Vísbending


Vísbending - 01.08.2008, Blaðsíða 4

Vísbending - 01.08.2008, Blaðsíða 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Blaðamaður: Kári S. Friðriksson. Prentun: Guten berg. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar 4 V í s b e n d i n g • 2 8 . t b l . 2 0 0 8 Íslendingar tóku þátt í viðræðunum misheppnuðu sem kenndar hafa verið við Doha. Í samkomulagsdrögum fólst að ríkisstyrkir til landbúnaðar í Evrópu og Bandaríkjunum gætu lækkað um tugi prósenta. Flutning á landbúnaðarvörum átti á gera frjálsari milli landa. Ísland er hrjóstrugt land og því mikið hags- munamál landsmanna að hingað sé hægt að flytja góðar vörur á lágu verði. Á öld- um áður þurftu landsmenn að skipta við ákveðna kaupmenn og kaupa af þeim þá vöru sem þeir buðu. Maðkaða mjölið frá einokunarkaupmönnunum var eitt af því sem börn lærðu um í sögubókum. Sjálfstæðisleiðtogar áttuðu sig vel á því að hluti af því að fá frelsi frá Dönum var að losna undan verslunaráþjáninni. Skúli fógeti, Jón forseti, Benedikt Sveins- son og Arnljótur Ólafsson voru allir frjáls- hyggjumenn í viðskiptum og stjórn- málum á sinnar tíðar mælikvarða. Það er því dapurlegt að um það leyti sem þjóðin fékk frelsi frá Dönum fóru innlendir ráðamenn að leggja á hana höft. Á síðustu áratugum hafa alþjóðasamningar smám saman leyst þjóðina úr hafti. Samningamaður Íslands í Doha við- ræðunum sagði þegar hyllti undir lausn að auðvitað væru Íslendingar ekki sátt- ir við þá málamiðlun sem þá lá fyrir, en við yrðum að sætta okkur við hana. Landbúnaðarráðherra sagði við útvarp- ið 22.7. að næðist samkomulag, hefði það mikil áhrif á stuðningskerfi íslenska landbúnaðarins. Líklegt væri að helstu breytingarnar hér, ef af yrði, fælust í af- námi framleiðslutengdra styrkja, en ann- ars konar greiðslur kæmu í staðinn, til dæmis svonefndar grænar greiðslur. Hvers vegna eru ráðamenn á móti frelsi sem kæmi þjóðinni vel? Og hvers vegna tala þeir strax um að svindla á sam- komulaginu áður en það er í höfn? Hvers vegna verða skynsamir menn framsóknar- menn ef þeir stíga inn í landbúnaðar- ráðuneytið? Tómas sagði að hjörtunum svipaði saman í Súdan og Grímsnesinu. Sannir framsóknarmenn vita samt að fólk í Grímsnesinu eru miklu betra en bændur í Súdan. Kannski breyttist það ef þeir átt- uðu sig á því að í Grímsnesinu búa nú bara Reykvíkingar í sumarbústöðum. bj Í Súdan og Grímsnesinu tækniyfirfærslu og frumkvöðlamenntun (sjá neðri hluta töflu). Eina sérstaðan virðist vera að hve miklu leyti menningin styður við frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. GEM-rannsóknin mælir fyrst og fremst viðhorf til frumkvöðlastarfsemi og frumkvöðla. Það eru mun jákvæðari viðhorf hér á landi til slíks en annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta styður frumkvöðlastarfsemi. Hitt er svo annað að hvort einkenni menningarinnar styðji hana, hvort það sé sterk frumkvöðla- menning hér á landi. Hofstede skil- greindi menningu sem sameiginlegt forrit hugans sem aðgreinir einn hóp frá öðrum. Án þess að það hafi verið rannsakað sérstaklega vel hefur sú tilgáta verið sett fram að það sé sterk „frumkvöðlamenning“ einkenni Íslend- inga. Nú eru svipuð vandamál fólgin í skilgreiningu á „frumkvöðlamenningu“ og „frumkvöðlaeiginleikum“ en þó að erfitt sé að skilgreina nákvæmlega hvað það er eða hvernig það gerist að þá er ýmislegt varðandi frumleika, ákvarðanatöku, fram- tak, þrautseigju og hversu úrráðagóðir