Vísbending


Vísbending - 01.08.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 01.08.2008, Blaðsíða 1
upp með slík undanskot. Einnig væri einfaldara fyrir erlend fyrirtæki að laga sig að íslensku umhverfi. Takist vel til má laða að fjölþjóðleg fyrirtæki til Íslands og stórauka skatttekjur þrátt fyrir lægri skatta. Þetta eigum við að gera án þess að skerða upplýsingaflæði til erlendra skattayfirvalda. Íslendingar eiga að keppa um heiðarlegt fjármagn og laða að sér fyrirtæki sem vilja eiga heiðarleg viðskipti og þurfa ekki að fara í felur með sitt fjármagn. Íslensk og erlend fyrirtæki eiga að búa við sömu skatta, en lægri skattar eiga ekki að gilda einungis á þau erlendu. Þannig má vinna með öðrum þjóðum í stað þess að fá þær uppá móti sér eins og sumar skattaparadísir hafa lent í. Erna Bryndís Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hyrnu ehf. sér um erlend fyrirtæki, sem sjá m.a. skattalegt hagræði af því að skrá sig á Íslandi. Skattahagræði er af allt öðrum toga en skattaundanskot og hvorki ólöglegt né neitt athugavert við það. Fyrirtæki fjármagna sig í þeim löndum þar sem skattar eru lægstir. Það er jafn eðlilegt og að þau séu með framleiðslu þar sem vinnuafl er ódýrast. Erna Bryndís segist ekki hafa orðið vör við skattsvik á Íslandi og telur það vart viðgangast, a.m.k. ekki meðal stórra fyrirtækja. Við- skiptavinir hennar eru yfirleitt fyrirtæki sem skrá sig hér vegna hagstæðra tvískött- unarsamninga meðal annars við Kanada, Bandaríkin og Sviss. Fengið er bindandi álit frá fjármála- ráðuneytinu og ríkisskattstjóra um hvernig skattlagningu er háttað hér á landi miðað við gefnar forsendur, áður en fyrirtækin koma hingað til lands. Af þessum fyrirtækjum fær ríkið talsverðar skatttekjur. Hún segir að skattaumhverfi á Íslandi sé hins vegar ekki samkeppnishæft. Flest fyrirtækin komu hingað meðan fyrirtækjaskattur var yfir 30%. Því var 1. ágúst 2008 28. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Fólk hneykslast ef menn hafa há laun samkvæmt skattskrá. Það ætti að hneykslast á skattsvikum. Fæst einhver til þess að búa á einangraðri eyju til þess að taka þátt í hagfræðitilraun? Eru Íslendingar meiri frumkvöðlar en aðrar þjóðir? Ef svo er, hvers vegna? Umbætur í landbúnaði eru langt undan í um- heiminum. Íslendingar eiga enn lengra í land. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Skattaundanskot og fjármagnsflótti V í s b e n d i n g • 2 8 . t b l . 2 0 0 8 1 gera sér grein fyrir umfangi skattasvika á Íslandi. Tekjuskattur á fyrirtæki á Íslandi er 15%, en 21-28% í Bretlandi og að meðaltali um 30% í Þýskalandi. Þannig ættu undanskot skatta á Íslandi að öðru jöfnu að vera minni en í þessum löndum. Í skýrslu sem Alþingi lét gera árið 2005 er gert ráð fyrir að skattsvik á Íslandi sem tengjast fjármálaviðskiptum milli landa geti numið 1,0 – 1,5% af heildar skatttekjum hins opinbera. Þær tölur eru þó háðar mörgum óvissuþáttum. Það er á fleiri vígstöðum sem Íslendingar verða af miklu fé. Í kjölfar aukinnar alþjóðavæðingar hefur samkeppni um fjármagn aukist. Ýmis lönd reyna að laða til sín fyrirtæki á grundvelli lægri skatta. Nú þegar hafa einhver íslensk fyrirtæki flúið til landa þar sem skattaumgjörð er hagstæðari. Á meðan aðstæður eru þannig fara erlend fyrirtæki tæpast að flykkjast hingað. Þannig fara Íslendingar á mis við miklar skatttekjur. Samkeppnishæft Ísland Lausnin á báðum vandamálum er sú sama. Lægri skattar og einfaldara skatt- kerfi. Allar undanþágur á að afnema. Þannig má bæði minnka vilja til skatt- aundanskota og auðvelda bæði innheimtu og eftirlit, svo erfiðara sé að komast Í febrúar á þessu ári hófu Þjóðverjar rannsóknir á hlut banka frá Liechten- stein í skattaundanskotum Þjóðverja. Þýsk yfirvöld keyptu gögn um viðskiptavini LGT bankans af Heinrich Kieber, fyrrum starfsmanni bankans, en hann hafði stolið gögnunum. Kaupverðið var 140 milljónir evra. LGT er rekin af konungsfjölskyldunni í Liechtenstein. Gögnin innihéldu upplýs- ingar um 1.400 viðskiptavini bankans. Þar af voru um 600 Þjóðverjar og 800 útlendingar. Margir viðskiptavina bankans hafa nýtt sér upplýsingaleynd til þess að komast hjá því að borga skatta í heimalandinu. Nú þegar hafa hundruð viðskiptavina bankanna játað að hafa skotið fé undan skatti. Bresk yfirvöld áætla að 300 breskir auðkýfingar verði annað hvort ákærðir eða hafi sjálfir frumkvæði að því að semja um greiðslur vegna skattsvika í tengslum við málið. Ekki er vitað til þess að neinir Íslendingar eigi hlut að máli. Í kjölfarið eru skattaparadísir undir miklum þrýstingi frá öðrum stjórnvöldum um aukið upplýsingaflæði. Það hefur þegar borið árangur en eyjan Mön hefur ákveðið að auka upplýsingaflæði til Norður- landanna. Of háir skattar Það er ekki nýtt af nálinni að því hærri sem skattar eru, þeim mun líklegra eru alls kyns skattaundanskot. Stjórnendur vega og meta líkurnar á að þeim verði refsað, og ábatann af skattsvikunum. Í þeim útreikningi felast einnig huglægir þættir á borð við réttlætiskennd og almenningsálit. Ef veginn ábati er meiri en veginn kostnaður fara menn útí skattsvik. Reynsla Rússa er skýrt dæmi um ávinning af skattalækkun. Þeir lækkuðu tekjuskatt úr 33% jaðarskatti í 13% flatan skatt. Skatttekjur þeirra jukust eftir það um rúmlega 50%. Sumpart vegna þess að neysla jókst, en líka af því að undanskotum undan skatti snarfækkaði. Erfitt er að framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.