Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 2

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 2
Landsbyggðarráðstefna á Suðurnesjum Það var sérstakt ánægjuefni fyrir Suð- urnesjamenn að félög sagnfræðinga og þjóð- fræðinga á Islandi skyldu velja mannlíf og menningu á Suðurnesjum sem meginverk- efni landsbyggðarráðstefnu sinnar í mars 2006. Þessu merku ráðstefnur hafa verið haldnar víða um land á undanförnum árum og jafnan fjallað um málefni sem tengjast viðkomandi stað eða svæði. Viðfangsefni ráðstefnunnar sem var haldin í Duus-húsum var dægurmenning og utanaðkomandi áhrif á mannlíf á Suðurnesjum í aldanna rás, ekki síst frá bandaríska varnarliðinu og loftmiðl- unum, sjónvarpi og útvarpi, sem reknir voru á þess vegum á sjötta og sjöunda áratugnum. Ráðstefnan var skipulögð í náinni samvinnu við heimamenn. Sigrún A. Jónsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, hafði veg og vanda af undirbúningi ráðstefnunnar af hálfu Suðurnesjamanna, en auk hennar komu þau Kristján Pálsson, formaður ferðamálasamtaka Suðurnesja, og Sigrún Franklín Jónsdóttir leið- sögumaður, að undirbúningi. Aðrir samstarfsað- ilar voru Málfundafélagið Faxi, Friðþóri Eydal upplýsingafulltrúi Varnarliðsins og Kaffi Duus. Ráðstefnuhaldið var styrkt af Reykjanesbæ, Byggðasafni Reykjanesbæjar, Iceland Express, menntamálaráðuneytinu og utanríkisráðuneyt- inu. Þrjár málstofur voru á ráðstefnunni: „Kan- inn “ og þjóðin, Sagnir og söfn á Suðurnesjum og Innreið og útrás íslenskra dœgurlaga. Faxi tileinkar landsbyggðarráðstefnunni þetta tölublað og birtir nú fjögur stórfróðleg erindi af þeim níu sem þar voru flutt. Vonir standa til að hægt verði að birta meira af þessu efni hér í blaðinu síðar, þ.á.m. erindi Sigrúnar Astu Jóns- dóttur, Samtímann í byggðasöfnun, og ágrip af fyrirlestri Gests Guðmundssonar, sagnfræðings, KanaskríU íKeflavík. Aðrir sem fluttu erindi á ráðstefnunni voru Eggert Þór Bernharðs- son, aðjúnkt í sagnfræði við Háskóla Islands, sem ræddi um dœgurtónlist, erlend áhrif handaríska herinn og Völlinn. Sigrún Jóns- dóttir Franklín, þjóðfræðingur, fjallaði um efnið Sagnamenning á Suðurnesjum og loks ílutti Helgi Hólm erindi sem hann nefndi Sögulegar heimildir af heimaslóðum - hlaðaútgáfa Faxa í 65 ár. Ahöld eru um hvenær rokkið kom til íslands en ætla má að það hafi ekki verið síðar en árið 1956. Þá hófst í útvarpi vikulegur þáttur tileink- aður rokkinu og má rekja hann til griðarlegra vinsælda Kanaútvarpsins á Suðurnesjum. Tónlistarmenn á Suðrnesjum urðu síðan frum- kvöðlar á þessu sviði og höfðu mótandi áhrif á íslenska popp-menningu. Það er því vel við hæíi að hálfrar aldar afmælis rokksins sé minnst í Keflavík, sem um áratuga skeið var óumdeild höfuðborg þess á Islandi. -ETJ F orsídumynd: Hljómsveitin Beatniks í Kanasjónvarpinu 1962. Söngvararnir eru þau Guðrún Frederiksen og Þorsteinn Eggertsson. Aðrir meðlimir hljóm- sveitarinnar frá vinstri: Edvard Frederiksen, Björn Haukdal, Eiríkur Sigtryggsson og Egg- ert Kristinsson. Beatniks komu tvisvar fram í Kanasjónvarpinu á árunum 1961-63. Þorsteinn kynnti öll lögin á íslensku en sungið var á ensku. (Ljósmyndin var tekin á vegtttn Varn- arliðsins) á flutninga- og uörubifreiðum auk stærri tækja BG Bílakringlan ehf Grófin 8 - 230 Reykjanesbær Sími 421 4242 - bg@simnet.is Dýralæknastofa Suðurnesja kynnir: Eukanuba gæludýrafóður Höfum tekið til sölu Eukanuba fóður, hágæða fóður fyrir hunda og ketti. í mars og apríl verður 15% kynningarafsláttur af Eukanuba. Hör - nýr undirburður í hesthúsið Höfum tekið til sölu rykfrían, hreinsaðan, þurrkaðan og sótthreins- aðan hör sem undirburð fyrir hross. Þessi undirburður er umhverf- isvænn og bætir aðbúnað hestanna. Rakadrægni er umtalsvert meiri en t.d. í spónum. Tekið er á móti pöntunum á dýralæknastofunni og einnig er hægt að panta í síma 896 5484. 1. tölublað - 66. árgangur - 2006 Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Ketlavfk. Skrifstofa: Grófin 8, sími 868 5459. Ritstjóri: EðvarðT. Jónsson, netfang: edvardj@gniail.com Blaðstjóm: Kristján A. Jónsson formaður, Helgi Hólm, Magnús Haraldsson, Geirmundur Kristinsson og Karl Steinar Guðnason. Öll prentvinnsla: Stapaprent ehf. Grófin I3c - 230 Keflavík. Sími 421 4388 - Fax 421 4388 Netfang: stapaprent@mitt.is Netfang v/auglýsinga: helgiholm@vógar.is Forslðumyndina tckin á vegum Vamarliðsins á Keflavík- urflugvelli um 1958 2 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.