki vann hún vann við fararstjóm á Spáni í tuttugu sumur. Eiginmaður tórunnar er Skúli Thoroddsen, for- stöðumaður Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesjum, og eiga þau ellefu ára óóttur sem heitir Halldís Eins og fram kemur hér í blaðinu hefur Jómnn Tómasdóttir verið skipuð verkefnisstjóri Evrópks tungumálaárs 2001. Hún hefur skrifað ffóðlega grein Þar sem þetta tungumálaátak er kynnt °8 kemur þar fram að hér verður um h>nn merkilegasta viðbuið að ræða. Vö h'ttum Jómnni að máli og spurðum Itana nánar út í starf hennar og hvem- '8 það kom til að hún tók þetta verk- eftii að sér. Jómnn hefur undanfarö kennt tungumál við Fjölbrautaskóla ‘^uöurnesja og við báðum hana að segja 'yrst lítilsháttar frá tungumálakennsl- unni. Viðgefum henni orðið. FRANSKAN ER MITT FAG Frönsku hef ég kennt í FS frá haust- ftögum 1995. Reyndar vélaði Rögn- valdur Sæmundsson fyrrum skóla- stjóri mig til að kenna frönsku við Eanihaldsdeild Gagnfræðaskóla Eeflavíkur sem stofnuð var 1974 að Þeir sem vilja vinna viðflugið eða íferða- málageiranum hér heima þurfa helst að kunna frönsku og svo mætti lenga telja. Eg spyr alltaf nemend- ur mína sem eru að hejja frönskunám hvers vegna þeir velji frönsku. Svaríð er einkum aðfranskan sé svofallegt og rómantískt mál. Jórunn Tómasdóttir mig minnir og var því forveri FS. Áður kenndi ég frönsku við Fjöl- brautaskólann við Ármúla og meðan ég var í háskólanámi kenndi ég hjá Alliance fran?aise og hjá Málaskólan- um Mími. Áherslur í tungumála- kennslu hafa breyst heilmikið frá því ég hóf kennslu. Núna reynum við tungumálakennarar að leggja meiri rækt við munnlega tjáningu, hlustun, lesskilning og menningarlæsi en minni áhersla er lögð á málffæði, stíla og þýðingar. Þetta reynist örðugt eink- um vegna þess að t.d. franskan, þýsk- an og spænskan heyrast bókstaflega aldrei utan veggja skólastofunnar. Þessu er öðruvísi farið með enskuna sem nemendur upplifa virkilega sem lifandi mál. Nú hefur þú helst kennt frönsku. Hvemig finnst þér nemendum þínum hafa gengið að tileinka sérfrönskuna? Að hvaða leyti er það áhugavert jyrir íslendinga að lœra það tungumál? Sumum nemendum hefur tekist frá- bærlega vel að ná tökum á frönskunni en öðmm miður eins og gengur og ger- ist. Franskan opnar okkur dyr að nýj- um menningarheimi, ekki bara evr- ópskum heldur líka afríkönskum og asískum því Frakkar áttu nýlendur bæði í Afríku og Asíu þar sem fransk- an er enn í heiðri höfð. Frönskukunn- átta kemur sér vel á ýmsan hátt. Þeir sem vilja t.d. komast í störf hjá stofn- unum Evrópusambandsins eða Evr- ópuráðsins þurfa að kunna frönsku auk þess sem frönskukunnátta kemur sér vel ef sótt er um hjá utanríkisþjónust- unni. Þeir sem vilja vinna við flugö eða í feiöamálageiranum hér heima þurfa helst að kunna frönsku og svo mætti lenga telja. Eg spyr alltaf nem- endur mína sem eru að hefja frönsku- nám hvers vegna þeir velji frönsku. Svarið er einkum að franskan sé svo fallegt og rómantískt mál. Mér finnst það jafn góð ástæða til frönskunáms og hver önnur. Nú eru enska og danska skyldufög í grunnskólanum og sums staðar geta nemendur lcert önnur tungumál sem valgrein. Finnst þér tímabœil að bœta fleiri tungumálum við sem skyldufóg- um og hvaða tungumálfinnstþérað þá kœi helst til greina? Mér finnst ekki að bæta eigi við fleiri tungumálum sem skyldufögum í grunnskólanum. Aftur á móti finnst mér að enskukennslan og kennsla í einu noiðurlandamáli mætti hefjast fyrr. Mér þykir afar jákvætt að nem- endur geti valið frönsku, þýsku eða spænsku í 9. og 10. bekk grunnskól- ans en nánari samvinna þarf að vera milli grunnskólans og framhaldsskól- ans um kennsluna þannig að hún vetði árangursrík og til hagsbóta fyrir nem- enduma. Nú ert þú fonnaður í félagi tungu- málakennara. Hver eru helstu við- fangsefni félagsins ? Ég mun reyndar láta af störfum sem formaður STÍL nú í febrúar. Helsta viðfangsefnið.í minni formannstíð var skipulagning og undirbúningur að samnorrænni ráðstefnu tungumála- kennara „Fjöltyngi er fjölkynngi" sem haldin var í Reykjavík í júní síðastliðið sumar. Félagið þurfti líka að koma að geið nýrrar námskrár í tungumálum fyrir framhaldsskólana og sjá um námskeiðahald fyrir tungumálakenn- ara. Hver verða meginverkefni þín sem verkefnisstjóri tungumálaársins 2001? Starf mitt felst einkum í því að hvet- ja úl aðgerða í tilefni tungumálaársins, virkja alla þá sem koma að tungu- málakennslu til að gera veg tungumála sem mestan og sýnilegastan. Hvaða árangur viltu sjá koma í Ijós aðþessu átaki loknu? Draumurinn er að almenn vakning verði á Islandi um mikilvægi þess að kunna tungumál og að henni vetði fylgt eftir með raunverulegu átaki í kennslu tungumála á öllum skólastig- um og ekki síst úti á atvinnumarkaðin- um. Tungumál eru bæði nytsamleg og skemmtileg segir Jórunn að lokum. Við þökkum Jómnni kærlega fyrir spjallið og hlökkum til að fylgjast með tungumálaátakinu á næsta ári. HH FAXI 85

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.