Vísbending


Vísbending - 01.08.2008, Blaðsíða 3

Vísbending - 01.08.2008, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 2 8 . t b l . 2 0 0 8 3 F rumkvöðlastarfsemi á Íslandi er með því mesta sem gerist meðal hátekjuþjóða í heiminum og talsvert meiri en meðal annarra þjóða í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Global Entrepreneurship Monitor (GEM) sem er umfangsmesta samanburðarrannsókn á frumkvöðlastarfsemi í heiminum. Há- skólinn í Reykjavík og Klak – Nýsköpun- armiðstöð atvinnulífsins unnu rannsókn- ina á Íslandi. Þetta er mikilvægt og áhugavert en þá vaknar spurningin: Af hverju eru Íslendingar líklegri til þess að stunda frumkvöðlastarfsemi en aðrar þjóðir? Venjulega er bryddað upp á tvenns konar útskýringum á frumkvöðlastarfsemi. Annars vegar er horft til persónueinkenna frumkvöðla en erfiðlega hefur gengið að finna persónueinkenni sem einkennir þá og hafa þær skýringar átt síminnkandi fylgi að fagna. Hins vegar hefur útskýringa verið leitað í umhverfinu – nýsköpun, frelsi í viðskiptum o.s.frv. Nú aðhyllast menn að það sé sambland af þessu tvennu sem skýri hverjir stundi frumkvöðlastarfsemi. Skrýtnir Íslendingar Hafa Íslendingar einhver sérstök per- sónueinkenni sem geta útskýrt af hverju þeir eru svona miklir frumkvöðlar? Hægt er að setja fram ýmsar tilgátur um það en fátt er þó í hendi hvað það varðar. Meðal skýringa gætu verið: Víkingablóðið, einsemd og einfeldni eyjarskeggjans, sveigjanleiki og þraut- seigja sjómennskunnar, vinnusemi þræls- ins, Evrópu-Ameríku þversögnin, sjálf- stæðisvitund ungrar þjóðar, nágranna- öfundin og efnishyggjan, hrokinn, skamm- sýnin, skáldgáfan og þörfin fyrir íslenska drauminn. Ekki gott að segja hvort eitthvað af þessu skýrir málið. Sérstaklega ef erfitt er að henda reiður á hvaða persónueinkenni það eru sem duga við allar aðstæður. Sumir eiginleikar geta hentað vel í ákveðnum tilvikum en illa í öðrum. Við vitum þó að Íslendingar hafa verið bjartsýnni á tækifæri en aðrar þjóðir og meta færni sína ekki síðri. Þessi bjartsýni og trú á eigin getu eru mikilvæg fyrir frumkvöðla því yfirleitt vantar upp á að aðrir sjái framtakið með sömu augum. Samkvæmt GEM-rannsókninni eru það tækifærin frekar en neyðin sem toga Íslendinga út á frumkvöðlabrautina. Á Íslandi er sjaldgjæft að fólk stofni eigin rekstur í neyð, t.d. vegna þess að það missi vinnuna eða fái ekki starf við hæfi. Þetta styður þá tilgátu að bjartsýni Íslendinga og trúin á eigið ágæti leiki mikilvægt hlutverk í að skapa frumkvöðlastarfsemi hér á landi. Þetta hljóta því að vera góðir eiginleikar þó að sömu eiginleikarnir geri það að verkum að Íslendingar geta Hvað er sérstakt við frumkvöðlastarf á Íslandi? þótt skrýtnir og ábyrðarlausir í augum annarra. Sú hugmynd að Íslendingar hafi eitthvað frumkvöðlagen er hins vegar varhugaverð. Það er t.d. ekkert sérstaklega áberandi að Íslendingar sem búa í öðrum löndum séu áberandi miklir frumkvöðlar í þeim löndum þó að auðvitað séu dæmi um það. Það hefur heldur ekki tekist að einangra eiginleika frumkvöðlagensins til þess að meta hvort það megi rekja aftur í ættir Íslendinga. Í hagstæðu umhverfi Ef erfitt er að færa rök fyrir því að Íslendingar séu gæddir sérstökum eigin- leikum sem gera þá að frumkvöðlum vaknar spurning hvort umhverfi til frumkvöðlastarfsemi sé öðruvísi hér en annars staðar? Í stuttu máli þá virðist umhverfið sambærilegt við aðrar hátekjuþjóðir samkvæmt GEM-rann- sókninni þegar kemur að grunnaðstöðu og grunnstoðum viðskiptalífsins. Einnig virðast vera sömu hindranir hér á landi á frumkvöðlastarfsemi og hjá öðrum þjóðum: Skortur á fjármagni, framhald á bls. 4 Eyþór Ívar Jónsson viðskiptafræðingur. Tafla 1: Niðurstöður GEM-rannsóknarinnar Meðaltöl úr einkunnagjöf sérfræðinga um umhverfi frumkvöðlastarsemi. Einkunnin 5 þýðir að umhverfið styður mjög vel við frumkvöðlastarfsemi, einkunnin 1 þýðir að umhverfið hindri mjög frumkvöðlastarfsemi. GEM-rannsóknin mælir fyrst og fremst viðhorf til frumkvöðlastarfsemi og frumkvöðla. Það eru mun jákvæðari viðhorf hér á landi til slíks en annars staðar á Norðurlöndunum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.