Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2000, Síða 44

Faxi - 01.12.2000, Síða 44
FAXl J(ÍLAIíLAI) 1999 i Enginn mun mótmæla þeirri fullyrðingu að sá maður sem mest hefur látið að sér kveða í keflvísku fótboltalífi á síðasta ára- tug er Júgóslavinn Velemir Sargic. Hann hefur leyst af hendi frábært starf sem ungir knattspymuáhuga- menn hafa óspart notið góðs af. Hann þjálfaði hér fyrst á árunum 1990 til 1997 en flutti síg þá um set og þjálfaði á Möltu í tvö og hálft ár. Kom síðan aftur til Keflavíkur um síðastu áramót. Eg hitti Velemir að máli af eitt kvöldið þegar hann var við þjálfun í ReykjaneshöIIinni og hóf að sjálfsögðu viðtalið á gömlum og góðum sið með því að spyrja um ætt og uppruna. Eg er fæddur 1950 í bænum Sombor í Norður-Júgóslavíu og átti því skemmtilegt afmæli fyrir stuttu. Bær- inn er dæmigerður bær í landbúnaðar- héraði þar sem mikið er framleitt af matvælum en einnig er þar verksmiðja sem framleiðir rafgeyma fyrir bifreiðar. Segðu okkur aðeins frá fjiilskyldu þinni Faðir minn dó fyrir nokkrum árum en móðir mín er enn á lífi og er hún átt- ræð. Hún vann við hjúkrun á sjúkrahúsi en faðir minn vann við jámbrautimar. Bæði þurftu þau að taka þátt í síðari heimstyijöldinni. Ég á eina systur sem starfar á skrifstofu. Sem ungur maður lék faðir minn knattspymu en segja má að styijöldin hafi bundið enda á feril hans en hann var góður knattspymu- maður. I hvaða skóla gekkst þú eftir að skyldunámi Iauk? Ég lauk námi í menntaskóla og fór síðan í verslunarskóla í ljögur ár. Þegar ég hafði lokið námi þar sótti ég sex mánaða námskeið fyrir knattspymu- þjálfara og fór eftir það í háskóla þar sem ég nam knattspymuþjálfun í tvö ár. Með þetta nám að baki var ég orðinn löggiltur knattspymuþjálfari og seinna meir fékk ég þar að auki skírteini frá FIFA. Ég hef talsvert ritað um knatt- spyrnu og hef meðal annars skrifað um fótbolta fyrir félögin hér í Keflavík og Njarðvik. Þú lékst sem atvinnumaður á þínum yngri árum, var það ekki? Jú. Ég lék með knattspymuliði í Sombar og lékum við í 2. deild. Þetta var á árunum 1968 - 1975 og er óhætt að segja að deildin hafi verið mjög sterk enda vom u.þ.b. tvöþúsund knatt- spyrnufélög í þessum hluta lands- ins.Tvö árin enduðum við í 2. sæti en ekki tókst okkur að vinna okkur upp um deild. Kata Voru allir leikmenn 2. deildar atvinnumenn? Það vom þeir allir og einnig u.þ.b. helmingur leikmanna í 3. deild. Það er líklega nærri lagi að bera saman 3. deildina og 1. deildina hér hvað þetta snertir. Jasmina Hversvegna hættir þú að keppa? Ég hætti vegna meiðsla. Ég varorð- inn mjög slæmur í hnjánum og mér var ráðlagt af lækni að fara ekki í að- gerð vegna þess að hún væri mjög áhættusöm. Ég lagði því skóna á hill- una eins og þið segið hér á íslandi og snéri mér að fullu að þjálfun og við það hef ég starfað æ síðan. Ég byijaði að þjálfa yngstu drengina hjá mínu gamla félagi og eftir að ég hafði verð með þá í þrjú ár urðu þeir meistarar. Síðan fór ég að þjálfa eldri drengja- Ilokka og undir minni stjóm vaið 18 ára liðið meistari. Mér gekk sem sagt ágætlega í þessu starfi mínu. Um þetta leyti féll meistaraflokkurinn nið- ur í 3. deild og ég tók þá að mér að þjálfaliðiðog einnig 2. Ilokkinn og var ég með þessi lið í þrjú ár. Ég gerðist einnig aðstoðarþjálfari hjá júgósla- víska unglingalandsliðinu. Velemir giftist eiginkonu sinni, Kötu, árið 1978 og ári síðar fæddist einkadóttir þeirra, Jasmina. Kata og Jasmina hafa af og til verið hér með Velemiren nú stundar Jasmina sál- 92 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.