Íslendingar eru, svo eitthvað sé nefnt, sem virðist vera forritað öðruvísi í Íslendinga en t.d. hinar Norðurlandaþjóðirnar. Það sem vill oft gleymast í umræðunni um frumkvöðla og eiginleika þeirra og menningu er að það sem getur verið gott til að skapa og koma hlutum af stað þurfa ekki endilega að vera sömu eiginleikarnir og menningin sem tryggir viðgang og vöxt. Göslara- og glæfrasemi, blind bjartsýni og glórulaus áhættusækni er ekki endilega góð frumkvöðlamenning, ef frumkvöðlamenning snýst um að skapa eitthvað og gera að veruleika. Ef sá veruleiki er einungis stundargaman sem verður að martröð við breyttar aðstæður getur það ekki verið eftirsóknarverð menning. Aukin sérstaða Íslands Samkvæmt GEM-rannsókninni höfum við menningu sem styður við frumkvöðla starfsemi sem er meira en margir hafa. Það er í dag okkar sérstaða. Til þess að nýta þessa sérstöðu til hagvaxtar þurfa aðrir þættir að koma til; við þurfum að ryðja úr vegi hefðbundnum hindrunum. Tvær leiðir til þess: Verða sambærilegir við aðra eða velja að standa upp úr á sviðum sem aðrir eiga erfitt með. Tvö þeirra eru menntun frumkvöðla og tækniyfirfærsla. Engin hátekjuþjóð hefur náð að byggja upp menntakerfi sem að mati sérfræðinga styður við frumkvöðlastarfsemi og í mjög fáum tilfellum telja þeir að tækniyfirfærsla milli háskóla og atvinnulífs geri það. Tækifæri Íslendinga er að auka sérstöðu sína enn frekar með því að standa fram úr á þessum sviðum. Lítill vafi er á að þessir tveir þættir myndu jafnframt styðja við og styrkja þá menningarlegu sérstöðu sem við höfum og nýta okkur hana til frekari hagsældar. framhald af bls. 3 það ekki lágum sköttum að þakka að þau komu. Til þess þyrfti tekjuskattur á fyrirtæki helst að vera undir fimm prósentum. Erna Bryndís telur að Íslendingar eigi tvímælalaust að keppa á grundvelli lágra skatta, því það sé eitt af fáum sviðum þar sem Íslendingar geta keppt um viðskiptaumhverfi. Við viljum tæpast keppa á grundvelli lágra launa. Afnám skatta af söluhagnaði hlutabréfa á fyrirtæki er skref í rétta átt. Þá skiptir ekki lengur máli hvort fyrirtæki greiða arð, eða eigendur leysi út hagnað með sölu á hlutabréfum,a.m.k. með tilliti til skatta. Keppum í hraða Lægri skattar eru þó ekki nóg til þess að fyrirtæki fari að flykkjast hingað. Nauðsynlegt er að hér sé bæði efnahagslegur og stjórnmálalegur stöðugleiki. Hægt er að ná miklum stöðugleika án þess að hætta að nota krónu sem gjaldmiðil. Hins vegar má efast um það í ljósi sögunnar að stöðugleiki náist án þess að binda hendur stjórnvalda. Evran er ein leið sem hægt er að fara í þeim efnum. Lagalegur rammi þarf einnig að vera einfaldur, skýr og samkeppnishæfur. Þannig má auðvelda komu erlendra fyrirtækja en jafnframt einfalda allt eftirlit. Slíkt eftirlit má þó aldrei vera íþyngjandi fyrir fyrirtækin. Fjölga ætti tvísköttunarsamningum og öðru samstarfi við aðrar þjóðir. Þá er klárt mála að sá seinagangur sem hefur einkennt íslenskt réttarkerfi skaðar samkeppnishæfni Íslands. Þá gildir einu hvort þeir ákærðu eru sekir eða saklausir. Yfirvöld þurfa að vera snör í snúningum og vera sveigjanleg í þjónustu. Það er viðráðanlegt markmið, sérstaklega í ljósi smæðar landsins. Ef yfirvöld eru fljót að bregðast við öllum fyrirspurnum getur Ísland skapað sér gott orðspor á því sviði og það orðið landsins helsti styrkleiki í samkeppninni um fjármagn. ksf framhald af bls. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.